Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 30

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 30
30 fjarðarfréttir Að tjaldabaki hjá Leikfélagí Hafnarfjarðar Það er milt nóvemberkvöld og þokuslæða eykur á skammdegis- myrkrið, þegar Fjarðarfréttamenn renna í hlaðið á GAFL-INN, sem um tíma í haust þjónaði sem enskur ,,pöbb“, meðan sýningar stóðu yfir á honum Jörundi hundadaga- kóngi. Við höfum mælt okkur mót við félaga úr Leikfélagi Hafnar- fjarðar, sem einmitt er að Ijúka við að sýna „Þið munið hann Jörund“ í 18. og síðasta skipti. Þessi sýning var að því leyti óvenjuleg, að hún var öll tekin upp á myndband og einungis boðsgestir meðal áhorf- enda. Þannig hefur tækni nútímans gert kleift að varðveita sérstæða og eftirminnilega. uppfærslu á „böndum“ sögunnar. Sýningunni er að ljúka þegar við berjum að dyrum og á móti okkur hljóma lófaklapp og fagnaðarlæti. Þegar inn er komið blasa við í sundurleitum hópi: leikarar í fullum skrúða, áhorfendur, aðstandendur sýningarinnar og upptökufólk. Allir eru brosleitir, nokkrir faðmast, margir tala hátt hver upp í annan og sumir taka lagið. Sem sagt; ólýsanleg stemmning, sem einungis getur skapast þegar skyndilega hefur slaknað á spennunni að afloknu vel heppnuðu verkefni, sem reynt hefur til hins ítrasta á taugakerfið. Við ætlum að byrja á því að fá myndir af leikhópnum, en það er meiriháttar mál að finna alla leikar- ana í skaranum á gólfinu og stilla þeim upp til myndatöku uppi við sviðið. Það tekst þó að lokum með góðra manna hjálp og ekki þarf að eyða tíma í að fá fyrirsæturnar til að brosa sínu blíðasta. Meðan ljós myndavélarinnar leiftra, tekur hópurinn lagið um kónginn sem ríkti með sóma og sann eitt sumar á landinu bláa. Sumir gera sér leik að því að fara dálítið út af laginu og njóta þess að vera ábyrgðarlausir þegar spennu síðustu vikna er aflétt og óheftar tilfinningar fá nú útrás. í þessu andrúmslofti er allt fyndið og hópurinn riðlast i sameiginlegu hláturkasti. „Nú þarf að taka saman. Allir verða að hjálpast að.“ Röddin sem kallar þetta yfirgnæfir gleðilætin og fólkið, sem greinilega er vant því að hlýða yfirboðurum sínum, fer óðara að taka til hendinni. Þótt allt sé á rúi og stúi tekst okkur með lagni að króa af for- mann Leikfélags Hafnarfjarðar, Lárus Vilhjálmsson og Hlynur Helgason léku Alexander Jones og Stúdiósus. leikari, leikstjóri og leikritahöf- undur, og við spyrjum hana fyrst hvernig henni hafi líkað að stjórna þessu unga og fjörmikla áhuga- fólki. „Þetta hefur verið gasalega skemmtilegt og ég hef notið þess að starfa með þessum samhenta hóp. Andrúmsloftið hefur verið hressi- legt og áhuginn og ánægjan setið í fyrirrúmi“ Er ekki erfitt að setja upp leikrit með lítt reyndum leikurum? „Það er vitanlega aldrei hægt að gera sömu kröfur til áhugaleikara og þeirra sem hafa atvinnu af Ieik- list, en samt er ótrúlega miklu hægt að ná út úr fólki eins og þessum ungu leikurum ykkar. Það kom mér til dæmis á óvart hve þau héldu sýningunni vel, eins og við orð'um það. Oft vill það nefnilega brenna við, jafnvel hjá atvinnuleikhús- unum, að eftir fyrstu sýningar grípi um sig kæruleysi og að sýningar losni úr böndunum. En hjá þessum hóp gerðist slíkt aldrei og ber það vott um mikinn sjálfsaga.“ Jóhann Moráwek, útsetjari tónlistarinnar í Jörundi og félagi í söngtríóinu. Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar. Ragnhildi Jónsdóttur, og fá hana til að svara örfáum spurningum. Við forvitnumst fyrst um hvernig sýningarnar á Jörundi hafi gengið. „Við erum mjög ánægð með undirtektirnar og vonum að með Jörundi hafi okkur tekist að vekja athygli á Leikfélaginu okkar og að bæjarbúum sé nú ljóst að þetta nýendurreista félag er óðum að slíta barrisskónum. Við fengum fullt hús á svo til hverja sýningu og hefðum örugglega fengið góða að- sókn áfram ef við hefðum ekki orðið að hætta.“ Hvers vegna hættið þið þá núna? „Við erum áhugafólk og uppi- staða hópsins eru skólanemendur, sem verða nú að fá að snúa sér óskiptir að náminu. Jólaprófin eru framundan og sumir eru farnir að tala um fallhættu. Þetta hefur verið stanslaus vinna frá því að æfingar hófust í byrjun september og kom- inn tími til að fá smáhvíld.“ Hvað er hópurinn stór? „Það komu um 20 manns fram í sýningunni, en samtals erum við rúmlega 30. Þetta er mjög samstillt- ur hópur og allir hjálpuðust meira og minna að við gerð búninga, leik- muna, leikskrár og þess háttar.“ Hver eru framtíðaráform Leik- félags Hafnarfjarðar? „Við erum öll full bjartsýni á framtíðina. Það er ákveðið að taka annað verkefni til sýningar seinna í vetur. Til þess að leikstýra því höfum við fengið ágætan mann, en eigum eftir að ákveða endanlega hvaða leikrit verður valið. Þá höfum við sótt um að fá Bæjarbíó Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri. var sérlega gott og í því sambandi á Jón Pálsson miklar þakkir skildar.“ Við hellum yfir Þórunni þökkum og hamingjuóskum og förum nú að svipast um eftir leikurunum. Þeir hafa nú skipt um föt og eru að hamast við að taka saman leiktjöld og leikmuni og því ekki hlaupið að því að ná tali af þeim. Okkur tekst þó að góma Kristínu Gestsdóttur, þar sem hún stendur á miðju gólfi og sýnir samúðarfullum félaga Leikhópurinn í „Þið munið hann Jörund“ tekur lagið. Hvernig fannst þér að glíma við Jörund? „Mér fannst það mjög gaman. Jónasi Árnasyni tekst mjög vel upp þegar hann blandar saman skop- legum texta og hressilegum söngv- um og þetta verk hentaði Leikfélagi Hafnarfjarðar mjög vel, sem hefur innan sinna raða margt ágætt söng- og tónlistarfólk. í Jörundi er boðið upp á ýmsa möguleika í uppfærslu sem við nýttum okkur m.a. með húsnæðið í huga. Einnig gáfu nýjar og skemmtilegar útsetningar Jóhanns Moráwek á tónlistinni þessari sýningu hressan blæ og frábrugðinn því sem áður hefur tíðkast.“ Hvernig reyndist Gafl-inn sem leikhús? „Þótt ótrúlegt megi virðast þá var leikritið valið áður en við fengum þetta húsnæði til afnota, en ég er viss um að fyrir leikrit eins og „Þið munið hann Jörund“ er það sérstaklega hentugt. Hér tókst að skapa þessa þægilegu krár- stemmningu sem er verkinu svo nauðsynleg. Þetta hefði ekki heppnast svona vel í venjulegu leik- húsi. Þá má ekki gleyma að geta þess að samstarf við húsráðendur til afnota í framtíðinni og fyrir skömmu fengum við jákvæð svör frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar, og bráðlega hefjast samningavið- ræður um afnot af húsinu. Ef það mál fær farsælan endi er um að ræða merkan áfanga varðandi framtíð Leikfélagsins.“ Við þökkum Ragnhildi fyrir spjallið og hóum næst í Þórunni Sigurðardóttur, sem leikstýrði Jörundi. Þórunn er öllum hnútum kunnug í leikhúsinu, sem atvinnu-

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.