Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 16
OR OB LU sok ka bu xu r OR OB LU sok ka bu xu rBæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Niðurstaða héraðsdóms vegna brots á lögum um virðisaukaskatt Dæmdur til að greiða 9 millj- ónir króna í sekt til ríkissjóðs Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 43 ára karlmann á Ísafirði, Magnús Hauksson, í 3ja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 9 millj- óna króna sektar til ríkissjóðs fyrir brot á lögum um virðis- aukaskatt, með því að hafa eigi í samræmi við það sem lög áskilja, staðið innheimtu- manni ríkissjóðs skil á virðis- aukaskatti sem hann hafði innheimt á árunum 1994 og 1995, samtals að fjárhæð kr. 8.908.689. Greiði ákærði ekki framangreinda sekt til ríkis- sjóðs innan fjögurra vikna frá dómsbirtingu, skal hann sæta fangelsi í tólf mánuði. Auk þessa var ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin 80 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns. Í dóminum segir: ,,Með af- dráttarlausri játningu ákærða fyrir dómi, sem er í samræmi við framburð hans hjá lögreg- lu og önnur gögn málsins, er framangreind háttsemi sönn- uð. Af hálfu ákærða er þess krafist, að hann verði dæmdur til vægustu refsingar, sem lög frekast leyfa og að hún verði eftir atvikum skilorðsbundin með öllu eða að hluta, óháð því hvort um refsivistar- eða sektardóm verði að ræða. Þá er krafist hæfilegra málsvarn- arlauna skipuðum verjanda til handa. Er af hálfu ákærða vísað til þess, að hann hefur gengist greiðlega við brotum sínum og ekki hagnast per- sónulega á þeim. Þá er bent á persónulegar aðstæður ákær- ða, þar á meðal fjölskyldu- og heimilishagi, en ákærði er kvæntur, þriggja barna faðir og býr nú í leiguhúsnæði eftir að bú hans var tekið til gjald- þrotaskipta 21. febrúar 1996, en í kjölfar þess missti ákærði forræði yfir húseign fjölskyld- unnar á Ísafirði. Loks er vakin athygli á framlagðri greiðslu- kvittun frá 29. desember 1995, en samkvæmt henni greiddi ákærði þá krónur 3.700.000 inn á skuld sína við inn- heimtumann ríkissjóðs og lét þess sérstaklega getið, að greiðslan skyldi ganga upp í virðisaukaskattsskuld sína við innheimtumann. Greiðslunni hafi hins vegar einhverra hluta vegna verið ráðstafað til lækk- unar á skuld ákærða vegna opinberra gjalda utan stað- greiðslu. Með nefndri greiðslu og öðrum innborgunum á árinu 1995, samtals að fjár- hæð krónur 16.500.000, hafi ákærði engu að síður sýnt ótvíræðan greiðsluvilja í verki, sem beri að taka tillit til við ákvörðun refsingar.” Við meðferð málsins fyrir dómi féllst ákæruvaldið á þá skoðun skipaðs verjanda ákærða, Jóns Sigfúsar Sigur- jónssonar, að við ákvörðun refsingar bæri að horfa til greiðslu ákærða á 3.700.000 krónum, 29. desember 1995 og líta á hana sem innborgun á uppsafnaða virðisauka- skattsskuld, þó þannig að til lækkunar á þeirri skattskuld, sem myndast hafi á árinu 1994 og aldrei næmi hærri fjárhæð en krónum 2.000.000 af höf- uðstól. Fallist var á þetta af hálfu dómsins og tekið tillit til þess við ákvörðun refsing- ar. Dóminn kvað upp Ólafur Kristinsson, fulltrúi héraðs- dómara. Íslandsmót drengja í körfuknattleik sem halda átti á Ísafirði Foreldrar lögðust gegn keppnisferð til Ísafjarðar Um helgina átti að fara fram á Ísafirði Íslandsmót 12-13 ára drengja í c-riðli í körfu- bolta. Ísfirðingar stóðu uppi sem sigurvegarar í riðlinum og færast upp í b-riðil og það án þess að spila einn einasta leik. Ástæðan? Foreldrar drengjanna í hinum liðunum lögðu blátt bann við því að þeir færu í keppnisferð til Ísa- fjarðar. Og hvers vegna? Ótil- greindar ástæður, segir Guð- jón Þorsteinsson hjá KFÍ. Hann segir að á miðvikudag- inn, þegar haft var samband við forsvarsmenn félaganna sem eiga lið í Íslandsmótinu til að fá upplýsingar um fjölda þátttakenda sem panta þyrfti gistingu fyrir, hafi svörin verið á þá leið að liðin myndu ekki mæta vegna þess að foreldrar væru því andvígir. Ekki feng- ust frekari skýringar, en Guð- jón segist hafa heyrt að for- eldrarnir hafi verið reiðubúnir til að senda börn sín til Akur- eyrar, en alls ekki til Ísafjarðar. „Ég hef heyrt þá skýringu að foreldrar drengjanna hafi lagst gegn ferðinni vestur vegna veður- og landfræði- legra sjónarmiða og hefðu sagt að á Ísafirði væri fólk alltaf veðurteppt og hér væri ekkert nema eymd og vol- æði. Snjóflóðahætta hefur verið nefnd, en það er fárán- leg ástæða miðað við ríkj- andi aðstæður. Verið getur að öll þessi neikvæða um- ræða um Vestfirði sem átt hefur sér stað, sé að skila sér í þessu sem öðru. Þar er ég að tala um snjóflóðin og þeg- ar Metróvélin lenti í göndl- inum og annað slíkt. Ef hægt er að senda liðin til Akur- eyrar en ekki til Ísafjarðar, þá er eitthvað að gerast. Þá er ástæðan ekki sú sem ég reiknaði með í fyrstu, þ.e. peningaleg sjónarmið,“ sagði Guðjón í samtali við BB. Foreldrar 12-13 ára drengja í Reykjavík lögðu blátt bann við því að synir þeirra færu í keppnisferð til Ísafjarðar um síðustu helgi eins og fyrir hafði verið ráðgert. Í staðinn var farið til Akureyrar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.