Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 28

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 28
28 FJARÐARFRÉTTIR Úr fórum Byggðasafns Hafnarfjarðar Við gengum á fund Magnúsar Jónssonar, minjavarðar og umsjónarmanns húss Bjarna Sivertsen og fengum að fletta nokkr- um möppum sem geyma myndir frá ýmsum tímum úr sögu Hafnar- fjarðar. Það er ekki komið að tómum kofanum hjá Magnúsi og reyndar með ólíkindum hve honum og fyrirrennara hans, Gísla Sigurðssyni, hefur tekist að grafa upp og halda til haga af ýmsum upplýsingum sem samviskusamlega eru skráðar við aragrúa mynda sem varða fjölmarga þætti í bæjarlífinu. Fundið hefur verið að því að ekki væri gert mikið til að laða gesti og gangandi að elsta og að mörgu leyti athyglisverðasta húsi bæjar- ins, Húsi Bjarna riddara Sivertsen. Þar hafa að vísu verið sýningar og veitingar, en sjaldan hefur það verið, enda skiptar skoðanir um hve mikið á að gera af þessháttar, án þess að húsið fari fljótlega að láta á sjá að innan. Ekki er það heldur svo að skilja, að húsið sé algjörlega lokað. Þar hefur minjavörður dvalist og verið til viðtals flesta virka daga og auk skrásetningar safngripa hefur hann eins og fyrr segir komið myndum fyrir í möppur og skrifað fræðandi texta með þeim. Ekki er þó beinlínis ætlunin að leyfa sífellda flettingu í þessum möppum og því síður hinar öfgarnar, að enginn kynnist innihaldi þeirra. Hér eins og víðar er meðalvegurinn heppilegastur og ætlunin er að fara hann þannig, að Hafnfirðingar fái þetta í skömmtum í blöðum sínum. Fjarðarfréttir vilja færa Magnúsi Jónssyni, minjaverði, þakkir fyrir alla aðstoðina og vona að lesendur blaðsins hafi gaman af myndbrotum þessum. Hljómsveitin Kátir piltar sem lék fyrir dansi víða um land á árunum 1945- 50. Talið frá vinstri Friðleifur E. Guðmundsson, Einar Sigurjónsson, Stefán Þorleifsson og Friðþjófur Sigurðsson. Þessi mynd er tekin í barnaskóla St. Jósefssystra 1956. Kennararnir með börnunum eru: systir Monika, systir Lioba, skólastjóri og Sigurlaug Björnsdóttir. Þegar Kristján Gamalíelsson vann á Nýju bílstöðinni, 1957-1959, var þar oft tekið lagið. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Ólafur Vilhjálmsson, Kristinn Jónsson, Bjarni Björnsson, Kristján Gamalíelson, Marinó Þorbjörnsson, Þórður Björgvin Þórðarson, Jón Gestsson, Ingvar ívarsson, Hallgrímur Árnason og Magnús Kristinsson. Frá skákmóti í Hafnarfirði 1953. Fremri röð f.v. Ásmundur Ásgeirsson, Einar Mathiesen, Sigurður T. Sigurðsson og Eggert Gilfer. Aftari röð f.v. Aðalsteinn Knudsen, Jón Kristjánsson, Ólafur Sigurðsson, Árni Grétar Finnsson, Þórir Sæmundsson, Sigurgeir Gíslason og Trausti Þórðarson. Þessi mynd og hin til hliðar eru teknar yfir bæinn frá Fríkirkjuhólnum. Sennilega eru þær teknar rétt eftir 1930. Grimuball hjá Haukum í Sjálfstæðishúsinu um 1944. Parið fremst til vinstri eru þau Margrét Pétursdóttir og Sigmar Guðmundsson og á milli þeirra sést Þorvarður Þorvarðarson. Hitt dansparið er Höskuldur Skagfjörð og Herdís Þorvaldsdóttir, og fjær þekkjast t.d. Marteinn Marteinsson og Friðþjófur Sigurðsson.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.