Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 22
22
FJARÐARFRÉTTIR
FHákarlar bregða á leik
yVVW
vVvVV'
\>xx> : Vvvwv
\>yVywCw
FHákarlar. Aftari röð (f.v.): Björn Eysteinsson, Ómar Karlsson, Jón V. Hinriksson, Ingvar Viktorsson,
Albert Eymundsson og Halldór Fannar. Fremri röð (f.v.): Dýri Guðmundsson, Helgi Ragnarsson, Jón
Már Björgvinsson og Pálmi Sveinbjörnsson.
Á síðustu árum hefur það færst í
vöxt að fólk stundi líkamsrækt og
ýmsar greinar sér til andlegrar og
líkamlegrar uplyftingar, en ekki
með keppni í huga. Algengt er að
kunningjar eða starfshópar taki sig
saman og leigi tíma í íþróttasal
vikulega eða oftar. í Þrekmiðstöð-
inni hittum við nýlega einn slíkan
hóp. Þeir kalla sig FHákarla og eru
sagðir sérlega hressir og áhugasam-
ir. Allir eiga þeir sameiginlegt að
hafa keppt með FH í knattspyrnu.
Samt neita þeir harðlega að nafn
félagsskaparins eigi eitthvað skylt
við FH. F-ið á undan Hákarlar
tákni t.d. ekki alltaf það sama,
stundum þýðir það frægir, einstaka
sinnum fúlir, en oftast fyndnir.
Þessi hressi hópur hittist reglu-
lega einu sinni í viku í Þrekmið-
stöðinni og bregður sér þá vitanlega
í fótbolta. Þegar okkur bar að garði
var sparkið byrjað, skipt hafði
verið í Iið og keppt af mikilli hörku.
Við fylgjumst með um stund, en í
örstuttu leikhléi fáum við þó að
smella mynd af köppunum. Síðan
er keppni haldið áfram og þegar
yfir lýkur stendur lið Helga
Ragnarssonar uppi sem sigur-
vegari. Með honum voru að þessu
sinni tannlæknarnir Jón Már
Björgvinsson og Halldór Fannar.
Var haft á orði að þeir hefðu dregið
tennurnar úr andstæðingunum að
þessu sinni. Sigurvegararnir fagna
ákaft, en aðrir eru fálátir mjög. Að
keppninni lokinni er dregin fram
bók ein mikil og úrslit dagsins
skráð nákvæmlega í hana. Þegar
Halldór Fannar, ritari hefur lokið
skrásetningu gengur bókin á milli
og nokkrir úr hópnum gera skrif-
Iegar athugasemdir, enda mun
ritari hafa verið hlutdrægur í
skrifum sínum. Gamanið endar svo
úti í heita pottinum þar sem
slappað er af og rabbað saman í
léttum dúr. Við sláumst í hópinn og
fylgjumst með nokkrum laufléttum
kímnisögum, sem þeir félagar hafa
ávallt á hraðbergi. Reyndar sér
hinn óopinberi forsvarsmaður
FHákarla, Helgi Ragnarsson, um
að skrásetja þá brandara sem fjúka
í sérstaka bók sem nefnist Hákarla-
grín.
Við laumum inn nokkrum spurn-
ingum um félagsskapinn og fáum
samstundis greið svör. FHákarlar
eru nú að halda upp á ársafmæli
sitt, stofndagur félagsins var 16.
des. 1982. Á íþróttasviðinu létu
FHákarlar mikið að sér kveða á
árinu. Þeir tóku m.a. þátt í firma-
keppni og náðu þar 3. sæti af 60 og
voru eina liðið þar sem allir voru
yfir þrítugu. Auk íþróttanna hefur
félagið gengist fyrir þorrablóti,
veiðitúr, ýmsum skoðunarferðum
um höfuðborgarsvæðið (einkum á
Iaugardagskvöldum), auk margra
merkilegra funda. í framtíðinni
hyggja félagsmenn á utanlands-
ferðir og leggja í ferðasjóð ákveðna
upphæð mánaðarlega, sem dregin
er af mjólkurpeningunum heimila
þeirra. Hver félagsmaður hefur
sérstakt embætti og sérstaka nafn-
bót sem sem hæfir verkefninu. Til
dæmis sér Helgi um að boða hóp-
inn saman og nefnist því Boði, og
Jón Hinriksson er kallaður Froði,
þar sem hann leggur til sjampóið.
Að sögn þeirra félaga er þetta
mjög góður og samheldinn hópur,
sem marga fýsir að komast í, en því
miður urðu þeir að loka félaginu
þegar þeir voru orðnir 10. Það er sá
hámarksfjöldi sem upphaflega var
reiknað með og óskráð lög segja til
um, skýrum stöfum.
Áður en við kveðjum þá
FHákarla semjum við um að fá að
kíkja í bókina ,,HákarIagrín“ og
birta úr henni nokkrar kímnisögur.
Hákarlagrín
Tveir vinir vöndu komur
sínar á krá eina, þar sem þeir
fengu sér á hverju kvöldi sama
skammtinn: tvöfaldan whisky
og hálfpott af bjór. Þegar annar
þeirra var kvaddur í herinn tók
hann það loforð af vini sínum
að hann héldi áfram að sækja
krána og drykki auk þess sinn
skammt. Vinurinn hélt toforðið
og í mánuð hvolfdi hann í sig
fjórföldum whisky og pott af
bjór á hverju kvöldi. En skyndi-
lega fer hann aftur að panta
einfaldan skammt og barþjónn-
inn, sem vissi hvernig í pottinn
var búið, spyr hvort vinur hans
hafi fallið í stríðinu. ,,Nei, nei,
hann er bráðhress og ég held
loforðið við hann. Hins vegarer
ég sjálfur kominn í bindindi",
var svarið.
Flugvélin var komin á loft og
flugstjórinn búinn að ávarpa
farþega, geta um flughœð, flug-
tíma og þess háttar. En því
miður gleymdi hann að loka
fyrir hátalarann og farþegarnir
heyra hann segja við aðstoðar-
flugmanninn: ,,Jœja, Jói, nú er
sjálfstýringin komin á. Þá
vantar mann bara bjórkollu og
brjóstamikla Ijósku". Ein af
flugfreyjunum heyrir þetta og
þýtur í áttina að stjórnklefan-
um. Þá gellur í gamalli konu úr
farþegahópnum: ,,Heyrðu
fröken, þú gleymdir bjórnum“.
A dögunum var hringt í Gull-
fiskabúðina og spurt hvort þar
fengist páfagaukur. Því var
svarað játandi. ,,Páfagaukur
sem getur talað?“ var þá spurt.
Já, já, hann er til. ,, Viltu þá
leyfa mér að tala við hann?“
Dyggur stuðningsmaður FH-
liðsins lenti í því I sumar að
konan hans þurfti að ala barn á
sama tíma og FH var að spila
við Fram. Hann fór þó með
henni á fœðingardeildina og
fylgdist með þegar frumburður-
inn kom í heiminn. Á heimleið-
inni kom hann þó við í Krikan-
um og sá síðustu mínúturnar í
leiknum. Þegar heim kom beið
tengdamamma á tröppunum og
spurði strax hvernig hefði
gengið. ,,Það gekk bara vel“,
svaraði vinurinn. ,,2-1 fyrir
FH“.
Gleðileg jól!
Farsælt nýár!
txkjasmíðin
lif 91-52885
TRÖNUHRAUN 6 - BOX 409
IS 222 HAFNARFJÖRÐUR
Srmsvari á kvöklin
og um helgat
Gleðileg jól!
Farsælt nýár!
Þökkum viðskiptin.
Opsá kS. 8-19
Gleðileg jól!
Farsælt nýár!
Pökkum viðskiptin.
KÆNAN
v/Óseyrarbraut, sími 51503
GLEÐILEG JOL!
FARSÆLT KOMANDI ÁR! /,
ÞÖKKCJM VIÐSKIPTIN!
SAMVIVM
TRYGGIYIGAR
Strandgötu 33 - Sími 53933
(•)
Hjá
Feidinond Róbert
sjúkraskósmið
fáið þið:
Gert við Innlegg eítir
skóna j) þöríum
Til hestamennsku:
Hnakkar
Beisii
ístaðsólar
Reiðstígvél
o.m
,fl.
Ódýr
vinnufatnaður:
Skyrtur
Blússur
Peysur
Úlpur
Gallabuxur
Reykjavíkurvegi 64 — sími 52716