Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Blaðsíða 99
97
MANNSKAÐARANNSÖKNIR og önnur réttarlæknisstörf
Engin skýrsla barst frá Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg
fyrir þetta ár.
Reyk/javík ■ Gerðar voru 100 réttarkruf ningar. Leitað var álits
míns í 11 barnsfaðernismálum.
VIII. SKÖLAEFTIRLIT
Tafla X, A og B
Skýrslur um skólaeftirlit bárust ekki úr eftirtöldum 21 héruðum:
Kleppjárnsreykja, ólafsvíkur, Flateyjar, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Bolungarvíkur, Djúpavíkur, Hólmavíkur, Hvammstanga,
Siglufj., ólafsfj., Raufarhafnar, Þórshafnar, Austur-Egilsstaða,
Nes, Eskifj., Búða, Djúpavogs, Kirkjubæjar og Vestmannaeyja (engin
byggð vegna eldgoss).
Skýrslur um barnaskóla taka til 27.427 barna, og gengu 19.284 þeirra
undir aðalskólaskoðun. Tilsvarandi tölur í unglinga-, mið- og gagn-
fræðaskólum eru 13.316 og 10.222 og í 6 menntaskólum og Kennarahá-
skóla Islands 3.636 og 2.370. Engin skýrsla barst frá Verslunar-
skóla Islands.
IX. HEILBRIGÐISLÖGGJÖF
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talist
(þar með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 20 21. apríl, um bann við losun hættulegra efna í sjó.
2. Lög nr. 34 24. maí, um breyting á íþróttalögum,nr. 49/1956.
3. Lög nr. 38 24. maí, um breyting á lögum nr. 31 5. maí 1970,
um dýralækna.
4. Lög nr. 44 24. maí, um breyting á læknaskipunarlögum, nr. 43
12. maí 1965.
5. Lög nr. 65 29. maí, um Iþróttakennaraskóla Islands.
6. Lög nr. 81 31. maí, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að
stofna og reka hjúkrunarskóla í tengslum við Borgarspítalann
í Reykjavík.
7. Lög nr. 112 31. des., um breyting á lögum um almannatrygging-
ar, nr. 67 frá 20. apríl 1971.