Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 38

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 38
38 FJARÐARFRÉTT1R BENNI OG SKÚLI aldrei verkefnalausir í 30 ar í lágreistu húsi, sem ekki lætur mikið yfir sér, við Hjallahraun, er trésmíðaverkstæði Benna og Skúla hf. Þeir félagar heita reyndar Bein- teinn Sigurðsson og Skúli Bjarna- son og húsið er verkstæði þeirra. Fyrirtækið hélt nýlega upp á 30 ára afmæli sitt og fýsti okkur Fjarðar- fréttamenn að vita nánari deili á Benna og Skúla og fengum þá því til viðtals við okkur. Beinteinn er fæddur hér í Hafnarfirði og er því Gaflari í húð og hár, en Skúli er aftur á móti fæddur í Vestmannaeyjum en var öll sín uppvaxtarár í Stykkishólmi. Þar i Hólminum lauk hann námi í húsasmíði hjá Trésmiðju Stykkis- hólms. Beinteinn lærði hjá Dröfn hf. undir leiðsögn Gísla heitins Guðjónssonar. Við spurðum þá félaga h vort það vœri ekki stór stund hjá hverjum nema þegar kæmi að sveinsstykk- inu. Það er það vissulega, því þetta er viss mælikvarði á hvað maður getur. Hver voru nú sveinsstykkin ykkar? Mitt var stigi með handriða- stólpa eða sem kallað er á fagmáli ,,meill“, segir Benni. Mitt var þrisettur gluggi með lausum fögum. í Hólminum var oft efnis- skortur og sveinsstykkin voru oft- ast eitthvað sem mátti koma í pen- ing. Glugginn fór í hús sem tré- smiðjan var með í smíðum, segir Skúli. Hvernig hófst svo samstarfið? Það var fyrir tilstilli tveggja manna að þetta samstarf hófst. Það voru þeir Axel heitinn Kristjánsson í Rafha og Friðþjófur bróðir Benna. Og varð þetta strax hlutafélag? Nei, fyrst var þetta sameignar- félag en síðan breyttum við þessu í hlutafélag. Og hvert var núfyrsta verkefnið? Það var fyrir Guðvarð Elíasson. Við smíðuðum fyrir hann allar innréttingar og hurðir, bæði úti- og innihurðir. Verkefnin voru í þá tíð mun fjölbreyttari en í dag og ekki eins sérhæfð. Oft voru líka allar innréttingar smíðaðar á staðnum en ekki í einingum á verkstæðum eins og í dag. Finnst ykkur þessi sérhœfing vera af hinu góða? Þettaer eðlileg þróun. Það á ekki saman mótasmíði og innréttinga- smíði. En hver finnst ykkur vera mesta breytingin í ykkar starfi á þessum 30 árum? Það eru fyrst og fremst þær breytingar sem orðið hafa á smíða- efnunum. Fyrst voru þetta gabon- plötur þá hörplötur en í dag eru eingöngu notaðar spónaplötur sem eru alveg lúxusefni. Svo hafa gengið úr og I tísku ýmiss smíðaviður, ekki satt? Jú, svo sannarlega. Á tímabili sást ekki annað en tekk og mahoný. Einnig þótti ákaflega fínt að nota vengi, sem er mjög dökkur viður, nær svartur. Það efni vorum við ákaflega fegnir að losna við, því það var mesta óþverraefni að vinna og maður varð að baða sig eftir hvern vinnudag, því rykið úr þessu smaug alls staðar. í dag eru það ljósari viðartegundir sem ráða ríkjum og furan er mjög vinsæl. Hvað með gerð innréttinga? Það hefur líka breyst. Áður náðu allar innréttingar upp í loft en núna Benni og Skúli. er þetta breytt eins og menn geta séð í nýrri húsum. Það er miklu létt- ara yfir innréttingum í dag en áður var. Hefur innflutningur á innrétt- ingum haft mikil áhrif á starfsemi ykkar? Ekki verulega. Verkefnin hafa breyst. Áður en innflutningurinn hófst smíðuðum við mest eidhús og skápa. Nú eru verkefnin fjölbreytt- ari og meira um breytingar á eldri húsum. Það er skoðun okkar að innlend smíði standi hinni erlendu fyllilega á sporði, bæði hvað varðar verð, að maður tali nú ekki um gæði. Hafa alltaf verið næg verkefni hjá ykkur og allir verið ánœgðir með verk ykkar? Það hefur aldrei verið dauður tími hjá okkur í öll þessi 30 ár og það segir nú nokkra sögu. Við höfum haft það svona sem eins konar mottó gegnum árin ,,að betri sé ágreiningur út af verði en vinnu- brögðum“. Það er nefnilega alltaf hægt að ná samkomulagi um verð en það getur verið dýrt spaug að laga illa unnið verkefni. Nei, það hefur sko aldrei verið skortur á verkefnum og þess eru jafnvel dæmi að við höfum smíðað fyrir heilu fjölskyldurnar og jafnvel ættirnar. Hvað með breytingar á véla- kosti? Það var bylting hjá okkur þegar við fluttum í þetta húsnæði hérna árið 1967. Áður vorum við á Hverfisgötunni í húsi sem foreldrar Benna áttu, en nú í dag er Félags- heimili Framsóknarmanna. Þar vorum við bara með eina litla sambyggða vél, bandsög og gólfa- þvingur. Þegar þið flytjið hingaðfarið þið þá strax í allt húsið? Nei, ekki var það nú fyrr en 1975 og þá voru þetta samtals 360m2. Þar á undan vorum við í helmingi þess húsnæðis. Við stækkunina endurbættum við vélakostinn þannig að í dag erum við búnir öllum þeim vélum sem góð verk- stæði þurfa á að halda. Starfið þið enn af fullum krafti sjálfir íþessu? Vinntíminn hjá okkur er frá 7.30 -18.00 fimm daga vikunnar. Það er best að fylgja verkefnunum frá upphafi til enda. Það er það sem við viljum. Er eitthvert verkefni ykkur sér- staklega minnisstœtt? Hvert verkefni hefur sinn sjarma, en auðvitað hefur margt komið upp. Við vorum t.d. eitt sinn með talin skrifborð, skápa, stóla og fundarborð. Einnig smíðuðum við allar innréttingar í nýbyggingu Jósepsspítalans. En hvert var nú stærsta verk- efnið? Það var í Húsi Verslunarinnar, allt á 8. og 9. hæðinni, þar var arkitekt Pétur Lúther. Og í dag eruð þið fjórir sem starfið hér. Er nóg framundan? Við erum með verkefni langt fram á vetur, svo það er enginn skortur á verkefnum fremur en áður. Svona í lokin. Hafa þeir sem stunda svona langan vinnudag nokkrar frístundir? að smíða innréttingu eftir þekktan arkitekt. Kaupandinn var sérstak- lega ákveðinn náungi og konan hans jafnvel ennþá ákveðnari. Þegar kom að því að verkefninu var lokið hér á verkstæðinu vildi eig- andinn fá úr því skorið hvort verkið væri gott og kallaði því til arkitekt- inn. Kom hann og leit á verkið og dæmdi það svo, að þetta væri best unna verkefnið sem hann hefði teiknað. Það er auðvitað gaman að fá slík lof. Hvað um verkefni hér í Hafnar- firði? Við smíðuðum á sínum tíma allar innréttingar í Bæjarútgerðina. Þar „Ég var nú lengst af í Lúðrasveit- inni spilaði þar á trompet, en er nú hættur þar og læt mér nægja að starfa í Kiwanis“ segir Benni. En Skúli segist líka vera blásari. Hans hljóðfæri er horn og hann hefur spilað í Lúðrasveitinni frá því 1944. Fyrst í Stykkishólmi, en síðan hér í Firðinum. Sem sagt í nær 40 ár. Svo tók hann líka skíðabakteríuna um leið og börnin hans og bregður sér á skíði þegar tækifæri gefast. Fjarðarfréttir óska þeim félög- um alls hins besta á 30 ára starfs- afmælinu og einnig um ókomna framtíð. AMS SERVERSLUNINIHAFNARFIRÐI MEÐ LJÓSMYNÐAVÖRUR iVÍKURVEGI 64 HAFNARFIRÐI - SÍMI 54710

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.