Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 119
117
214 konur höfðu
17 -
11
129
bjúg án annarra einkenna.
hvítu í þvagi án annarra einkenna.
bjúg ásamt hvítu í þvagi.
hækkaðan blóðþrýsting, ásamt bjúg og/eða hvítu £
þvagi.
Engin kona var með jákvætt Kahnpróf.
Afengisvarnadeild
Frumskráðir menn á árinu voru 101 talsins, 89 karlar og 12 konur.
A framfæri þeirra voru við skráningu 145 börn innan 16 ára aldurs,
114 á framfæri karlmannanna og 31 á framfæri kvennanna. Þess ber
þó að geta, að hér eru 9 börn tvítalin vegna þess, að í fáeinum til-
vikum voru báðir foreldrar frumskráðir á árinu. Auk þeirra, er nýir
komu og nú voru taldir, sóttu deildina 285 manns frá fyrri árum,
þannig að samtals leituðu hennar 386 sjúklingar á þessu ári, en
fjöldi heimsókna reyndist 6113. Varð meðaltala heimsókna á mann því
16.
Húð- og kynsjúkdómadeild
A deildina komu 623 manns, þar af 497 vegna gruns um kynsjúkdóma.
Tala heimsókna var 1867, þar af 1715 vegna kynsjúkdóma.
Af þessu fólki reyndust:
4 hafa sárasótt (þar af 3 ný tilfelli, 2 karlar, 1 kona)
0 - linsæri
157 - lekanda (122 karlar, 35 konur)
28 - flatlús (21 karl, 7 konur)
1 - höfuðlús (karl)
18 - maurakláða (8 karlar, 8 konur, 2 börn)
O - kossageit
107 - aðra húðsjúkdóma (54 karlar, 42 konur, 11 börn)
308 voru rannsakaðir vegna gruns um kynsjúkdóma (210 karlar, 98 konur)
Gerðar voru 418 smásjárskoðanir
Teknar voru 204 blóðprufur
Gefnar voru 551 pencillininndælingar