Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997
og á mjög auðvelt með að
koma auga á meginatr iði
hvers máls og sjá það sem
máli skiptir. Hann er einstak-
lega hugmyndaríkur að finna
úrlausnir. Ég held að starf hans
hjá Vinnuveitendasamband-
inu hafi einmitt sýnt hvað
hann á gott með að finna réttu
lausnirnar. Jafnframt á hann
mjög auðvelt með að fá fólk á
sitt band og vinna hugmynd-
um sínum fylgi. En ef við
eigum að tala um gallana, þá
held ég að segja megi – hvað
eigum við að kalla það, Gulla
– að hann beri ekki nógu mikla
virðingu fyrir pappírum. Það
er nokkuð sem honum finnst
ekki skipta máli. Eftir að búið
er að tala um mál, þá finnst
honum það vera afgreitt.
Honum finnst að orð skuli
standa. Þetta er helsti veiki
punkturinn hjá honum. Á hinn
bóginn hefur verið reynt að
spilla fyrir honum með ýmsu
öfundartali og fleiru.
Þar komum við einmitt að
einhverri helstu meinsemd
þessa litla samfélags okkar
hér á Vestfjörðum, hvað menn
eiga erfitt með að unna öðrum
þess að vel gangi hjá þeim.
Mér finnst menn eiga allt of
erfitt með að gleðjast yfir
velgengni annarra. Í litlu
samfélagi í erfiðleikum eins
og hér á Vestfjörðum skiptir
einmitt miklu máli að ein-
hverjum gangi vel, því að það
hefur jákvæð áhrif fyrir sam-
félagið allt. Það er mikilvægt
að fólk sjái að hægt sé að ná
einhverjum árangri hér. Og
það er vissulegt hægt.“
Fjórðungssamband
Vestfirðinga
– Nokkur orð um starf þitt á
stóli framkvæmdastjóra
Fjórðungssambandsins...
„Það var mjög erfið ákvörð-
un að hætta í því starfi. Þar er
nefnilega svo óskaplega mik-
ill jarðvegur fyrir ótæmandi
fjölda hugmynda. Spurningin
er í rauninni fyrst og fremst
um vinnuþrek framkvæmda-
stjórans. Þetta er skemmtilegt
starf, vegna þess að maður er
alltaf að vinna með nýju og
nýju fólki og fást við nýja
hluti. Og einmitt vegna þess
hvað mér finnst gaman að
vinna með mörgu fólki var
það mjög erfitt fyrir mig að
ákveða að hætta hjá Fjórð-
ungssambandinu, þegar mér
bauðst starfið hjá Sparisjóði
Önundarfjarðar. Það var ein-
mitt þannig að ég sóttist ekki
eftir því, heldur bauðst mér
það. Í sjálfu sér sé ég ekkert
eftir að hafa tekið þessa
ákvörðun. Starfið mitt í spari-
sjóðnum er langtum rólegra,
ég er miklu meira heima og
miklu minna á ferðalögum.
Reyndar dregur konan í efa
að ég sé svo miklu meira
heima!
Fjórðungssambandið fjallar
um mál sem varða allt samfé-
lag okkar hér á Vestfjörðum.
Þar held ég að sé nokkurt
vandamál, og ég varð var við
það og leyfi mér að fullyrða,
að sumir sveitarstjórnarmenn
á Vestfjörðum hafa ekki viljað
efla Fjórðungssambandið, því
að þeir hafa verið hræddir við
að það yrði of öflugt. Þeir eru
hræddir um að missa einhver
völd ef sambandið verður of
kraftmikið. Þetta snýst um
valdabaráttu. Ég tel ekki rétt
að dreifa kröftunum hér vestra
eins og sumir sveitarstjórnar-
menn vilja gera. Að því
leytinu er ég miðstýringar-
maður.“
Erfitt að vera
sparisjóðsstjóri
og segja nei?
– Hvernig á það við þig að
vera sparisjóðsstjóri? Þarftu
ekki oft að segja nei og senda
mönnum leiðinleg bréf?
„Ég hélt að það yrði erfitt
fyrir mig að segja nei. Hins
vegar hef ég komist að því, að
það er ekki alltaf nauðsynlegt
að segja nei beint út, þó að
það komi vissulega fyrir, það
er ekki hægt annað. En besta
leiðin er að fara rólega yfir
stöðu málanna með viðkom-
andi og hjálpa honum til að
skilja að hann einfaldlega geti
ekki tekið lán. Sumir eru mjög
þakklátir fyrir það. Svo hafa
manni stundum orðið á herfil-
eg mistök, maður hefur talið
sig vera að hjálpa fólki þegar
það hefur ekki orðið til neinn-
ar hjálpar, heldur jafnvel til
tjóns fyrir báða aðila. En að
jafnaði er þetta mjög gott og
skemmtilegt starf.
Að sumu leyti er þetta allt
öðruvísi en ég átti von á. Þarna
er um að ræða miklu meiri
félagslega aðstoð en ég gerði
mér grein fyrir. Fólk er ekki
endilega alltaf að koma í
sparisjóðinn til þess að leita
lausna á peningavandamál-
um, heldur allskonar vanda-
málum, jafnvel hjúskapar-
vandamálum. Auðvitað teng-
ist þetta þó oft meira og minna
peningum.
Ein ástæða þess að ég ákvað
að söðla um og fara til spari-
sjóðsins voru þau persónulegu
átök sem fylgdu í kjölfar
snjóflóðsins hér á Flateyri.
Það voru mikil átök fyrir
fjölskylduna að ganga í gegn-
um þá hluti. Í mínum huga er
það stór þáttur í því að byggja
nýju upp nýtt heimili og
heilsteypta fjölskyldu, nánast
frá grunni, að hún sé saman.
Þetta snerist ekki um tekjur.
Þær eru svipaðar á báðum
stöðum. Hér er ég aftur á móti
í miklu meiri nálægð við kon-
una og synina.“
Snjóflóðið og
eftirköst þess
– Ég vildi bíða með að
minnast á þessi mál og sjá
hvort þið kæmuð að þeim
sjálf...
„Það er dálítið misjafnt
hvernig við erum stemmd
fyrir því að tala um þetta. Hins
vegar ákváðum við strax að
ræða hlutina á hreinskilinn
hátt og ég held að það hafi
hjálpað okkur mikið.“
Guðlaug: „Okkur var ráð-
lagt að loka þessa atburði ekki
inni, heldur ræða um þá.“
Eiríkur: „Eftir snjóflóðið
ekki fest mig við neitt. Þá
settist ég við tölvuna og fór
að skrifa niður atburðarásina.
Ég sat við þetta einhverja
klukkutíma og þá gerðust
ótrúlegir hlutir. Mér létti og
ég varð eins og nýr maður.
Starfsþrekið og einbeitingin
komu á ný og mér leið eins og
ég væri búinn að afgreiða
eitthvað sem hefði legið á mér
lengi. En vissulega er ég ekki
búinn að vinna úr þessu öllu
enn.“
Guðlaug: „Tíminn vinnur
með okkur. Þetta er mikil
reynsla að lenda í, kannski
sérstaklega fyrir börnin. En
við stöndum öll saman.“
Eiríkur: „Niðurstaða okkar
var sú að best væri fyrir okkur
að koma aftur heim til Flateyr-
ar. Og foreldrar mínir og
systkini voru svo rausnarleg
að þau gáfu okkur æskuheim-
ilið hérna að Grundarstíg 2,
og hér erum við búin að koma
okkur fyrir.“
Kominn á fjórðu
gráðu í laxveiðinni
– Snúum okkur aftur að
léttara hjali. Þegar sparisjóðs-
stjórinn er búinn í vinnunni
og búinn að sinna öllu öðru
sem hann þarf að gera –
hvernig fer hann að því að
eyða öllum tómstundunum?
Eiríkur: „Ég hef gaman af
laxveiði. Og við hjónin eigum
saman trillu. Við keyptum
okkur úreldingartrillu í fyrra
á 270 þúsund krónur og
nefndum bátinn Hinrik Guð-
mundsson eftir afa mínum.
Svo er ég í Rótarýklúbbi Ísa-
fjarðar, reyndar eini „utanbæj-
armaðurinn“ þar. Og ég er í
Frímúrarareglunni.“
– Eruð þið bæði í laxinum?
Guðlaug: „Ég hef ekki
þolinmæði í slíka veiði. Ég
get aftur á móti veitt á sjó-
stöng. Það gengur nógu hratt
fyrir mig.“
Eiríkur: „Í laxveiðinni eru
mörg stig, svipað og í Frímúr-
arareglunni. Menn byrja mjög
frumstætt en á efsta stiginu
eru þeir alveg hættir að veiða,
segja bara veiðisögur og
drekka viskí. Ég er hins vegar
ekki kominn mjög langt á
þróunarbrautinni.“
– Á hvaða stigi ertu núna?
„Ég er byrjaður á flug-
ustönginni og svolítið byrj-
aður á bjórnum og viskíinu á
kvöldin. Það mun vera fjórða
stigið. En það er ekki bara
laxveiðin sjálf sem er
skemmtileg, heldur ekki síður
félagsskapurinn. Það er allt í
lagi að koma heim með öngul-
inn í rassinum ef félagsskap-
urinn er góður.“
Guðlaug: „Ég hef að vísu
einu sinni náð að tylla mér á
fyrsta stigið í laxveiðinni. Við
heimsóttum Engilbert Ing-
varsson vin okkar í laxeldis-
stöðina inni í Reykjanesi. Þar
voru seld veiðileyfi í eldis-
kerunum og maður fékk fisk í
hverju kasti. Ég er góð í svo-
leiðis veiði.“
Áhöfnin á Hinrik
Guðmundssyni
– Hvort ykkar er skipstjóri
á trillunni?
Eiríkur: „Reyndar tók ég
pungaprófið í Farskóla Vest-
fjarða í vetur, þannig að ég er
skipstjórinn. En Gulla er
ekkert síður áhugamanneskja
um trilluna en ég. Hún er
mikið hreystimenni á sjó og
verður aldrei sjóveik, öfugt
við mig.“
– Ekki veiðið þið lax á
trillunni...
Eiríkur: „Ekki nema hvað
við fengum einu sinni fjórtán
punda lax í rauðmaganet, en
hann var svo illa farinn að við
urðum að henda honum.“
– Hvaða störf hefur eigin-
konan einkum með höndum
um borð, fyrir utan að hjúkra
skipstjóranum í sjóveikinni?
Guðlaug: „Ég er nú aðal-
lega á sjóstönginni, en svo fæ
ég stundum að grípa í stýrið
þegar kapteinninn stendur í
aðgerð.“
Eiríkur: „Hún er mjög góð
á sjónum og miklu betri
vélstjóri en ég. Í sumar fórum
við á sjóinn einu sinni sem
oftar og þá ofhitnaði vélin svo
að ég varð að drepa á henni.
Konan spurði: Vantar ekki
bara vatn á vélina? Ég vissi
að vélin var sjókæld og fuss-
aði náttúrlega og hristist allur
yfir þessari fáfræði konunnar
að halda að það vantaði vatn á
sjókælda vél. Svo tókst okkur
að komast í land með því að
taka svolitla spretti og drepa
á vélinni á milli. Við lögðum
að hérna við smábátabryggj-
una og fyrsti maðurinn sem
kom okkur til aðstoðar spurði:
Vantar ekki bara vatn á vélina?
Og það kom í ljós að það
vantaði einmitt vatn á hana.
Það eru til fleiri sambærileg
dæmi um vit mitt á vélum.“
– Komdu með þau...
Eiríkur: „Nei, ég held að ég
sé ekkert að auglýsa það
frekar.“
– Væntanlega megið þið
ekki fiska mikið á svona bát...
Eiríkur: „Nei. En við skul-
um ekki fara mikið út í afla-
tölur hér. Það er leyfilegt að
fiska fyrir fjölskylduna. En
einn góður maður hefur bent
á, að við Íslendingar séum í
rauninni allir ein fjölskylda...“
Guðlaug keypti grunninn
og efnið í húsið
– Margir Vestfirðingar sem
fara í burtu til náms koma
ekki aftur. Af hverju komst þú
aftur heim og settist að á
Flateyri að námi loknu?
Eiríkur: „Þegar við hjónin
komum fyrst saman hingað
vestur árið 1978, þá líkaði
Guðlaugu svo vel við staðinn
að hún vildi strax setjast hér
að. Þegar ég síðan fékk vinnu
hérna, þá ákvað hún að kaupa
grunninn að húsinu við Unn-
arstíg 3 fyrir spariféð sitt og
allt timbrið í húsið líka, þannig
að þetta var fyrst og fremst
hennar ákvörðun að setjast hér
að. Hér vildi hún búa og ala
upp sín börn. Þetta var mjög
ánægjulegt fyrir mig. Og hér
höfum við átt ákaflega góðan
tíma. Í svona litlu samfélagi
verður einstaklingurinn svo
miklu stærri. Ef ég hefði sest
að í Reykjavík til frambúðar,
þá hefði ég til dæmis aldrei á
Guðlaug: „Eiríkur er ekkert öðruvísi en allir sjá. Hann er
mjög geðgóður og jákvæður maður. Stundum óþolandi
jákvæður! En það er mjög gott að búa með honum.“
Eiríkur: „Hún þorir ekki að tala um slæmu hliðarnar.“
fórum við fjölskyldan suður.
Fáum vikum seinna fór ég að
vinna í Reykjavík en kom
síðan fljótlega vestur aftur til
að að vinna á skrifstofu
Fjórðungssambandsins á Ísa-
firði, reyndar allt of snemma.
Mér fannst alveg sjálfsagt að
kona mín og synir fengju
áfallahjálp sem boðið var upp
á fyrir sunnan, en ég sá ekki
nokkra þörf á slíku fyrir
sjálfan mig. Ég taldi mig víst
svo heilsteyptan og harðan...“
Guðlaug: „Fjölskyldufaðir-
inn sterki!“
Eiríkur: „En svo var það
einhvern tímann um mánaða-
mótin janúar-febrúar um vet-
urinn að konan sló í borðið og
sagði: Næst þegar þú kemur
suður, þá áttu tíma hjá áfalla-
hjálpinni. Og ég fór þangað.
Reynsla mín af því er í stuttu
máli sú, að ég ráðlegg öllum
sem lenda í einhverri válegri
lífsreynslu að gera slíkt. Þér
er ekki endilega sagt nákvæm-
lega hvernig þú eigir að taka á
hlutunum, en þér er hjálpað
til þess. Það gerist ekki nema
maður vilji það sjálfur. Til-
hneigingin er að loka svona
atburði inni í einhverju búri,
maður vill ekkert af þessu vita.
Það er svolítið erfitt að líta
inn í þá skápa. Áfallahjálpin
aðstoðar mann við að opna
skápana og takast á við þau
vandamál sem eru þar fyrir
innan.
Annað gerði ég, sem hjálp-
aði mér ótrúlega mikið. Ég
man vel eftir fullveldisdeg-
inum 1. desember 1995. Þá
var ég að vinna, eða öllu held-
ur ætlaði að vinna, en ég gat
það einfaldlega ekki. Ég gekk
um gólf á skrifstofunni hjá
Fjórðungssambandinu og gat