Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 113
111
Blóðflokkagreiningar í réttarmálum:
1. Afgreidd barnsfaðernismál 96
Fjöldi varnaraðila 132
þar af útilokaðir 46
Blóðflokkanir á málsaðilum ..................... 316
- - fjölskyldumeðlimum ............... 2
Aðrar flokkanir (niðurfelld mál o.fl.) .......... 15
Samtals flokkanir í barnsfaðernismálum ....... 333
Viðbótarrannsókn erlendis 24 einstakl. í
6 málum (3 útilokanir).
2. Aðrar flokkanir:
Réttarkrufningar ................................. 7
Ýmsar rannsóknir ................................ 11
Samtals 18
VEIRURANNSÓKNIR A KELDUM
A árinu sendu sjúkrahús, héraðslæknar og aðrir starfandi læknar
sýni frá 161 sjúklingi til veirurannsókna að Keldum vegna gruns
um bráðar veirusýkingar. Sýni frá 15 sjúklingum voru send vegna
gruns um inflúensu, og greindist enn einu sinni A-stofn.
Yfir 60 sjúklingar voru grunaðir um rauða hunda og var greinilegt,
að faraldur hafði byrjað um áramótin 1971-72. Sýnin á árinu komu
víðs vegar að úr héruðum,og fór fjöldi þeirra vaxandi, er á árið
leið, enda var á haustmánuðum unnt að mæla hsanagglutinations hindr-
andi (HI) mótefni gegn rubellaveirunni. Sú mótefnamæling er tölu-
vert nákvæmari en mæling komplementbindandi mótefna, sem áður var
notuð. Rubella og inflúensa af A-stofni voru einu farsóttirnar,
sem greindust á árinu úr þessum aðsendu sýnum.
Rannsóknarnefnd Félags læknanema gekkst fyrir víðtækri könnun á
ónæmisástandi íslenskra kvenna gegn veirunni, sem veldur rauðum
hundum. Skipulögðu læknanemarnir og framkvæmdu söfnun blóðsýna frá
1464 konum á 13 stöðum á landinu. Staða og aldursflokkaval var í
samræmi við skráningu sjúkdómsins, þannig að þeir 12 aldursflokkar,
sem athugaðir voru, voru fæddir fyrir eða eftir 6 síðustu faraldra,
sem gengið hafa hér. Sýnum var safnað sumarið 1972, og það sumar
fór einn stúdentanna, Haraldur Tómasson, til Gautaborgar og lærði
þær aðferðir, sem þar eru notaðar við mælingar á HI mótefnum.
Hann kom svo þessum mælingum í gang að Keldum um haustið og mældi
mótefni í sýnunum, sem læknanemarnir söfnuðu, og aðsendum sýnum,
sem bárust, meðan hann vann að þessum mælingum. Þegar vinnu Haralds
lauk, tók Sigrún Guðnadóttir B.Sc líffræðingur við mótefnamælingunum