Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 124
122
HEILBRIGÐISEFTIRLIT RlKISINS
Stuttur útdráttur úr ársskýrslu forstöðumanns
1. ForstöSumaður ferðaðist víða um landið og heimsótti sveitar-
stjóra, heilbrigðisnefndir og héraðslækna til þess að gera þeim
grein fyrir skyldum sínum samkvæmt ákvæðum hinnar nýju heil-
brigðisreglugerðar.
2. Gerð var grein fyrir nýrri reglugerð um varnir gegn mengun af
völdum eiturefna og hættulegra efna, nr ■ 164/1972, þar sem H.e.r.
er falin gagnasöfnun, rannsókn og úrvinnsla gagna fyrir hönd ráð-
herra.
3. Lýst nauðsyn á nýjum reglugerðum um tjaldstæði, mjólkureftirlit
og almennt matvælaeftirlit, sem H.e.r. byrjaði að leita fyrir
sér að settar verði.
4. Sagt frá tilraunum H.e.r. til að fá heilbrigðisnefndir, einkum
í dreifbýli, til samstarfs um heilbrigðiseftirlit eða til að
stækka umdæmi, en árangur varð lítill.
5. Gerð grein fyrir rannsóknum H.e.r. á hreinlætismálum í landinu
í samvinnu við sveitarstjórnir og heilbrigðisnefndir. Hér er
aðallega átt við hreinlæti utan húss, neysluvatn, sorphirðingu
og frárennsli. Mjög víða eru þessi mál í megnasta ólestri.
Neysluvatn á basaltsvæðunum austan-, norðan- og vestanlands er
víða mjög gerlamengað. Unnið er að endurbótum með tilraunabor-
unum, þar sem jarðfræðingar Orkustofnunar finna setlög, og er
stöðugt leitað slíkra auðlinda í jörðu. Meðferð sorps er víðast
hvar í mesta ólestri, nema £ Reykjavík. Fyrir dreifbýlið og
víðar, þar sem ekki er hægt að hafa jarðýtur í gangi að staðaldri,
þar sem snjóalög eru mikil eða frost nær djúpt í jörð á vetrum,
þarf að koma upp hæfilegum brennslutækjum á viðráðanlegu verði.
Frárennsli er alls staðar mjög illa unnið og víðast hvar í sveit
og við sjó til stórskammar, enda öll lög og reglugerðarákvæði
þar um þverbrotin. Forstöðumaður hefur kynnt sér meðferð þess-
ara mála í nálægum löndum. Augljóst er að hér á landi verða
þessi mál ekki leyst nema með miklu samstilltu átaki, 5-10 ára
áætlun fyrir allt landið, og opinberum stuðningi við sveitar-
félög. Það er vitað að fjörur og lækir eru morandi í saurbakt-
eríum og vafalaust eru þar einnig bakteríur af salmonellaflokkn-
um o.fl., en þessum ófögnuði er þyrlað yfir byggð ból, menn og
skepnur, fiskiðjuver og sláturhús, þegar hreyfir vind. Máfurinn
á líka sinn þátt í að bera óþverrann úr fjörunum í vatn, ár og
læki og þar með vatnsból.
6. Rottur eru víða hin mesta plága, ekki síst í sveitum norðanlands
og austan, þar sem opnir sorphaugar eða lélegar fjósbyggingar
veita æti og skjól. Þessum meindýrum, ásamt með varginum, sem
fyrr er nefndur, verður trauðla fækkað, að ekki sé talað um út-
rýmt, nema sorphaugar hverfi, svo og sorp og skolp úr fjörum.
7. Verksmið.jur. í álverinu í Straumsvík gerði forstöðumaður víð-