Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 12

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 12
12 FJAROARFRÉTTIR Fréttir frá Flensborgara Hanna Björk Guðjóns- dóttir er nemandi á málabraut í Flensborg- arskóla. Hanna sendi Fjarðarfréttum þessa fréttamola og önnur til- skrif og kann blaðið henni bestu þakkir fyrir. Busavígsla — Manndómsvígsla Eitt fyrsta verk Flensborgara á hverju hausti er að undirbúa busa- vígsluna margfrægu. Það er sam- dóma álit allra á hverju hausti, að aldrei hafi busagreyin verið aumari en einmitt þá. Það álit breyttist ekkert síðustu önn. Busarnir voru teknir „silki- hönskum“ enda flestir viðkvæmir og reynslulausir krakkar í „lífsins ólgusjó“. En eitthvað varð við þá að gera. Þeir gátu ómögulega verið svona eins og þeir voru! Og dag einn stóð karið tilbúið, fullt af vatni og ýmsum öðrum ferskum og næringarríkum efnum, tilbúið að taka við busagreyjunum og skola af þeim síðustu leifar barnæskunnar. Allt gekk eins og í sögu og upp stóð hið myndarleg- asta fólk. SMÁSAGA Úti var niðamyrkur og allt var hljótt — eða næstum því. Lítill boginn maður staulaðist eftir göt- unni. Hann tuldraði eitthvað óskiljanlegt fyrir munni sér. Gamli frakkinn sem hann íklæddist, svona til þess að vera í frakka, því hann var ekki til annars nýtur, hékk utan á honum eins og óvelkominn aðskotahlutur — allt of stór. Það var ekki lengur dimmt. Sólin gerði heiðarlega tilraun til þess að vekja mannabörnin. Það tókst ekki sem skyldi. Aðeins einn hleri skall upp að veggnum frá glugganum. Kaupmaðurinn á horninu varð að vera til þjónustu reiðubúinn þegar syfjaðar mannverur litu inn á leið til vinnu sinnar. Að vísu urðu aldrei nein stórviðskipti í þessum tilfell- um, en þetta var þjónusta. Já, enginn gat kvartað yfir því að hann stæði sig ekki í stykkinu. Það var ef til vill örlítið dýrara hjá honum, en hafði verið hjá Hansa hérna á undan, en hvað um það. Ekki lagði hann það í vana sinn að drekka sig fullan á hverju kvöldi og vera síðan að sofa úr sér löngu eftir að almennilegir menn voru komnir á fætur. Dagurinn líður eins og alltaf. Hann hefur ekki ennþá tekið upp á því að hætta að líða. Hann er óskeikull. Maður veit alltaf, að hann birtist eins og ekkert hafi í skorist. En hann veit aldrei hvað á sér stað þegar hann er fjarstaddur. Hann liggur við húsdyrnar. Guð minn góður, heyrist einhver hrópa. Aumingja maðurinn. Hann hefur ekki komist lengra blessaður. Búðinni var lokað. í blöðunum var margt fallegt um manninn sagt eins og títt er um þá látnu. En hann gleymdist með tímanum eins og tré, sem börnin léku sér í — tréð sem blómstraði á vorin. En þegar það hafði legið lengur en athygli manns fær numið staðar, gleyma menn því. Hann gekk hratt og örugglega. Það lýsti birtu af andliti mannsins, sem var á leið heim. Hann hafði verið óralengi í burtu og var breytt- ur maður. Hann var á leið heim, þar sem von hans átti að springa út og verða að hamingjunni. Hann fann það, að hann yrði sáttur við tilveruna og myndi meira að segja njóta hennar. Hann hrasaði næst- um um trjábol og horfði svolítið ringlaður á hann og minntist þess, þegar þarna stóð fallegt gyllt blómstrandi tré. Trjábolurinn hafði allur rýrnað. En það var bara gott. Jarðvegurinn hafði tekið alla þessa umfram næringu til sín, handa öðrum trjám sem myndu vaxa. Maðurinn hoppaði léttilega yfir trjábolinn og hélt áfram. Fuglarnir héldu áfram að syngja ástarsöng til sólarinnar eins og ekkert hefði í skorist. Á síðustu önn var frumsýnt, á vegum leiklistarklúbbs Flensborg- arskóla, leikritið „Betri er þjófur í húsi en snuðra á þræði“, eftir Dario Fo. Frumsýningin var 15. október og urðu sýningarnar alls 8. 12 manns tóku þátt í sýningunni, leikstýrt af Þresti Guðbjartssyni. Leiksýningarnar tókust með ágætum og var vel tekið. Gagn- rýnendur gáfu því góða dóma. En leikendur söknuðu sáran bæjarbúa, sem því miðursóttu sýn- inguna ekki sem skyldi. Uppfærsla leikrits í Flensborg er einn þeirra viðburða innan skólans sem einnig er ætlaður fólki utan hans. Von- andi verður breyting á aðsókninni eftir mánaðarmótin, en þá er ætlunin að setja upp annað leikrit. Fyrir valinu verður líklega Shakespeare — leikritið „Þrett- ándakvöld". Betri er þjóf ur í húsi en snurða á þræði Gunnar Ólafsson og Hrönn Hákanson Leikstjórinn Þröstur Guðbjartsson í hópi leikenda. _j |_) y_) 1_| !_| 1_) lj _| —1_|—1_| _ _| | 1 , 1 | 1_, 1_, *■ ^ *'||-| - ** * ■ ~ ■— *** ““ ~ ^ Ljóð eftir Áslaugu Cunnarsdóttur UMHVERFIÐ Ég horfi á sjálfa mig í gegnum þokuna. Ég er óskýr en samt er hægt að skilgreina mig. Ég þarfnast bjartara umhverfis svo að ég sjáist Ég gæti þá vinkað þér í gegnum þokuna og átt von á því að ég sjáist í réttu ljósi og í minni eigin persónu Ég er að leita að mér. BLOMIÐ Fölnað deyjandi blóm í glugganum mínum, — ég hrekk við og flýti mér inn í eldhús og sæki vatn. Sjáðu muninn í einni lífveru, þetta var eins og manneskja á dauðastund í eyðimörk. Ég horfi á það teygja sig í birtuna og að sólinni og það var eins og svipur þess sýndi bros út í annað munnvikið. RYKIÐ Einmana ryk Þreytt ryk flýgur um vaknar við það loftið. að hönd Biður um ' sveiflar dvalarstað með klút um nótt. og púss Skríður hljóðlega inn glugga hjá fínu fólki. Þreytt ryk festir svefn á skáp. ég er horfin.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.