Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 7
ÍSAFJARÐARBÆR
Af bæjar-
málum
Á fundi umhverfis-
nefndar Ísafjarðarbæjar
sem haldinn var fyrir stuttu
var tekið fyrir erindi Trygg-
va Tryggvasonar á Ísafirði,
um heimild til að breyta
hluta 2. hæðar húseignar-
innar að Aðalstræti 24, á
Ísafirði, úr skrifstofuhús-
næði í íbúðir, samkvæmt
innlögðum uppdrætti,
gerðum af Kjartani Jóns-
syni frá Arkitektastofunni
Austurvelli. Umhverfis-
nefnd getur fallist á breytta
notkun húsnæðisins í íbúð-
arhúsnæði, en þó þannig
að það uppfylli ákvæði
byggingarreglugerðar.
Á sama fundi var lagt
fram erindi Magnúsar
Pálma Örnólfssonar, f.h.
Rauðsíðu ehf., varðandi
förgun sorps Rauðsíðu
ehf., í Ísafjarðarbæ og Bol-
fisks ehf., í Bolungarvík. Í
erindinu er þess farið á leit
að öllu sorpi sem heyrir
undir Rauðsíðu, þ.m.t. um-
búðir sem Rauðsíða sendir
til Bolungarvíkur af hag-
kvæmnisástæðum eins og
segir í bréfinu, sé fargað
undir nafni Rauðsíðu og á
sömu kjörum og önnur fyr-
irtæki í Ísafjarðarbæ borga
fyrir slíka þjónustu. Um-
hverfisnefnd félst ekki á
rök bréfritara og hafnaði
því erindinu.
Á fundi menningar-
nefndar var tekið fyrir mál-
efni lystigarðsins Skrúðar
í Dýrafirði. ,,Menningar-
nefnd telur að garðurinn
sé slíkt menningarverð-
mæti að hann megi ekki
grotna niður, né búsmali
geti valsað um hann að vild
eins og nú er. Mikil vinna
hefur verið lögð í endur-
gerð garðsins í sína upp-
runalegu mynd sem nú er
nýlokið og ekki má koma
til þess að sú vinna fari
forgörðum,” eins og segir í
fundargerð nefndarinnar.
Þar segir einnig: ,,Menn-
ingarnefnd er ekki kunnugt
um eignarhald á Skrúði né
hver ber ábyrgð á varð-
veislu þessara menningar-
verðmæta, hins vegar telur
hún sér skylt að benda á
ástand garðsins sem er
óviðundandi. Menningar-
nefnd hvetur bæjarráð til
þess að hlutast til um þessi
mál til þess að forða garð-
inum frá eyðileggingu.”
aði um húsnæðisvanda GÍ
andann á
stan hátt
inguna undir Guðmund Mari-
nósson, formann fulltrúaráðs-
ins.
„Það eru alveg skýr skila-
boð til bæjarfulltrúa frá full-
trúaráðsfundinum. Sjálf-
stæðisflokkurinn er lýðræðis-
flokkur þannig að minni-
hlutinn getur aldrei kúgað
meirihlutann. Fulltrúum sem
flokkurinn hefur boðið fram,
er ætlað að fara að vilja
meirihlutans og fulltrúaráðið,
sem samþykkti tillöguna með
svo afgerandi hætti, er nú einu
sinni æðsta ráð Sjálfstæðis-
flokksins á Ísafirði. Ef menn
eru í pólitík á annað borð, þá
er alveg ljóst að þeir verða að
hlýta lýðræðislegum leikregl-
um,“ sagði Guðmundur.
Í næstu viku verður haldinn
bæjarstjórnarfundur um hús-
næðismál grunnskólans. Bú-
ist er við að þar verði tekin
endanleg ákvörðun í málinu.
Húsnæði Hraðfrystihússins Norðurtanga er talið hagkvæmasti kosturinn til að leysa húsnæðisvanda grunnskólans.
skýrslu Ríkisendurskoðunar
stfjörðum
róna eign
milljónir króna og tekjurnar
1.752 þús kr. Sjóðirnir sautján
eru:
1. Sjóður fermingarbarna í
Sauðlauksdal, stofnaður árið
1923, með eign upp á kr.
152.906 og tekjur upp á kr.
10.878.
2. Líknarsjóður Ögur-
hrepps, stofnaður árið 1927,
með eign upp á kr. 178.237
og tekjur upp á kr. 15.734.
3. Sjúkrasjóður Bolungar-
víkur, stofnaður árið 1934,
með eign upp á kr. 190.228
og tekjur upp á kr. 8.927.
4. Minningarsjóður Guð-
nýjar M. Kristjánsdóttur og
Gísla G á Þingeyri, stofnaður
árið 1943, með eign upp á kr.
150.230 og tekjur upp á kr.
6.515.
5. Minningarsjóður Önnu
Ingvarsdóttir, Ísafirði, stofn-
aður árið 1944, með eign upp
á kr. 985.530 og tekjur upp á
kr. 83.574.
6. Minningarsjóður Bjarn-
eyjar J. Friðriksdóttur og
Jóhanns Jóh., Þingeyri, stofn-
aður árið 1954, með eign upp
á kr. 113.436 og tekjur upp á
kr. 4.688.
7. Minningarsjóður Sigurð-
ar Stefánssonar og Þórunnar
Bjarnadóttur í Vigur, stofn-
aður árið 1957, með eign upp
á kr. 239.057 og tekjur upp á
kr. 22.173.
8. Minningarsjóður Fríðu
Guðmundsdóttur, Árnes-
hreppi, stofnaður árið 1962,
með eign upp á kr. 124.628
og tekjur upp á kr. 7.499.
9. Minningarsjóður Jóns Þ.
Ólafssonar og Rögnvaldar
Ólafssonar, Ísafirði, stofnaður
árið 1963, með eign upp á kr.
16.774 og tekjur upp á kr.
11.735.
10. Menningarsjóður Súða-
víkurhrepps, stofnaður árið
1965, með eign upp á kr.
256.214 og tekjur upp á kr.
4.757.
11. Utanfararsjóður sjúkra-
húss Strandasýslu, stofnaður
árið 1969, með eign upp á kr.
230.100 og tekjur upp á kr.
26.220.
12. Minningarsjóður Páls
Sigurðssonar, Bolungarvík,
stofnaður árið 1969, með eign
upp á kr. 370.867 og tekjur
upp á kr. 1.030.000.
13. Kirkjubyggingarsjóður
Bolungarvíkur, stofnaður árið
1970, með eign upp á kr.
1.806.180 og tekjur upp á kr.
101.727.
14. Sjóður til stuðnings
Menntaskólanum á Ísafirði,
stofnaður árið 1970, með eign
upp á kr. 1.946.135 og tekjur
upp á kr. 206.857.
15. Styrktarsjóður lamaðra
og fatlaðra í Strandasýslu,
stofnaður árið 1977, með eign
upp á kr. 1.168.806 og tekjur
upp á kr. 75.918.
16. Styrktarsjóður Ingi-
bjargar Sumarliðadóttur og
Karls G., Króksfjarðarnesi,
stofnaður árið 1978, með eign
upp á kr. 375.333 og tekjur
upp á kr. 21.221.
17. Minningarsjóður Bjarna
Kristjánssonar, Rauðasands-
hreppi, stofnaður árið 1983,
með eign upp á kr. 1.709.814
og tekjur upp á kr. 113.915.
Samtals eign sjóðanna saut-
ján nemur kr. 10.014.475 og
tekjurnar kr. 1.752.338.
Kristinn H. Gunnarsson.
Fiskiðjan Freyja hf., á Suðureyri
Grárófa leigir fiskvinnsl-
una til þriggja mánaða
Grárófa ehf. er nýtt
fyrirtæki á Suðureyri
sem tekið hefur á leigu
fiskvinnslu Fiskiðjunnar
Freyju, en eins og
kunnugt er leitar stjórn
Freyju nú nauða-
samninga við kröfu-
hafa. Eigendur Grárófu
eru Guðni Einarsson,
sem jafnframt er
framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, Elvar
Einarsson, Ævar Einars-
son og Kristinn og Óðinn
Gestssynir. Leigusamn-
ingurinn gildir til loka
janúarmánaðar, en
Grárófa yfirtekur starfs-
samninga 50 manna
starfsliðs Freyju, að
undanskildum samning-
um framkvæmdastjóra
og bókara.
Að sögn Óðins Gests-
sonar framkvæmda-
stjóra Freyju, rennur
frestur til kröfulýsinga
á hendur fyrirtækinu út
11. desember, en
hann á von á að þær
skili sér flestar fyrir
vikulok. Stjórn Freyju
hyggst bjóða kröfu-
höfum greiðslu 15%
skulda og segist Óðinn
vera hæfilega bjart-
sýnn á að það verði
samþykkt.
Fiskiðjan Freyja á Suðureyri.
Áskrifendur!
Vinsamlegast
greiðið áskrift-
argjöldin sem
fyrst.