Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 10

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 10
10 FJARÐARFRÉTTIR . „Ég óska Hafnfirðingum þess, að þeir geti eignast St. Jósefsspítala og rekið hann" — segir Helga Jónasdóttir, konan að baki lækninum, féiagsmála- manninum og heiðursborgaranum, Bjarna Snæbjörnssyni „Hjá Bjarna Snæbjörnssyni“. Þessara orða minnast margir eldri Hafnfirðingar, þegar þeir hringdu til læknis síns Bjarna Snæbjöms- sonar, stundum haldnir nokkrum óróleika vegna veikinda barna sinna eða annarra og vildu ná til læknisins hið allra fyrsta. Röddina að baki þessarra orða átti Helga Jónasdóttir kona Bjarna Snæ- björnssonar. Hún svaraði ávallt rólega en oft varð hún að segja: „Því miður læknirinn er ekki við“. En þar við var ekki látið sitja. Heldur var spurt hvað væri að og hvort ekki væri hægt að taka skila- boð og var það þegið. Létti fólki við hið hlýja viðmót Helgu og ekki brást að boðin kæmust til skila. Fjarðarfréttir hittu Helgu að máli og báðu hana um að segja nokkuð frá því, sem fyrir hana hafði borið á langri ævi. „Ég hefi ekkifrá miklu að segja,, var hennar fyrsta svar. Hún hefði haldið sig við heimilisstörfin, þar hefði sitt verksvið verið og nóg að gera og ávallt hefði hún látið sitja í fyrir- rúmi það sem nauðsynlegast var á hverjum tíma. Hún hefði alist upp við þau vinnubrögð og hún hefði því átt létt með að aðlagast þeim og fella sig inn í slíkt lífsmynstur. uppvaxtarár og heimahagar Helga Jónasdóttir er fædd 21. desember 1894, dóttir hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur og Jónasar Þorvarðssonar útvegsbónda og kaupmanns að Bakka í Hnífsdal. „Já ég ólst upp á mannmörgu heimili. Við vorum sjö systkinin fimm systur og tveir bræður. En það var fleira fólk á heimilinu, einkum var það á sumrin þá voru bæði kaupakonur og kaupamenn og svo var alltaf tekið eitthvað af unglingum, sem beðið var fyrir til sumardvalar. Búið var ekki stórt og erfiðleikar með túnræktina vegna vatnsaga undan fjallinu, sem bær- inn stóð undir og svo var jarðvegur grýttur. Mörg vor var búfræðingur ráðinn til þess að bæta túnið. En nauðsynlegt var talið að stunda sjó- inn jafnframt, enda aðstaða til þess góð“. Nám og starf Eins og títt var á þeim tíma fóru börnin strax að vinna og aldur leyfði. En hugsað var til mennta. Helga fór í unglingaskóla á ísa- firði, en þá var skólastjóri þar Bjarni Jónsson síðar dómkirkju- prestur í Reykjavík. Árið 1910 hélt Helga ásamt Elísabetu systur sinni til Reykjavíkur til náms í Kvenna- skólanum. Sjóleiðin var þá eini ferðamöguleikinn og var viðkoma á flestum höfnum svo að ferðalagið tók langan tíma. Helga hafði feng- ið það góða undirstöðumenntun og var það vel að sér að henni var ráð- lagt að setjast í 4. bekk Kvenna- skólans og lauk hún þaðan burt- fararprófi vorið 1911. IngibjörgH. Bjarnason var þá skólastjóri Kvennaskólans. Hún fylgdist mjög vel með nemendum, var nokkuð ströng en raungóð og virt af nem- endum sínum. Eftir námið í Kvennaskólanum tók Helga að sér að kenna börnum tveggja bræðra í Hnífsdal. Börnin voru mörg og á mismunandi aldri. Kennt var á heimili annars bróður- ins. Þessi kennsla var undirbúning- ur undir barnaskólanám, sem byrj- aði seinna þá en síðar varð. Öll Páll Daníelsson tók þetta viðtal við Helgu fyrir Fjarðarfréttir. Hér rabba þau saman eftir að hafa farið yfir handritið í sameiningu. vildu börnin vera með í skólanum og voru námfús. Það varð að láta hvern nemanda hafa verkefni við sitt hæfi. Sum gátu aðeins rissað á blað á meðan önnur skrifuðu, lásu eða skiluðu námsefni. Síðar réðist Helga til verslunar- starfa hjá Braunsverslun á ísafirði. Sami aðili rak verslun í Reykjavík og þangað var Helga látin fara til þess að fá þjálfun í innanbúðar- störfum áður en hún byrjaði störf á ísafirði. Vann hún i versluninni í þrjú ár. Árið 1917 réðist hún kennari við barnaskólann í Hnífsdal og kenndi þar einn vetur, síðan var hún kenn- ari næstu tvo vetur á ísafirði. Haustið 1920 hélt Helga til Kaup- mannahafnar til ársnáms við Kenn- araháskólann þar, en kennarar áttu möguleika á slíku framhaldsnámi. Kvennaskólaprófið veitti ekki kennararéttindi en með þessu fram- haldsnámi var úr því bætt. Að loknu prófi 1921 átti hún vísa kenn- arastöðu á ísafirði, en af því varð ekki að hún tæki þá stöðu. FlUSt tíl Hafnarfjardar Bjarni Snæbjörnsson læknir var þá sestur að í Hafnarfirði og hafði komið sér upp lækningastofu. Það var því mat þeirra að grundvöllur væri orðinn fyrir heimilisstofnun. En á þeim tíma var lítið um að fólk stofnaði heimili á meðan á námi stóð og án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir atvinnu. Þau Helga og Bjarni gengu í hjónaband 19. nóvember 1921 og fengu þá leigt í Akurgerði og þar voru þau í tvö ár. „Það var strax á áætlun að byggja hús, sem væri bæði til íbúðar og fyrir lækningastofu. Bjarni hafði keypt lóðina Kirkju- veg 5, þar sem áður stóð Oddsbær. Svæði þetta var þá óskipulagt og því nokkur vandi á höndum varð- Helga Jónasdóttir. ibúðarrýmið, sem minnkaði, því lækningastofan þurfti sitt rými. Rishæðin var ekki innréttuð strax svo að skipta varð hæðinni á milli íbúðar og lækningastofu. Hún samanstóð af biðstofu, áhalda- og aðgerðaherbergi og viðtals- herbergi. íbúðin var aftur á móti ekki rýmri en það að sofa varð í borðstofunni. í húsið var flutt 1923 en það var ekki fyrr en 1929, sem hægt var að flytja á efri hæðina, því hún hafði verið leigð út til þess að létta undir með afborganir af húsinu. í önn dagsins Það var ekki ákjósanlegt sambýli að hafa lækningastofuna við hlið sér. Þegar börnin stækkuðu þurfti að gæta þess vel, að læknirinn hefði vinnufrið og fólk yrði ekki fyrir óiiæði. Við þetta þurfti að búa í 25 ár eða þar til læknisstofan var flutt í húsið að Kirkjuvegi 4, sem Jónas sonur okkar byggði 1948-49. Eftir að St. Jósefsspítali tók til starfa var Bjarni þar á morgnana en andi bygginguna. Guðjón Samúels- son arkitekt teiknaði. En þá kom babb í bátinn. Húsið þótti of stórt. Bankinn vildi ekki lána út á svo stórt hús í Hafnarfirði. Varð nú að teikna húsið að nýju og smækka það. Hafði það mikil áhrif á Það var ekki vanþörf á að fá aukið húsrými, því þrengsli voru mikil, öll börnin, fimm, voru þá fædd og jafnan hafði ég stúlkur mér til hjálpar við neimilsistörfin og hugsa ég með hlýhug til þeirra allra segir Helga. Það var nóg að gera í sambandi við heimilisstörfin en auk þess þurfti að halda lækn- ingastofunni hreinni. Það voru mikil þægindi, að það var miðstöð í húsinu og mun það hafa verið eitt af fyrstu húsunum, sem byggð voru með slíkum þægindum og senni- lega hafa ekki margir kunnað til verka í sambandi við miðstöðvar- lagnir því fenginn var norskur maður til þess að fylgjast með uppsetningu. Þá má geta þess að faðir Bjarna, Snæbjörn, sem var steinsmiður, hjálpaði til við bygg- inguna og m.a. klappaði hann grjót, sem nota þurfti í tröppur og var það fengið uppi í Ásfjalli. Foreldrar Bjarna byggðu síðar hús ekki langt frá og fluttu til Hafnar- fjarðar og var notalegt að hafa þau í nágrenninu. Fjölskyldan talið frá vinstri: Snæbjörn, Bjarni, Fríða, Bjarni, Jónas, Helga og Kristjana.. Hér er Bjarni Snæbjörnsson, fyrsti yfirlæknir St. Jósefsspítala, með son sinn Jónas í fanginu, en Jónas er núverandi yfirlæknir spítalans. kl. 11 hafði hann viðtalstíma og stóð hann eins lengi og þurfti. Síðan voru vitjanir út í bæ og við- talstími aftur kl. 6, sem stundum stóð fram til kl. 8, og æði oft vitj- anir eftir það. Vinnudagurinn var því langur. Það varð því ekki hjá því komist að setja sér ákveðnar skorður. Lítill tími var til þess að stunda skemmt- anir, enda sjaldan farið út. Annað var mikilvægara. Og á meðan ekki voru teknar upp vaktir, sem læknar í bænum skiptu með sér, var ekki auðvelt að víkja sér frá, því að símanum þurfti að svara og taka skilaboð til læknisins. En oft gat verið óvíst hvenær Bjarni kæmi heim. Einkum var það þegar hann var sóttur suður með sjó. Fólk frétti af því og þá var setið fyrir honum og hann fenginn til þess að koma við. Var þá staðin vakt á bæjum, jafnvel uppi á hús- þökum, til þess að fylgjast með ferðum bílsins. Allt þetta tafði. Og þá var tíðum litið út um gluggann, því á ljósatíma sást þegar bíll kom yfir Hvaleyrarholtið og ekki var meira um bílferðir þá en það, að oft rættist sú von að það væri bíll Bjarna, sem til sást. En það þótti mér verst, þegar hann kom heim þreyttur eftir langt ferðalag að þurfa að flytja honum skilaboð um veikindi og hann þurfti að fara aftur út í vitjanir. En Bjarni hafði mikið vinnuúthald og ég held að það hafi oft gert gæfu- muninn, að hann ók ekki bílnum sjálfur heldur fékk mann til þess að aka. Gat hann þá slappað af á leið- inni. En innanbæjar notaði hann reiðhjól og stundum út fyrir bæinn líka“. Helga minntist þess hvað Bjarni var ánægður, þegar sjúkrahús St. Jósefssystra tók til starfa árið 1926. Var hér nánast um byltingu að ræða í aðstöðu til lækninga. Og hún sagðist óska Hafnfirðingum þess, að þeir gætu eignast sjúkra- húsið og rekið það. Starf systranna hefði verið ómetanlegt. „Læknastarfið var alla tíð númer eitt hjá Bjarna“ sagði Helga. „Þótt hann væri mikill félagsmálamaður og hann hefði áhuga á að leysa úr svo mörgum vanda samfélagsins, sem hann m.a. kynntist í læknisstarfinu, þá mat hann það miklu meira. Aldrei vildi hann neina viðhöfn í sambandi við það þótt hann bæri hærri hlut í kosningum. Ég minnist þess einu sinni, að ég var í Reykjavík og kom • á bifreiðastöð Steindórs til að fá bílfar, að þá var sagt við mig þú verður að flýta þér heim það er búið að kjósa Bjarna á þing.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.