Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 93
91 -
eru eins og fyrr framkvæmdar af Heilsuverndarstöð Reykjavíkur),
en með ferðaröntgentækjum 517 úr 6 læknishéruðum. Engar skýrslur
bárust um berklavarnarstarfsemi heilsuverndarstöðvanna í Vestmanna-
eyjum (vegna eldgossins) né frá Siglufirði. Fjöldi rannsókna er
hins vegar nokkru meiri en fjöldi rannsakaðra einstaklinga, þar sem
margir koma oftar en einu sinni til rannsóknar. Nam hann alls
17286. Eins og fyrr eru þeir, sem rannsakaðir eru með berklaprófi
einu saman, ekki taldir hér með í fjölda einstaklinga eða einstakl-
ingsrannsókna.
Með ferðaröntgentækjum var aðeins ein smáhópskoðun gerð á Siglufirði,
74 einstaklingar. Annars voru með þessum tækjum eingöngu rannsakað-
ir skólanemendur og starfsfólk í skólum eins og áður. Að þessu sinni
fannst enginn með virka berklaveiki við þessar rannsóknir.
A berklavarnarstöð Reykjavíkur voru 145 manns berkla-(BCG) bólusett-
ir. A þessa stofnun komu alls 17 manns með virka berklaveiki á ár-
inu og voru aðeins 5 þeirra með smitandi berklaveiki. 8 þessara
sjúklinga var vísað á sjúkrahús eða hæli.
3, ígulmygla (actinomycosis)
1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972
Sjúkl......... 1 " " " " " 1
Dánir ........
Með þv£ að ígulmygla er nú afar fágæt, þykir ekki ástæða til að
halda áfram árlegri skráningu hennar. Hér eftir verður húh því
felld niður af skrá, en að sjálfsögðu getið, ef til kemur.
4. Sullaveiki (echinococcosis)
1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972
TVÍ_-ÍT» 1 1 tt tt tl t» Tt t» t» »» tt tt tt tt tt »» tt tt
Enn eru á lífi fáein gamalmenni með gamla óvirka sulli. Framtal
á þessu fólki er nokkuð á reiki frá ári til árs, m.a. vegna tíðra
læknaskipta í héruðum. Með því að ekki er hægt að kalla, að um
raunverulega sullaveiki sé að ræða, er ekki birt yfirlit héraðs-
lækna yfir þetta fólk.
5. Kláði (scabies)
Töflur V, VI og VII, 5
1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972
Sjúkl......... 28 77 344 389 338 314 274 452 707 789