Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 Samúel Grímsson, formaður Íþróttabandalags Ísfirðinga skrifar Íþróttir í Skutuls- firði og nágrenni Það er fjarri því að ég hafi ánægju af því að skattyrðast við fólk, og þá allra síst þegar það hefur takmarkaða þekk- ingu á málefninu. En ég finn mig knúinn til að svara í fá- einum orðum grein Guð- mundu Jennýar Hermanns- dóttur (GJH), sem kallaðist ,,Íþróttastarfsemi á Ísafirði” og birt var í þessu blaði í síð- ustu viku. Þar af leiðandi verða menn að umbera það að ég að tek aftur upp þær setningar hennar, sem ég geri athugasemdir við. Einnig er rétt í upphafi að geta þess að ég vissi ekki um tilvist þessarar ágætu konu fyrr en greinin birtist, hún hafði ekki samband við mig, en ég hef reyndar haft tal af henni síðan. ,,Íþróttabandalag Ísfirðinga, sem er samnefnari bolta- íþrótta hefur ekki nógu vítt svið.” GJH virðist ekki þekkja lög ÍSÍ, sem hennar eigið héraðssamband starfar þó eftir, á nákvæmlega sama hátt og Íþróttabandalag Ísfirðinga. Helsti munurinn er að annað þeirra inniheldur mestanpart ungmennafélög, er héraðs- samband, og er aðili að UMFÍ og ÍSÍ, en hitt inniheldur aðeins eitt ungmennafélag, er íþróttabandalag, og eingöngu aðili að ÍSÍ. Lög ÍSÍ segja eftirfarandi um starfsemi þeirra: ,,Grein 1.3 Héraðssambönd/ íþróttabandalög eru mynduð eftir legu og aðstöðu til samvinnu um iðkun íþrótta.” ,,Grein 22.1 Samkvæmt íþróttalögum er landinu skipt í íþróttahéruð. Í hverju íþrótta- héraði skal vera eitt héraðs- samband/íþróttabandalag all- ra íþróttafélaga í héraðinu {leturbreyting SG} til að vinna að hinum ýmsu hags- munamálum þeirra.” Íþróttabandalag Ísfirðinga er elsta íþróttabandalag lands- ins, stofnað 23.apríl 1944, á undan því starfaði svokallað Íþróttaráð Vestfjarða. 1.grein laga bandalagsins hljóðar þannig: “Að Íþróttabandalagi Ísfirðinga (skammstafað Í.B.Í.), standa þau félög innan íþróttahéraðs Ísafjarðarkaup- staðar, og Súðavíkurhrepps, í Norður-Ísafjarðarsýslu, sem leggja stund á íþróttir.” Í samtali við mig viður- kenndi GJH að hafa ruglað saman BÍ (Boltafélagi Ísa- fjarðar) og Í.B.Í. Henni er sjálfsagt vorkunn því margir heimamenn gera það líka. Innan vébanda Í.B.Í. eru nú 13 félög, sem flest eru mynd- uð um eina íþróttagrein hvert. Þau eru þessi: Boltafélag Ísafjarðar (BÍ), stofnað 1988, með tíu flokka; Golfklúbbur Ísafjarðar, stofnaður 1978, með barna- og fullorðins- flokka; Hestamannafélagið Hending, stofnað 1988 með barna- og fullorðinsflokka; Íþróttafélagið Ívar, stofnað 1988, með barna og fullorð- insflokka fyrir íþróttir fatl- aðra; Íþróttafélagið Reynir, stofnað 1957, með einn flokk í knattspyrnu, Knattspyrnu- félagið Ernir, stofnað 1995, með einn flokk; Knattspyrnu- félagið Hörður, stofnað 1919, með fimm flokka í handknatt- leik; Körfuknattleiksfélag Ísa- fjarðar, stofnað 1965, með átta flokka í körfuknattleik; Skíða- félag Ísafjarðar, stofnað 1934, með ellefu flokka; Skotfélag Ísafjarðar, stofnað 1988, með einn fullorðinsflokk; Tennis- og badmintonfélag Ísafjarðar, starfsemi þar liggur niðri; Sundfélagið Vestri, stofnað 1988, með átta flokka og Ungmennafélagið Geisli í Súðavík, stofnað 1977, með barna- og fullorðinsflokka í fjölmörgum íþróttagreinum og félagsstarfsemi. Samkvæmt ársskýrslum fé- laganna fyrir árið 1996 voru iðkendur 15 ára og yngri sam- tals 624, og 16 ára og eldri voru 702. Hvorki einstakling- ar né lið keppa nú beint undir merkjum Í.B.Í., eins og áður var, og gert er t.d. á Lands- mótum UMFÍ. Samvinna innan bæjarfélagsins ,,Það er einnig svo að við sameiningu sveitarfélaga fyrir u.þ.b. tveimur árum, hefur skipulag íþróttastarfseminnar setið eftir í þróun sveitar- félagsins. Á Suðureyri, Flat- eyri og á Þingeyri eru starf- rækt ungmennafélög og getur Ísafjörður margt lært af því skipulagi og starfsemi sem þar er. Einnig er til Héraðs- samband Vestur-Ísafjarðar- sýslu með aðsetur á Þingeyri, sem nú er ,,hverfi” í Norður- Ísafjarðarsýslu (sic!). Þessi ,,hverfi” eru ekki á því að láta Ísafjörð gleypa sína starfsemi, en það er nauðsynlegt að þessi mál séu samræmd og sam- vinna sé innan bæjarins milli félaganna.” Ég fellst á fyrstu setning- una, en að öðru leyti er ýmis- legt við þennan texta að at- huga. Tæpt ár leið frá stofnun Ísafjarðarbæjar þar til stjórn Í.B.Í. leitaði eftir viðræðum við HVÍ um eitt íþróttahérað í vor, hún hafði á sér nokkurn vara af því að oft er illa séð að ,,stóri bróðir” taki frumkvæð- ið, og hann þá sakaður um að ætla að ,,gleypa” þann litla. Við áttum þrjá fundi í vor, og á þeim fyrsta virtust stjórn- armenn HVÍ ekki hafa svo mikið sem leitt hugann að því að sjálfgert væri að HVÍ og Í.B.Í. yrðu á einhvern hátt sameinuð, líkt og sveitarfélög- in. Reyndar var almennur fundur á vegum HVÍ í Holti í nóvember á síðasta ári, rétt áður en HVÍ hélt sitt ársþing, en hvorki sá fundur né þingið skilaði neinu í átt til samein- ingar, nema síður væri. Á þessum fundum í vor lagði Í.B.Í. m.a. til að nýtt héraðs- samband yrði aðili að UMFÍ til þess að greiða fyrir málum og tryggja að félög innan HVÍ hefðu áfram aðgang að UMFÍ svo sem vegna fræðslu- og félagsmála, og keppni á Landsmótum. Þetta var gert þrátt fyrir að eingöngu eitt aðildarfélag Í.B.Í. sé ung- mennafélag. Með þetta í huga ákvað ársþing Í.B.Í. í mars að slíta ekki þingi heldur halda fram- haldsþing í lok maí, sem var og gert, en þá hafði enginn frekari skriður komist á sam- einingarmálin. Íþróttanefnd ríksins vinnur nú einnig að málinu, en ráðherra íþrótta- mála er skiljanlega hikandi að fyrirskipa sameiningu ofan frá, álítur eðlilegra að heima- menn leysi málin sjálfir. HVÍ og uppbygging íþróttamannvirkja Þessi dráttur hefur slæm áhrif á skipulag íþróttamála í Ísafjarðarbæ, félagslega og fjárhagslega. Í.B.Í. hefur áratuga reynslu af því að sinna sínum málum gagnvart bæjar- félaginu, m.a. varðandi upp- byggingu íþróttamannvirkja, rekstur þeirra og starfsemi fé- laganna, svo sem úthlutun tíma í íþróttahúsum. Þetta eru hlutir sem hvert félag sinnti í vestursýslunni við sitt sveitarfélag, og voru hlutir þar öðruvísi viðureign- ar, auðveldari aðgangur að sveitarstjórnarmönnum, ein- faldara að leysa mál í fámenn- um samfélögum. Nú þarf HVÍ sjálft að taka þetta að sér, en er ekki undir það búið, eins og dæmin sanna, og íþrótta- hreyfingin í bænum er tví- höfða. En altént verður bæjar- stjórn að virða báða aðila, getur ekki gengið út frá því að ósk annars aðila sé einnig í þágu hins, því hvers vegna skildu þeir annars vera klofnir nema af því þeir hafi ólíkra hagsmuna að gæta. Til þess að ráða fram úr slíkum málum þyrftu höfuðin tvö með 10 stjórnarmenn að koma saman til að sameinast um þau, og er slíkt mjög þungt í vöfum, og tefur afgreiðslu mála. Það læðist reyndar að mönnum sá grunur að bæjaryfirvöld séu ekkert ókát yfir þessari stöðu mála, það er þó hægt að þæfa málin á meðan við komum okkur ekki sjálf saman um þau. Varðandi það að við (í Ísafjarðarkaupstað hinum forna) getum lært af ung- mennafélögum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, þá skal upplýst hver félögin eru innan HVÍ og hvert starfssvæði þeirra er: Ferðaþjónustan Reykjanesi sími 456 4844 - fax 456 4845 Opið allt árið Gisting - veitingar - bensínsala Tilvalinn áningarstaður, þar sem hægt er að losna við ferðaþreytu og stress í heitri sundlaug - líka þótt kalt sé og hvasst. Verið ávallt velkomin! Starfsfólk Ferðaþjónustunnar Reykjanesi Viðskiptavinir athugið!Aðalstræti 16 Ísafirði sími 456 3041 Myndir sem eiga að vera tilbúnar í innrömmun fyrir jólin þurfa að berast fyrir mánaðarmótin nóvember - desember

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.