Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 11
FJARÐARFRÉTTIR
11
Hér er Helga heima að Bakka með börn sín Málfríði, Snæbjörn og Jónas.
Systur hennar, Elísabet og Guðný eru einnig á myndinni.
Hugrenningar
Við áttum mjög marga og góða
vini. Og mikill fjöldi fólks sýndi
Bjarna vináttu og sóma við sérstök
tækifæri. Honum þótti vænt um
það. Og sérstaklega var hann og við
bæði þakklát þegar Hafnfirðingar
sýndu honum þann ntikla sóma og
virðingu að gera hann að heiðurs-
borgara Hafnarfjarðarkaupstaðar
á afmæli hans 8. mars 1968.
Fyrstu árin mín í Hafnarfirði var
mikið atvinnuleysi, en úr því rættist
1924, þegar Hellyersbræður hófu
útgerð snemma á því ári. Batnaði
þá hagur fólks. í fyrstu fannst mér
eins og ég væri gestur hér í bænum.
Þó voru allir mér góðir. Ég gat að
vísu ekki verið mikið út á við, var
bundin heimilinu. Umhverfið var
allt annað en fyrir vestan. Ég
minnist þess að mér fannst ekki
mikið til Esjunnar koma fyrst,
þegar ég leit hana augum, hún var
ekki rismikil í samanburði við tígul-
leik Vestfjarðafjallanna.
En tímarnir breytast. Um 1920
endurbyggði og stækkaði faðir
minn húsið að Bakka. Var það
myndarlegt timburhús upp á tvær
hæðir. Þetta hús hefur nú verið
rifið, einnig gamla húsið, sem
byggt var úr rekaviði. Ég sé eftir
þeim. E.t.v. hefur verið of dýrt að
halda þeim við og nýta þau. En það
er stundum nauðsynlegt að halda
tengslum við fyrri tíma. Kröfurnar
finnast mér oft of miklar, of mikill
hraði á öllu, það er eins og hlutina
eigi að grípa fljótt og fyrirhafnar-
lítið. En það er ekki endalaust hægt
að moka úr ríkissjóði eins og alltof
margir virðast halda. Þar verður að
fara með gát eins og ávallt. Ekki
held ég að það sé gott að fólk þurfi
að hætta að vinna of snemma
vegna aldurs ef það hefur heilsu til.
En ekki verður annað sagt en að
mikið er gert fyrir aldrað fólk nú á
tímum. Já og þá yngri. Ekki fékk
minn maður námslán eða styrki
umfram stuðning foreldra, þegar
hann var að læra, þess fjár varð að
afla á annan hátt.
Ég þarf ekki að kvarta. Á hafa
skipst skin og skúrir eins og gengur
og það eru áföll að sjá á eftir sínum
yfir móðuna miklu. En ég hefi ein-
göngu mætt góðu fólki á lífsleið-
inni og mér eru allir góðir og hjálp-
legir. Já ég hefi það ágætt, sagði
Helga að lokum.
Ég kvaddi Helgu og hér að
framan er aðeins drepið á brot af
því sem hún hafði frá að segja,
enda er hún bæði minnug og fróð
°8 fylgist mjög vel með því sem er
að gerast dagsdaglega.
Við erum ávallt í leiðinni
Allt í jólabaksturinn og hátíðarmatinn
Opið öll kvöld til 22
Kreditkortaþjónusta
Visakortaþjónusta
Opið um jól og nýár sem hér segir:
Þorláksmessa 9 - 22
Aöfangadagur 9 - 16
Annar í jólum 10 - 22
Gamlársdagur 9 - 16
Lokaö ájóladag og nýársdag
Verslunin ÁLFASKEIÐ
Álfaskeiði 115
Sími 52624
Laðernauðsynlegtfyrirtrompmiðaeigendurað kunna að
margfalda með 5. Trompmiðinn hefur nefnilega þá eiginleika,
að hann fimmfaldar alla vinninga, sem á hann falla. I vinningaskrá
HHI’84 stendurt.d. 9 vinningar á eina milljón. Sá sem á trompmiðann
afvinningsnúmerinu, hlýtur 5 milljónir í vinning- góð útkoma það!
Líttu við hjá umboðsmanninum og náðu þér í tromp.
VINNINGASKRA FYRIR
TROMPMIÐAEIGENDUR
1 @ 5.000.000 5.000.000
1 - 1.000.000 1.000.000
23 - 500.000 11.500.000
298 - 100.000 29.800.000
2.415 - 20.000 48.300.000
12.212 - 12.500 152.650.000
50 aukav. 75.000 3.750.000
15.000 252.000.000
í heyskap að Bakka í Hnífsdal.