Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 43

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 43
FJARÐARFRÉTTIR 43 Hér er Böðvar við afgreiðslu 1. des. sl. Búðin er fuli af blómurn í tilefni dagsins, en það var einmitt 1. des. fyrir 40 árum sem Böðvar hóf bóksölu. „Haldið þið að ég hafi ekki fengið drápu frá Eiríki Pálssyni í dag. Þar lýsir hann mér sem gjörvulegu glæsimenni“. Böðvar skeilihlær og sýnir okkur drápu Eiríks. Það voru ekki alltaf háar upp- hæðir sem komu í kassann yfir dag- inn. Ég man að barnabækur kost- uðu á þessum fyrstu árum mínum þetta 10-12 krónur og „fullorðins“ bækur 30-35 krónur. í mörg ár flutti ég sjálfur inn Ijósmyndavörur ýmiss konar og einnig lét ég þýða barnabækur hér heima og síðan voru þær prentaðar úti. Þetta gekk vel þar til gengið fór að breytast það ört að það sem kom inn fyrir bækurnar eitt árið nægði hvergi fyrir hærri prentkostnaði þegar átti að fara í næstu prentun. Frá þessum útgáfuárum er mér mjög minnisstætt er ég gaf út bók- ina Sigurður Fáfnisbani. Hún varð nokkuð dýr og ég var smeykur urn að hún seldist ekki nægilega vel. Það var verið að sýna mynd með sama nafni í Laugarásbíói. Sjón- varpið hafði þá nýverið hafið göngu sína og greip ég til þess ráðs að fá bút úr kvikmyndinni og lét síðan gera auglýsingakvikmynd sem sýnd var nokkrum sinnum í sjónvarpinu. Ég man að fyrsta birting var 10. desember. Bækurn- ar höfðu þá legið í nokkrum versl- unum og lítið selst. En svo brá við að eftir auglýsinguna seldist bókin nálega upp fyrir jólin. Þetta mun líklega vera ein fyrsta auglýsingin um bækur sem birtist í sjónvarp- inu. Síðustu ár hefur verslun í landinu gengið nokkuð vel en í dag er þyngra undir fótinn. Með skertri kaupgetu almennings fer ekki hjá því að verslanir verða áþreifanlega varar við að peningar eru af skorn- um skammti. En það hefur áður komið kreppa og vonandi „hressist Gudda“ áður en langt um líður. Ég hef alltaf verið mjög heppinn með starfsfólk í öll þessi ár. Það er orðið þó nokkuð margt á þessu 40 ára tímabili og sumt hefur unnið hjá mér í fjölda ára. Minnisstæðir kaupmenn Þeir settu svip sinn á bæinn ýmsir „kollegar“ mínir í kaupmanna- stéttinni. í næsta nágrenni við mig voru þeir Jón Matthiesen og Ólafur H. Jónsson. Oft var skroppið til þeirra þegar lítið var að gera og rætt um daginn og veginn. Það lék alltaf hressandi blær um þessa menn. Ég man eftir því að eitt sinn er ég hafði skroppið yfir til Óla H. þá kom viðskiptavinur og bað um eina Blöndalskarmellu. Um leið og Óli afhenti það sem um var beðið og hafði tekið við greiðslunni, heil- um 5 aurum, bukkaði hann sig næstum niður að gólfi og sagði hátíðlega: „Alúðarfyllstu þakkir fyrir viðskiptin“. Menn kunnu sig í þá daga. Ólafur Runólfsson rak matvöru- verslun þar sem Sóley er nú og svo var Gísli Gunnarsson með verslun sína í Suðurbænum á svipuðum stað og Guðlaugur Þórðarson er með verslun í dag. Víða komið við Á mínum yngri árum hafði ég mjög gaman af fótbolta og hand- bolta. Ég var í Haukum og lék á kantinum, var ögn léttari á mér en núna. Ég man eftir mörgum ágætum samherjum frá þeirri tíð, t.d. Kalla Auðuns, Bjarna Sveins og Sibba Þórðar svo einhverjir séu nefndir. I handboltanum man ég eftir að við kepptum við lið Hallsteins Hinrikssonar sem nefndist Þjálfi. Mig minnir að leikurinn endaði með jafntefli. Það urðu nokkrar deilur í leiknum, því mörkin voru aðeins tvær spýtur með trolltvinna á milli. Deilurnar gátu orðið heitar um það hvort boltinn hefði farið undir eða ofan við trollgarnið. Ég æfði badminton í nokkur ár. Ég var kominn undir fertugt þegar ég fékk áhuga á þeirri grein. Þarna voru með mér ágætir félagar sem gaman var að vera með. Ég lék oft með Jóni Árnasyni, sem síðar varð Islandsmeistari í þessari íþrótt. Ekki vil ég þó um það fullyrða að það hafi verið vegna þess að hann æfði með mér! í þessum hópi voru einnig þeir Árni Þorvaldar, Jón Pálma, Óskar Halldórsson, Villi rakari, Ágúst Helgason og fleiri ágætir menn. Þetta fannst mér mjög skemmti- legur tími. Um svipað leyti fer ég að stunda hestamennsku. Ég hef átt þar góðar stundir og margs að minnast bæði í sambandi við menn og hesta, þó ekki sé farið út í þá sálma að þessu sinni. Frá stofnun Félags óháðra borg- ara hef ég tekið þátt í félagsstarf- inu. Ég á margar góðar minningar frá fundum og ferðum á vegum félagsins. Árlega hefur verið farið í ferða- lag, eins eða tveggja daga ferðir, og þátttakan hefur verið vel yfir hundrað manns í hverri ferð. Árni Gunnlaugsson hefur skipulagt allar þessar ferðir og gert það af hreinni snilld og veit ég að ferðafélagar mínir úr þessum ferðum taka undir það. Ekki veit ég hvernig Árni hefur farið að því að ná sambandi við veðurguðina, en alltaf hefur veðrið leikið við okkur í þessum ferðum þó aftakaveður sé annars- staðar á landinu, jafnvel í næsta nágrenni. Ég hef alltaf haft gaman af því að taka lagið í góðra vina hópi. Ég var nokkur ár í Þröstum og nú er ég í Kór Víðistaðasóknar. Það var nú ekki slæm auglýsing fyrir búðina þegar einn af yngri kynslóðinni, sem var með foreldrum sínum í messu sagði stundarhátt: „Mamma, mamma, sérðu. Bókabúð Böðvars er að syngja“. Kórinn er nálægt 30 manns, allt prýðisfólk. Þetta hefur verið nokkuð strangur timi hjá okkur og mikið að gera fyrir jólin. Þarna er æft í bland kirkjuleg músík, klass- isk verk og lög af léttara taginu. Kórinn hefur safnað í sarpinn tölu- verðu efni og ég er ekki viss um að margir kórar geti státað af því að hafa sungið alla þjóðsöngva Norðurlanda á móðurmáli við- komandi lands, meira að segja á finnsku! Ég má til með að minnast á það að fyrir nokkrum árum safnaði Árni Gunnlaugsson nokkrum fé- lögum saman og við sungum á nokkrum stofnunum í bænum. Árni er afar áhugasamur um söng og hefur reyndar samið mörg bráð- falleg lög. Þegar hann kemur til min í búðina þá geta menn alveg eins búist við því að stofnaður sé dúett, kvartett eða jafnvel heill kór og lagið tekið á staðnum. Hér látum við staðar numið að sinni. Ekki er það af því að ekki sé nógu af að taka. Þær eru margar sögurnar frá Böðvari sem ekki eru skráðar hér, þær fara best, sagðar af honum sjálfum. Fjarðarfréttir þakka fyrir spjallið og við tökum undir með viðskiptavininum sem við mættum í dyrunum í Böðvars- búð: „Hann er alltaf svo hress hann Böðvar.“ Eitt af áhugamáium Böðvars er söngurinn. Hér er hann ásamt félögum í kór Víðistaðasóknar. Ódýr alvöru dagbók Heil vika í opnu í hraöa nútímans er nauösynlegt aö hafa reglu á hlutunum. Viöskiptadagbókin auðveldar þér aö skipuleggja hvern dag ársins. Einnig fáanleg vasadagbók í stíl viö þá stóru. Fást í næstu hókahúð Reykjavíkurvegi 50 sími 54110 Doullon Gjafavörur í úrvali: Straufríir dúkar, íslenskar, spánskarog enskar styttur íslenskar leirvörur Franskt og finnskt matarstell Glervörur frá ARABIA og HOLME GAARD sunweave HOLME GAARD HUTSCHENREUTHER GERMANY Sérarein okkar er Við erum ekki stórir, en þekktir fyrir vandaða vinnu og hagkvæm verð. Hafðu sambancT vio ?erum tilboð og veitum þér allar frekari upplýsingar um glugga- og hurða- smíði. GLUGGA-OG HURÐASMIÐJA SIGURÐAR BJARNASONAR Dalshrauni 17, HafnarfirÖi, sími-53284.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.