Gisp!

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gisp! - 01.12.1992, Qupperneq 25

Gisp! - 01.12.1992, Qupperneq 25
MYNDASOGUHEIMURINN rðið „myndasögulist“ er ekkert sérlega algengt í íslensku tungumáli. Það finnst m.a. ekki í orðabókum eins og t.d. „grafíklist“, „mælskulist“ eða „leiklist.“ í hugum flestra er líka nánast óhugsandi að tengja þessi tvö hugtök í eitt, þ.e. myndasögur og list. Annars vegar skrípóið, hasarblöðin og dellan, eitthvað sem gjóað er augunum yfir í dagblöðunum eða eitthvað til að gefa 10 ára frændanum í jólagjöf. Fullkomlega laust við „bókmenntir,“ myndlist, tjáningu eða heilbrigð uppeldisleg gildi. f besta falli broslegt en oftast er um að ræða hreina aðför að sálarlífi lesandans. Hins vegar er það listin. Hin háleita tjáning sem sameinar, ef ekki allt mannkynið þá að minnsta kosti þjóðina, í lotningu gagnvart listaverkinu og skapara þess. Samt sem áður hefur engum tekist ennþá að skilgreina nema fyrir sjálfum sér („Ég hef nú ekki mikið vit á list — en ég veit hvað mér finnst fallegt“) hvað þessi „list“ er, en eitt er þó alveg öruggt: myndasagan er gjörsneydd henni! Þótt nú á dögum hafi aðrir tekið við hlutverki blóraböggulsins, sem sýkir heilbrigðar sálir íslenskra ungmenna (t.d. videoleikir, death-metal og klám) er samt ótrúlega stutt síðan myndasögur voru nefndar í sömu andrá og áfengi, tóbak og aðrir vímugjafar. Að vísu mátti halda að hinum afvegaleiddu barnssálum Bjössa Bollu og Sígildum sögum, en þar voru mörkin líka dregin. Líka í viðleitni fræðimanna til að skilja listformið myndasöguna. Eitt af markmiðum þessarar greinar er að bæta úr þeim skorti á fræðilegri umfjöllun sem viðhaldist hefur hér, á meðan hvarvetna annars staðar í heiminum eru menn a.m.k. tilbúnir til að lrta á myndasöguna sem sjálfstætt listform. Hingað til hafa greinar um myndasögur verið alveg lausar við þessa viðleitni. (Nema grein eftir Umberto Eco í TMM 1984, en þar var fyrst og fremst um að ræða táknfræðilega útlistun á fyrstu Steve Canyon síðunni eftir Milton Caniff. Samt markaði hún tímamót þar sem þá var í fyrsta skipti fjallað um myndasöguna á fordómalausan hátt.) Það er vonandi að brátt renni upp bjartari tímar fyrir myndasöguna hér á landi og einhvers konar umfjöllun er auðvitað fyrsta skrefið í þá átt. MYNDASÖGUR, SKILGREINING Hvað er myndasögulist? Strax í upphafi er hægt að gefa einhvers konar bráðabirgðasvar. Árið 1947 kom út bókin „The Comics“ eftir Colton nokkurn Waugh þar sem hann setti fram fyrstur manna skilgreiningu og varð hún víða meðtekin sem grunnur til að byggja á alvarlegar rannsóknir. I stuttu máli: Myndasagan er tjáningarform sem þarf að innihalda eftirfarandi frumþætti: frásögn sem sögð er með samfelldri röð mynda, samhangandi „hlutverk" persóna frá einni röð til annarrar og samtöl og/eða texta innan myndanna. Því miður gerðu Waugh og lærisveinar hans sér ekki grein fyrir mikilvægi þessarar uppgötvunar. f stað þess að átta sig á því að þeir höfðu í stórum dráttum markað útlínur nýs listforms, sem samkvæmt því kallaði á algjörlega nýja staðla, reyndu þeir að fella það að eldri og ósamrýmanlegum formum. Það kemur því ekkert á óvart að þetta hugmyndafræðilega „frávik" leiddi höfund sinn út í fagurfræðilegan glundroða. í niðurstöðunum spyr Waugh sjálfan sig og lesendur: „Er listræn og bókmenntaleg þróun möguleg [í myndasögum]?“ Ekkert sérstaklega stórbrotin yfirlýsing í lok 360 blaðsíðna bókar. Auk þess að gera sig seka um þá einfeldni að álíta að innihald geti á einhvern hátt þróast óháð formi og byggingu (og það flókinni byggingu), þá komu Waugh og fylgjendur hans heldur ekki auga á, að sú skilgreining, sem þeir sjálfir höfðu sett fram, útilokaði nokkra þróun út á við og allar viðbætur þaðan í frá hlytu að vera í samhengi við sjálfstætt form sem áður var til. Innan myndasöguformsins hlyti að vera samhengi sem ekki væri hægt að nálgast með athugun á yfirborðinu einu saman. Skilgreiningin hér að ofan felur ekki í sér skilning á innsta eðli myndasagna, ekki frekar en formúlan fyrir „pí“ felur í sér skilning á eðli hringsins. En hana er hægt að nota sem verkfæri sem getur komið að ómetanlegu gagni. Til þess að hreinsa til í þeirri táknfræðilegu óreiðu, sem umlykur myndasöguna, og minnka umfang rannsóknanna með því að færa viðfangsefnið í nákvæmari brennipunkt. TUNGUMÁL MYNDASÖGUNNAR Hvorki myndi hvarfla að alvarlegum fræðimanni né gagnrýnanda að kveða upp ritdóm um skáldsögu eftir að hafa lesið nokkrar málsgreinar eða gagnrýna leikrit eftir að hafa séð tvö atriði í leikhúsi, samt sem áður er þetta viðtekin hefð þegar myndasögur eru gagnrýndar. Listgagnrýnendur hafa ekki sætt sig við þá réttmætu og einföldu staðreynd að myndasögur skulu dæmast í sínu eigin réttmæta samhengi. Með öðrum orðum, þekking á tungumáli myndasögunnar er nauðsynleg til að geta rætt af einhverju viti um hana. Flestir gagnrýnendur, sem ætla sér að fletta ofan af myndasögunni, fletta í raun ofan af eigin vanþekkingu. Jafnvel þegar hinn óupp- lýsti gagnrýnandi ætlar að fjalla um myndasöguna í einlægni er líklegt að hann reyni að meta textann og myndirnar hvort í sínu lagi, þótt það sem gerir myndasögur einstakar sé þessi blanda í eina skipulagða heild. Það sem myndasagan á að miðla okkur er afleiðing þess- arar gagnvirkni orðs og mynda; útkoman í heild en ekki aðalatriði einstakra efnisþátta hennar. Myndirnar og textinn styrkja (eða draga niður) hvort annað á margan hátt. Þegar handritið (söguþráður, aðstæð- ur, samtöl) er gott getur það haldið uppi viðunandi eða jafnvel slæmri myndskreytingu og á móti getur góð mynd- skreyting breitt yfir veilur í 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Gisp!

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.