Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 118
116 -
Barnadeild
Á deildina við Barónsstíg og í útibúin í Langholtsskóla, Árbæjar-
skóla og Breiðholtsskóla komu alls 5.486 börn úr Reykjavík og af
Seltjarnarnesi, þar af komu 2.349 í fyrsta sinn. Börnin fengu alls
12.532 læknisskoðanir og voru, eins og á undanförnum árum, bólusett
gegn barnaveiki, ginklofa, kikhósta, mænusótt og bólusótt, samkvæmt
reglum deildarinnar.
1.856 börn voru tllkynnt deildinni á árinu (166 fleiri en árið áður)
Af þessum börnum áttu 1.700 lögheimili í Reykjavík, 34 á Seltjarnar-
nesi og 122 annars staðar á landinu.
Tvíburafæðingar voru 13, þríburafæðing engin.
295 börn voru undir séreftirliti, aðallega vegna líkamságalla eða
félagslegra erfiðleika.
Aðsókn að deildinni eftir aldri barnanna
Innan 6 mánaða 6 - 11 mánaða 12 - 23 mánaða 2 - 6 ára Samtals
tala barna skoð- anir tala barna skoð- anir tala barna skoð- anir tala barna skoð- anir tala barna skoð- anir
2238 5620 397 2489 1010 2092 1841 2331 5486 12532
Hverfishjúkrunarkonur
Hverfishjúkrunarkonur fóru samtals í 10.607 vitjanir til ungbarna.
Fjöldi barna innan 3ja mánaða undir eftirliti deildarinnar um ára-
mót var 416.
Mæðradeild
Á deildina komu alls 2.121 kona, eða 145 konum fleiri en árið áður.
Tala skoðana var alls 12.474, eða 1.173 fleiri en árið áður.
Meðal þess, sem fannst athugavert við skoðun:
1.469 konur höfðu blóðrauða 80% eða lægri
117 konur höfðu hækkaðan blóðþrýsting, 140/90 eða hærri, án annarra
einkenna