Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 3 Golfklúbburinn Gláma - Þingeyri. Íþróttafélagið Grett- ir - Flateyri. Íþróttafélagið Höfrungur - Þingeyri. Íþrótta- félagið Stefnir - Suður- eyri.Umf. Mýrarhrepps - Dýrafjörður. Umf. Vorblóm - Ingjaldssandur í Önundar- firði. Umf. Önundur - Önund- arfjörður. Samkvæmt skýrslum aðild- arfélaga HVÍ árið 1995 voru iðkendur 15 ára og yngri alls 60, og 16 ára og eldri voru 109. Þessi félög eru öll góðra gjalda verð og halda sum hver uppi öflugu starfi, önnur eru vart annað en nafnið, en af þessu verður vart séð að við getum lært af þeim hvernig á að virkja fólk til þátttöku í íþróttum. Ekki skal lasta ungmennafélagsandann, það sem ungmennafélögin hafa m.a. umfram íþróttafélög er að lögð er sérstök áhersla á félagsstörf hvers konar. Ung- mennafélög eru flest og öfl- ugust í þorpum og til sveita, en í stærri sveitarfélögum er verkaskipting orðin meiri og önnur félög hafa tekið að sér almennt félagsmálastarf. Einkennileg hneykslun ,,Á síðastliðnu sumri bauð Í.B.Í. upp á æfingar og nám- skeið í knattspyrnu, allt niður til fjögurra ára barna og þver- braut þar alla stefnu ÍSÍ. Sú stefna er t.d. á þá leið að ekki skuli vera keppt til verðlauna í barnaflokkum. Þó var farið alla leið til Siglufjarðar með átta ára gamla hnátur sem kepptu við tólf ára gamlar stelpur.” Þessar æfingar voru reyndar á vegum BÍ, æfingar yngstu barnanna voru með þeim hætti sem tíðkast í íþróttaskólum víða um land, þ.e. hreyfiþjálfun undir stjórn íþróttakennarara. Einkenni- legt er að GJH skuli hneyksl- ast á því að hjá okkur voru fjögurra ára börn, því að skömmu seinna í greininni segir hún: “Á öllu norðan- verðu Snæfellsnesi hófst í haust, starfræksla íþróttaskóla fyrir yngstu börnin, sem er blönduð hreyfiþjálfun fyrir börn frá fjögurra {leturbreyt- ing SG) til átta ára.” Nákvæm- lega það sama og gert var hjá BÍ, KFÍ og Sundfélaginu Vestra! Varðandi brot á stefnu ÍSÍ þá skal það upplýst að svo- kölluð ,,Stefnuyfirlýsing um tilhögun íþróttauppeldis innan íþróttahreyfingarinnar” sem samþykkt var á Íþróttaþingi ÍSÍ á Akranesi í október í fyrra miðast við aldurinn 8 til 19 ára (ég get ekki farið nánar út í hana hér því hún er upp á 5 bls.). Í framkvæmdaáætlun með stefnuyfirlýsingunni seg- ir m.a.: ,,Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö árin fari í aðlögun; fyrsta árið í kynningu og eftirfylgni en seinna árið yrði reynt að starfa alfarið eftir stefnunni í allri hreyfingunni. Að þessum tveimur árum liðnum yrði staldrað við og ákveðið hvernig haga skuli framhaldinu.” Málið er nefni- lega að fyrsta árið, nú rétt lið- ið, er ætlað til aðlögunar, málefnið hefur verið kynnt í öllum íþróttafélögum hér, og starfsmaður Barna- og ungl- inganefndar ÍSÍ kom hingað og hélt kynningarfund fyrir tveim vikum, og var m.a. með mjög góðan bækling um efnið, sem var þá nýkominn úr prentun. Auðvitað er ágætt að vera fyrri til að framfylgja ýmsum góðum stefnumálum, en við getum ekki verið eins og lögregla við að framfylgja þessu, auðvitað verðum við að treysta félögunum sjálfum til þess á komandi ári. Hvað átta ára stúlkurnar varðar hef ég þær upplýsingar frá for- manni unglingaráðs BÍ að þær hafi leikið við jafnaldra sína. Stofnun ungmennafélags ekki í sjónmáli ,,Hér að framan nefndi ég að yfirmenn íþróttamála á Ísafirði væru komnir af létt- asta skeiði.” Þetta tek ég nú hér mest til gamans. Þarna á GJH við Íþróttafulltrúa Ísa- fjarðarbæjar, Björn Helgason og fyrrverandi form. Í.B.Í., Jens Kristmannson. En það eru tæp þrjú ár síðan Jens lét af þessu starfi þar sem hann varð stjórnarmaður í ÍSÍ, og undirritaður tók við því. Sé ég kominn af léttasta skeiði (á fertugsaldri) er GJH það líka, þannig að við ættum sjálfsagt bæði að víkja úr stjórn, sökum elli. Ég get reyndar viðurkennt hvað vigtina varðar að ég mætti vera ögn léttari. ,,Mér er kunnugt um að leitað hafi verið til UMFÍ um upplýsingar er varða stofnun ungmennafélags á Ísafirði…” Þetta er rangt! Stæði til að stofna ungmennafélag á Ísa- firði yrði það skv. lögum ÍSÍ að leita inngöngu í Í.B.Í. og slíkt hefur ekki verið gert. Hins vegar hafði ég sam- band við UMFÍ í vor, fyrir fundi okkar með HVÍ, og bað um lög og reglugerðir UMFÍ til þess að vita hvaða kostir fylgdu því fyrir okkar félög að nýtt héraðssamband gengi inn í UMFÍ, og svo á hinn bóginn hvaða gallar fylgdu því fyrir aðildarfélög HVÍ ef tengslin við UMFÍ yrðu rofin með stofnun nýs íþrótta- bandalags. Því er þannig varið að öll félög innan HVÍ hafa sama rétt gagnvart UMFÍ, þó svo að einungis þrjú þeirra séu ungmennafélög. Gengi HVÍ úr UMFÍ og tilheyrði einungis ÍSÍ myndu hin fimm félögin t.d missa keppnisrétt á Lands- mótum. En ungmennafélögin þrjú héldu sínum rétti og fengju þá svokallaða beina að- ild að UMFÍ, þ.e. ekki í gegn- um héraðssamband. Lög UMFÍ heimila slíkt fyrir- komulag, en stjórn þess er ófús að hafa mörg ungmenna- félög með beina aðild. Þau eru nú þegar 13, auk héraðs- sambandanna 19 (samtals 280 félög). Þetta hefði m.a. í för með sér að t.d. fulltrúum V- Ísfirðinga á Sambandsþingi UMFÍ fjölgaði úr 1 í 3 (þ.e. hvert héraðssamband eða þá sem haldið hafa starfinu áfram, en við krefjumst þess einnig að þeir sem starfið stunda á hverjum tíma njóti sannmælis. Það er erfitt að meta eigin verk, enda ætla ég núverandi stjórn ekki allan heiður eða sök á því hvernig staða íþróttamála er í bæjar- félaginu núna, það hlýtur all- taf að vera samstarf yfirstjórn- ar, íþróttafélaganna, foreldra og iðkenda á öllum aldri sem skilar bestum árangri. Eins og áður var nefnt, stunda rúmlega sex hundruð börn íþróttir á vegum 13 íþróttafélaga í bænum. Þrjú félaganna halda úti íþróttaskóla eða ígildi þeirra, hluta úr ári. Auðvitað er það svo að íþróttastarf eins og önnur störf ganga svo sem upp og ofan, og oft mætti sjálfsagt gera betur. Þrátt fyrir að GJH hafi mest rætt um barna- og ungl- ingastarf, bæði í greininni og í samtali mínu við hana, þá þarf alltaf einhvern til að draga vagninn og efla til dáða þá einstaklinga, sem skara fram úr, þess vegna höfum við glaðst í gegnum tíðina yfir árangri okkar fólks í hand- knattleik, knattspyrnu, sundi, á skíðum, og nú síðast í körfu- knattleik. Þessi árangur hefur eflt samkennd innan bæjarfé- lagsins og hvatt unga sem gamla til þess að stunda íþróttir, sem sannast nú æ betur að er stór þáttur í því að halda unglingum frá fíkni- efnum. Áfram Í.B.Í. Samúel Grímsson formaður. ungmennafélag með beina aðild, fær 1 fulltrúa). Þetta hefði einnig áhrif á úthlutun lottófjár UMFÍ til V-Ísfirðinga - HVÍ fær nú lottófé bæði frá UMFÍ og ÍSÍ, og hærri upp- hæð frá því fyrrnefnda. ,,Guðjón Petersen, bæjar- stjóri í Snæfellsbæ, sagði … um byggingu íþróttahúss þar, að það væri ein af kröfum fólks til búsetu úti á landi, að þar væri slík aðstaða. Því ættu forsvarsmenn bæjar- og íþróttamála á Ísafirði að hafa það í huga”. Hvað á GJH við! Eru ekki fjögur ár síðan tekið var í notkun stórglæsilegt íþróttahús á Torfnesi, og byggð hafa verið ný íþróttahús með sundlaug á Flateyri og Þingeyri? Þessi hús hafa að sjálfsögðu gjörbylt aðstöðu íbúanna til íþróttaiðkunar. Í öllum þessum húsum stendur íþróttafélögunum til boða fjöldi tíma, t.d. á Torfnesi nota skólarnir húsið til kl. 14 á virkum dögum, þá taka íþróttafélögin við með barna- og unglingastarf fram undir kl. 18 og á helgum frá kl. 9 til 18 og 20, en þess má geta að félögin hafa sótt um allt að helmingi fleiri tíma en Í.B.Í. hefur til úthlutunar á Torfnesi, sem eru 56 tímar, 50 mínútur hver tími. Á sjöunda hrundrað börn í íþróttum Vitaskuld stöndum við í þakkarskuld við þá sem hófu íþróttastarf hér á staðnum, og Flugfélag Íslands Dash 8-200 flugvél prófuð á Ísafirði Í síðustu viku kom til Ísafjarðar flugvél af gerðinni De Havilland Dash 8-200. Vélin, sem tekur 37 farþega, var í prófun hjá Flugfélagi Íslands og varð Ísa- fjarðarflugvöllur fyrir valinu vegna krefjandi aðstæðna. Flugmenn Dash vélarinnar lentu þrisvar sinnum á flugvellinum og notuðu aðeins rúmlega fjórðung flugbrautarinnar til lendinganna. Það sama var uppi á teningnum hvað flugtökin varðar, vélin var rétt farin af stað á brautinni þegar hún var komin í loftið. Athyglis- vert var að vélin þurfti ekki að fljúga inn yfir Holtahverfi áður en hún fór í aðflugsbeygjuna eins og títt er með Fokker, heldur var beygjan tekin rétt innan við miðjan pollinn. „Vélin var að koma úr sýningarflugi í Asíu og kom við á Íslandi á Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands. leiðinni til Kanada. ,,Framleiðandinn bauð okkur kynningu á vélinni sem við þáðum. Okkur leist mjög vel á vélina, en hún hentar sérstak- lega vel við erfiðar aðstæður, þarf stuttar brautir til lendingar og flugtaks og gerir það með mjög góðri burðar- getu. Aðflugshraði vélarinnar er mjög lítill, svipaður aðflugshraða Twin Otter, og það er góður flugeiginleiki við aðstæður eins og á Ísafirði og þar sem þröngt er og stuttar flugbrautir. Dash 8 er hraðfleygari en Fokker 50 og ég gæti trúað að það munað 7-10 mínút- um á leiðinni Ísafjörður- Reykjavík. Einnig eru þessar flugvélar með hljóðlátari vélum sem fyrirfinnast í þessum stærðarflokki, en í farþegarýminu eru 70 litlir hljóðnemar sem nema hljóð og titring og senda upplýsingarnar til tölvu sem stýrir ákveðn- um aðgerðum til mót- vægis,“ sagði Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, í samtali við BB. Páll segir að mögu- lega muni Flugfélagið bæta Dash 8 við flugflot- ann næsta sumar og þá í skammtímaleigu til að byrja með. Hvað fram- tíðarplön varði, þá séu Dash vélar möguleiki sem er skoðunar virði, en vélarnar er einnig hægt að fá sem 50 sæta og 70 sæta. Þar er um að ræða Dash 300 og Dash 400, en Páll segir að kostur sé hversu samhæfni mismunandi gerða sé mikil, sem auki hag- kvæmni í viðhaldi og þjálfun flugmanna. Að sögn Páls kostar ný Dash 8-200 um 650 milljónir króna. Hann segir að erfitt geti verið að fá slíka vél notaða, en hins vegar gæti verið kostur að kaupa notaða Dash 8-100, sem kosti 430-500 milljónir króna. Um 400 Dash 8-100 eru í notkun í heiminum í dag og hafa vélar frá framleiðandanum, Bombardier Inc. í Kanada, verið að sækja í sig veðrið á heimsvísu undanfarin misseri. SAS flugfélag- ið hefur til að mynda nýverið lagt inn pöntun á 18 Dash 8-400 vélum. Dash-8 flugvélin á Ísafjarðarflugvelli.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.