Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 24
24
FJARÐARFRÉTTIR
FH í Evrópuslag
Áhorfendur troðfylltu íþróttahúsið á dögunum þegar FH-ingar léku gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel
Aviv í Evrópukeppninni. Eins og öllum er í fersku minni vann FH stórsigur og flaug léttilega í 8-liða úrslit.
Þá mæta FH-ingar Tatabanya, sterku ungversku liði. Leikið verður í janúar, heima og heiman.
FH hefur haft umtalsverða yfirburði yfir önnur íslensk lið í vetur og á íslandsmótinu eru þeir langefstir,
hafa unnið flesta sína leiki með 10-20 marka mun.
Myndirnar hérna á síðunni eru úr leiknum gegna Maccabi og leik FH gegn Víkingi í íslandsmótinu.
Óttar Mathiesen er orðinn einn albesti línumaður landsins. Bráðskemmti-
legur og baráttuglaður leikmaður.
Kristján Arason er orðinn leik-
maður á heimsmælikvarða. Hann
er nú langmarkahæstur á íslands-
mótinu.
Hans Guðmundsson tekur sífellt framförum og er nú ein okkar mesta
skytta.
Atli Hilmarsson er eini leikmaður-
inn í liði FH sem ekki hefur alist
upp í herbúðum ielagsins. Hann
fellur þó mjög vel inn í liðið. Atli
hefur ótrúlegan stökkkraft og
,,hangir“ oft lengi í loftinu áður en
skotið ríður af.
Við leigjum út glæsilegan veitingasal
að Trönuhrauni 8 Hafnarfirði.
Hentar við ÖH tækifæri, s.s. árshátíðir
afmælis- brúðkaups- og fermingarveislur,
jólatrésskemmtanir,
fundi og hvers kyns aðra mannfagnaði.
öll veitingaaðstaða fyrir hendi.
Uppiýsingar og pantanir í síma 51845.
Badminton * bolir
* spaðar * buxur
* boltar * jogginggallar
* skyrtur * töskur
Músik & Sport
Reykjavíkurvegi 60 - Símar 54487/52887
Gleðileg jól!
gott og farsælt
komandi ár
Gott úrval gjafavöru
Snyrti vöru verslunin
ELÍN
Strandgötu 32
sími 52615