Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 61
59
I. Arferði og almenn afkoma
Tíðarfarið var hagstætt fyrri hluta ársins, en óhagstæðara er á
leið, einkum vegna óþurrka og síðar umhleypinga. Hiti var 0,5°
yfir meðallagi, og var nú í fyrsta skipti síðan 1964 hlýrra en
í meðalári. Sjávarhiti var í meðallagi á þeim 7 stöðvum, sem
höfðu ársmeðaltal. Úrkoma var 27% umfram meðallag. Mest var árs-
úrkoman á Kvískerjum 3935 mm, en minnst á Grímsstöðum 444 mm.
Sólskin mældist 1197 klst. £ Reykjavík, en það er 52 klst. undir
meðallagi. Á Akureyri voru sólskinsstundir 934 eða 28 klst. færri
en í meðalári.
Veturinn (des. 1971 - mars 1972) var hagstæður, en þó umhleypinga-
samur með köflum. Hann var mjög hlýr, og var hiti 1,6° yfir meðal-
lagi. Aðeins 2 vetur, 1928 -29 og 1963 - 64, hafa orðið að ráði
hlýrri á þessari öld. Úrkoma var 37% umfram meðallag.
Vorið (apríl - maí) var hagstætt. Hiti var 0,8° yfir meðallagi.
Úrkoma var 26% umfram meðallag.
Sumarið (júní - sept.) var fremur óhagstætt vegna óþurrka, einkum
á Suður- og Vesturlandi. Hiti var 0,5° undir meðallagi. Úrkoma
var 28% umfram meðallag.
Haustið (okt. - nóv.) var sæmilega hagstætt framan af, en óhagstætt
er á leið um norðanvert landið, einkum vegna mikilla snjóþyngsla.
Hiti var a,0° undir meðallagi. Úrkoma var 4% umfram meðallag.^
Þróun efnahagsmála: Eftir mjög öran vöxt framleiðslu og tekna á
árinu 1971, er þjóðarframleiðsla jókst um 10,1% og þjóðartekjur um
13,1%, dró verulega úr hagvexti á árinu 1972. Þjóðarframleiðslan
jókst um 5,6% á árinu 1972, en aukning þjóðartekna varð nokkru
minni, eða 5,4%, vegna rýrnunar viðskiptakjara. Aukning meðalmann-
1) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu af Veðurstofu Islands.