Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 62
60
fjölda nam 1,5%, og jókst því þjóðarframleiðsla á mann um 4,0%,
en þjóðartekjur á mann um 3,8%. Helstu ástæður hægari vaxtar
framleiðslu og tekna 1972 en árin 1970 og 1971 voru annars vegar
þær, að eftir nokkurn slaka í nýtingu framleiðsluafla á árunum
1968 - 1971 var framleiðslugeta þjóðarbúsins að mestu fullnýtt, er
leið á árið 1971, og því minna svigrúm til framleiðsluaukningar,
ekki síst eftir að almenn stytting dagvinnutímans var ákveðin í
árslok 1971. Á árinu 1971 tók jafnframt að gæta áhrifa minnkandi
þorskafla þrátt fyrir aukna sókn á miðin, og hélt sú þróun áfram
á árinu 1972. Hins vegar rýrnuðu viðskiptakjör þjóðarinnar á ár-
inu 1972 í fyrsta skipti síðan 1968, en viðskiptakjararýrnunin
stafaði að miklu leyti af óhagstæðum gengisbreytingum gjaldmiðla
helstu viðskiptaþjóða okkar. Þannig hækkaði útflutningsverðlag að
meðaltali um rúmlega 5%, en verðhækkun innflutnings nam að meðal-
tali um 7 - 7j%. Verðmæti landaðs sjávarafla, á föstu verðlagi,
minnkaði um 6,5% á árinu 1972, þorskaflinn minnkaði enn, en hins
vegar jókst loðnuaflinn verulega. Heildarframleiðsla sjávarafurða
minnkaði að magni um 6% frá fyrra ári, og réð þar mestu samdráttur
í framleiðslu frystra fiskafurða, sem nam um 8%. Verðmæti heildar-
framleiðslunnar jókst hins vegar um tæp 4%, þannig að meðalverðhækk-
un sjávarafurða nam röskum 10% frá árinu 1971. Iðnaðarframleiðslan
jókst um 8% á árinu 1972, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um
12% og landbúnaðarframleiðsla um 4^%. Þá er talið, að umsvif í
verslunar- og þjónustugreinum hafi aukist um 9% og opinber starf-
semi um 6%. Innflutningur vöru og þjónustu jókst um 6,4% að verð-
mæti, og var það snöggtum minni aukning en árið áður, en verðmæti
útfluttrar vöru og þjónustu jókst hins vegar mun meira, eða um
16,8%. Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd varð óhagstæður um 1.770
millj. kr., en viðskiptahallinn var þó meira en veginn upp af fjár-
magnsinnflutningi, þannig að heildargreiðslujöfnuður varð hagstæð-
ur og gjaldeyrisstaða bankanna batnaði um tæpar 670 millj. kr.
Kauptaxtar launþega hækkuðu um 27,5%, að meðtöldum áhrifum vinnu-
tímabreytingarinnar á tekjur, en heildaratvinnutekjur einstaklinga
jukust um 30,5%. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 10,4%,
og jókst kaupmáttur atvinnutekna því um 18,2%. Ráðstöfunartekjur
heimilanna jukust um 28,0%, verðlag vöru og þjónustu hækkaði um
13,8%, og jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna því um 12,5%, en kaup-
máttaraukning á mann nam 10,8%. Einkaneysla jókst að magni um
10,2% eða um 8,6% á mann, og samneysla, þ.e. útgjöld hins opinbera