Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 132
130 -
skaðlegum efnum, sem unnið var með.
Afram var haldið hljóðmælingum á háværum vinnustöðum í samráði við
atvinnusjúkdómadeild, og var fjölda fólks vísað til heyrnardelldar
til rannsóknar. Þá var sinnt kvörtunum vegna ónæðis og hávaða,
sem barst frá nærliggjandi fyrirtækjum inn í íbúðarhús. Ef hljóð-
mælingar leiddu í Ijós, að kvartanir væru réttmætar, var eigendum
fyrirtækja gert að framkvæma viðunandi úrbætur. Nokkuð var um
kvartanir vegna ófullnægjandi vinnuskilyrða, og var reynt að finna
ráð til úrbóta. Enn er þó mikið um verkstæði og aðra vinnustaði,
sem ekki starfa í fullnægjandi húsnæði. Á árinu bárust heilbrigð-
iseftirlitinu 258 kvartanir. Tilefni þeirra skiptist í þessa höf-
uðflokka:
1. Gallaðar neysluvörur, meðferð matvæla o.þ.h............... 94
2. öþrifnaður á lóðum og lendum ...................... 48
3. ólykt, reykur ............................................ 15
4. Hávaði .................................................... 6
5. Frárennsli ............................................... 16
6. Hollustuhættir á vinnustöðum ............................. 29
7. Ibúðarhúsnæði ............................................. 7
8. Skordýr .................................................. 16
9. Rottugangur ............................................... 9
10. Ýmislegt ................................................. 18
Samtals 258
Suðureyrar, Héraðslæknir fór í eftirlitsferð í tvær matvöruversl-
anir á staðnum vegna umtals um sóðaskap, og var sagt, að umgengni
hefði lagast við það.
Húsavíkur■ Heilbrigðisnefnd naut aðstoðar heilbrigðisfulltrúa úr
Reykjavík fyrri hluta ársins, og var nokkuð gert að því að fylgjast
með matvælaframleiðslu og meðferð matvæla. Meiri gangskör var gerð
í þessum efnum síðari hluta ársins, eftir að ráðinn var heilbrigð-
isfulltrúi á staðnum. Ýmislegt athugavert kom í ljós við þá skoðun
og fengnar verulegar úrbætur.
Keflavíkur. Gagngert eftirlit með öllum verslunum og opnum þjón-
ustustöðvum hefur farið fram og stendur enn yfir. Rannsókn
þessi er nákvæmari og umfangsmeiri en verið hefur að kröfu heil-
brigðiseftirlits ríkisins, og eru því samfara miklar skýrslugerðir
og spjaldskrárgerðir, sem verður í framtíðinni góður grundvöllur
fyrir nær því daglegu eftirliti.
MJÓLK
Reykjavíkur. Mjólkursamsalan seldi á árinu 27.408.969 lítra
mjólkur til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Suðurnesja, Akraness og
Vestmannaeyja. Af því magni voru 8.758.745 lítrar hyrnumjólk,
16.970.724 lítrar fernumjólk og 520.700 lítrar í kössum. Mjólkur-
neysla á hvert mannsbarn x landinu er áætluð 313 lítrar á árinu.