Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 9 ur og Guðlaug væri pólitísk. Hún vissi ekki einu sinni að hún væri í stjórnmálaflokki. Þannig var, að þegar ég var orðinn for- maður Sjálfstæðisfélagsins, þá kom vinur okkar Þorvaldur Garðar Kristjánsson í heim- sókn einu sinni sem oftar. Hann kom oft til okkar og ég fór iðulega með hann hér um svæðið, enda var hann þing- maður okkar og fæddur hér í Valþjófsdal í Önundarfirði. Svo vill hann fá að sjá félaga- talið í Sjálfstæðisfélaginu og við Gulla sitjum með honum inni í stofu á meðan hann les. Hann skoðar félagatalið gaumgæfilega og spyr um deili á því fólki sem hann kannast ekki við, hver þessi sé eða hinn. Svo kemur að því að hann spyr: Hver er þessi Guðlaug Auðunsdóttir? Ég varð dálítið vandræðalegur og segi um leið og ég gjóa aug- unum á Gullu: Það er nú konan mín. Þá lemur Þor- valdur á lær sér og segir: Hvernig læt ég, hvernig læt ég, fyrirgefðu mér, Guðlaug mín, fyrirgefðu mér. En það sérstaka við þetta atvik var ekki að Þorvaldur Garðar blessaður skyldi ekki átta sig á því hver þessi Guðlaug væri, heldur hitt, að Gulla vissi ekki sjálf að hún var í Sjálfstæðis- félaginu. Í þetta skipti hélt ég að hún myndi drepa mig með augnaráðinu.“ – Er þér kunnugt um hvort þú ert ennþá í félaginu? Annað fólk forðaði sér Guðlaug: „Já, ég er ennþá í félaginu. Ég hef ekki komist út út því enn. En ég kem ekki af sjálfstæðisfólki eins og Eiríkur. Pabbi minn var mikill Alþýðubandalagsmaður.“ Eiríkur: „En börnin hans sem eru búsett á Íslandi eru öll sjálfstæðisfólk. Tengda- faðir minn var með skemmti- legri mönnum sem ég hef rætt við um pólitík. Við áttum það stundum til að fá okkur í glas og spjalla saman um pólitík. Þá nötraði húsið og annað fólk forðaði sér burt. En við enduð- um jafnan á því að vera sammála um eitt: Við vildum báðir bæta hag allra í samfé- laginu, en ekki bara sumra. Hann var mikill jafnaðarmað- ur að eðlisfari.“ Flokkur A plús – Ert þú ekki líka jafnaðar- maður? „Ég hef nú stundum haft það á orði. Og meira að segja kom í ljós að blóðflokkurinn minn er ekki bara A, heldur meira að segja A plús. Karvel Pálmason vinur minn hefur stundum sagt mér að ég sé jafnaðarmaður. En ef átt er við þann stjórnmálaflokk sem ber nafnið Jafnaðarmanna- flokkur Íslands, Alþýðuflokk- urinn, þá er ég vissulega ekki jafnaðarmaður í þeim skiln- ingi, eins og þú veist. Ég er aftur á móti jafnaðarmaður í þeim skilningi að ég vil að allir eigi sömu tækifæri í sam- félaginu. Þar með er ekki sagt að ég vilji að allir menn séu eins. Ég vil að allir fái hvatn- ingu og tækifæri til þess að rækta og nýta hæfileika sína, hver á sínu sviði. Ég aðhyllist ekki hugmyndafræði vinstri flokkanna.“ Einar Oddur Kristjánsson – Það er naumast hægt að koma til Flateyrar og ræða hér um menn og málefni án þess að nefna Einar nokkurn Odd Kristjánsson. Segðu frá kynnum þínum af honum og samstarfinu við hann... Eiríkur: „Ég er alveg sam- mála þessu sem þú segir um Einar Odd og mér þykir vænt um að þú skulir spyrja mig um kynni mín af honum. Ég hef þekkt hann frá því að ég man fyrst eftir mér. Hann kom oft á æskuheimili mitt og síðan kynntist ég honum vel þegar ég var í námi í Reykja- vík. Þá átti hann það oft til að bjóða mér upp á kaffi eða eitthvað annað þegar hann var á ferð syðra og spjallaði oft við mig um hvað ég hygðist gera í framtíðinni. Hann var þess mjög hvetjandi að ég kæmi aftur heim til Flateyrar að loknu námi. Reyndar var hér annar maður sem einnig hvatti mjög til þess að ég kæmi aftur vestur, en það var Guðvarður Kjartansson, Al- þýðubandalagsmaður. Þessir menn voru báðir mjög áhuga- samir um að ungt fólk kæmi heim aftur til starfa hér á svæðinu að lokinni skóla- göngu. Það var ekki síst fyrir hvatningu þeirra að ég kom aftur hingað heim til Flateyrar. Og svo var það Kristján Jóhannesson þáverandi sveit- arstjóri, sem réð mig sem verkstjóra við sundlaugar- bygginguna hér á Flateyri vorið 1978. Það var upphafið að búsetu okkar hér. Eftir að ég var kominn hingað með fjölskylduna og var búinn að starfa hálft annað ár í byrjun síðasta áratugar sem byggingafulltrúi hjá Flateyrarhreppi, þá stóðum við hjónin á krossgötum og það kom alveg eins til greina að flytjast burt. Ég var þá far- inn að vinna í hlutastarfi hjá Tækniþjónustu Vestfjarða. Um þær mundir var Einar Oddur að huga að því að tölvuvæða Hjálm hf. og vildi fá mig til þess að sjá um þá hluti fyrir sig. Enda þótt ég vissi nánast ekkert um tölvur á þeim tíma ákvað ég að slá til og ráða mig til Hjálms og byrjaði þar 15. mars 1983. Þar var ég síðan alveg til 1. apríl 1995 þegar ég fór til F jórðungssambands ins . Reyndar var ég undir það síðasta hjá Fiskvinnslunni Kambi, sem síðan sameinað- ist Hjálmi en er nú hluti af Básafelli. Einar Oddur hefur alla tíð verið vinur okkar og félagi og kannski er einmitt þess vegna erfitt fyrir okkur að lýsa honum. Við erum svo nátengd honum. Þegar ég hef verið að hæla honum fyrir eitthvað hefur hann sagt: Passaðu þig, Eiríkur, oflof er háð.“ Ber ekki nógu mikla virðingu fyrir pappírum „Einar Oddur er auðvitað ekki gallalaus fremur en aðrir menn. En hann hefur sína ákaflega góðu kosti. Einn af mestu kostum hans held ég að sé hugmyndaauðgi. Hann er feykilega skapandi maður

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.