Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 128
126
Mjólkur- og brauðverslanir ....
Mjólkur- og rjómaísframleiðendur
Brauðgerðarhús .................
Kjöt- og nýlenduvöruverslanir ..
Kjötvinnslur ...................
Fiskverslanir ..................
Fiskiðjuver ....................
Sælgætisverslanir ..............
Matvælaverksmiðjur .............
Veitingarekstur ................
Gistihús .......................
Snyrtistofur o.þ.h..............
Skólar og heilbrigðisstofnanir .
Breytingar á húsnæði og rekstri
Ýmis iðnaður ...................
Ýmsar aðrar umsóknir ...........
4 umsóknir, þar af saraþ. 4
1 umsókn, - - - 1
1 - - - - 0
28 umsóknir, - - - 18
1 umsókn, - - 1
17 umsóknir, - - - 10
1 umsókn, - - 0
38 umsóknir, - - 25
3 - - - - 2
33 - - - 22
1 umsókn, - - 0
27 umsóknir, - - 24
7 - - - - 6
38 - - - 26
23 - - - 18
7 - - - 7
Samtals 230 umsóknir, þar af samþ. 164
Nefndin gaf 15 sinnum fyrirmæli um endurbætur á húsnæði eða rekstri,
oftast að viðlagðri lokun, sem kom til framkvsemda hjá 6 fyrirtækjum.
Bannaðar voru 10 íbúðir, og 7 íbúðareigendum hótað dagsektum.
Alfaoss, Heilbrigðisfulltrúinn sagði lausu starfi sínu frá sl.
áramótum. Enginn verið ráðinn í hans stað. Er það mjög bagalegt.
Heilbrigðisnefndin hefur haldið nokkra fundi og farið nokkrar skoð-
unarferðir, m.a. í verslanir (sjoppur) og vinnustaði.
Dalvíkur. Ráðinn var á miðju ári heilbrigðisfulltrúi, sem starf-
andi er á Akureyri, en kemur mánaðarlega til Dalvíkur. Hefur það
orðið til mikilla bóta.
Akureyrar. Samkvæmt skýrslu heilbrigðisfulltrúans á Akureyri fór
hann í 721 eftirlitsferð á árinu, þar af 161 í matvörubúðir og 88
vegna matvælaiðnaðar. Rannsóknarstofa Mjólkursamlags KEA á Akureyri
framkvæmir gerlarannsóknir á vatni úr vatnsleiðslum bæjarins hvern
virkan dag og lætur heilbrigðisfulltrúa vita, ef út af ber. Rann-
sóknarstofa þessi er ekki löggilt til matvælarannsókna, en unnið er
að því að fá hana löggilta. Við treystum allvel úrskurðum hennar,
bæði um vatnið og ræktun úr matvælasýnum, sem hún hefur gert fyrir
okkur, ekki síst á mjólkurís, sem er eilíft vandamál á sumrin.
Vopnafj. Heilbrigðisnefnd er starfandi á staðnum og heldur
fundi, þegar þurfa þykir.
Selfoss. Unnið var að stofnun embættis heilbrigðisfulltrúa, og
átti að taka það mál fyrir á haustfundi Sambands sunnlenskra sveitar
félaga, en mun hafa mætt litlum eða engum skilningi.
Keflavíkur■ Heilbrigðisnefnd starfaði á árinu af mikilli festu og
röggsemi .