Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 11 Vélskipið Hinrik Guðmundsson við bryggju á Flateyri eftir vel heppnaðan túr, þar sem veitt var í matinn handa fjölskyldunni. Meðal háseta að þessu sinni var Ægir Hafberg, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, sem er fremst á myndinni. ævinni staðið upp á fundi og haldið ræðu, býst ég við. Ég hefði aldrei byrjað.“ Guðlaug: „Það eru forrétt- indi að fá að ala upp börn úti á landi. Ég skil ekki hvað fólk sækir í fjölmennið og streituna fyrir sunnan. Við kynntumst því aðeins þegar við dvöld- umst þar eftir snjóflóðið.“ Þegar heimilisfaðirinn leiðréttir kúrsinn hjá konunni – Lýstu Eiríki Finni... Guðlaug: „Á ég nú að fara að lýsa honum?“ Eiríkur: „Hún má alveg lýsa mér. Ég tek hana bara í gegn þegar þú ert farinn.“ Guðlaug: „Eiríkur er ekkert öðruvísi en allir sjá. Hann er mjög geðgóður og jákvæður maður. Stundum óþolandi já- kvæður! En það er mjög gott að búa með honum.“ Eiríkur: „Það getur nú hvesst stundum...“ Guðlaug: „Já, vissulega, en á móti kemur að hann er mjög sáttfús. En hann fær ekki nein verðlaun fyrir að sjá um heimilisstörfin.“ Eiríkur: „Ég reyni að leið- rétta kúrsinn öðru hverju þegar henni finnst keyra úr hófi fram hvað ég sinni þessu lítið. Þannig hef ég drifið mig að setja í þvottavélina og eyðilagt allt sem ég setti í hana. Ég hef líka sett í þurrk- arann og eyðilagt allt. Svona fer ég að því að leiðrétta kúrs- inn hjá henni. Það líður dálítill tími þangað til að hún fer að tala um þetta næst.“ – Eldar hann eitthvað? „Já, það kemur fyrir. Hann sér algerlega um grillið. Það er hans hlutverk.“ – Eyðileggur hann ekki allt þar líka? Guðlaug: „Nei. Hann er mjög góður að grilla. Og snillingur að matreiða kola. Hann getur alveg það sem hann vill þegar hann tekur sig til.“ Eiríkur: „Ég er góður í öllu.“ Guðlaug: „Hann er hand- laginn og góður í öllu sem viðkemur smíðum.“ Eiríkur: „Hún þorir ekki að tala um slæmu hliðarnar.“ Kvöldið líður fljótt... Kvöldið líður fljótt að Grundarstíg 2 á Flateyri. Umræðuefnin eru óþrjótandi og ljóst er að ekki er hægt að gera nema fáu einu skil af því sem ber á góma og vert væri að færa í letur. Þar á meðal eru æskuminningarnar, sagan af verslunarrekstri Greips Guðbjartssonar á Flateyri, samfélagið hér fyrir vestan, veiðisögurnar... Kannski bíður það betri tíma. Hlynur Þór Magnússon. Sandafell ehf., á Þingeyri Leigir verslunarhúsnæði Kaupfélags Dýrfirðinga um, en við teljum okkur hafa ákveðið forskot á þá, þar sem við erum lengra í burtu frá Ísafirði en þeir eru. Við förum út í þetta vegna mikillar hvatn- ingar heimamanna sem vilja hafa verslun hérna á staðnum og ég vona að þeir sjái sér hag í að versla frekar í heima- byggð, en t.d. á Ísafirði. Ég lét FÍB reikna út fyrir mig kostnað við að aka frá Þing- eyri til Ísafjarðar og til baka, en þeir fengu út að slík ferð kostaði 3.200 krónur að lág- marki. Þetta verður fólk að setja með í innkaupakörfuna sína,“ sagði Líni Hannes í samtali við blaðið. Rekstur matvöruverslunar verður með svipuðu sniði og var hjá KD, að sögn Lína, en auk matvöru er í versluninni boðið upp á búsáhöld, ritföng, bækur, leikföng, rafmagns- vörur og fleira. Aðspurður um hvort gera ætti eitthvað sér- stakt í tilefni opnunarinnar, sagði Líni að fólk þyrfti bara að koma og athuga hvort ein- hver opnunartilboð eða slíkt væru í boði. Á fimmtudag tók til starfa ný verslun í húsnæði því sem áður var í eigu Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri. Það er fyrirtækið Sandafell ehf. sem stendur að rekstrinum, og leigir húsnæðið til sex mánaða af Lífeyrissjóði Vest- firðinga, sem leysti það til sín í kjölfar gjaldþrots KD en auk þess var búnaður og lager keyptur af þrotabúi fyrirtækis- ins. Eigendur Sandafells eru Sigurður Friðfinnsson á Ket- ilseyri og synir hans, Líni Hannes Sigurðsson og Jón Reynir Sigurðsson. Þrír starfs- menn deila með sér tveimur stöðugildum í versluninni til að byrja með, en verslunar- stjóri er Katrín Gunnarsdóttir. „Við erum að reyna að hafa frumkvæði að því að byggð haldist hér, en menn hafa reynt það með misjöfnum árangri. Maður hefur svo sem heyrt að verslunareigendur í Súðavík, Suðureyri og Flateyri séu ekkert of sælir af rekstri sín- Húsnæði Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri. Skólahús og kryddpíur Í síðustu viku bar tvennt einna hæst í fréttum. Hið fyrra eru deilur um skólahúsnæði á Ísafirði og hið síðara klofningur í Kvennalistanum. Á sama tíma og fjallað er um byggðaþróun á Íslandi, þar sem gert er ráð fyrir að á næstu 10 árum muni fólki búsettu á Vestfjörðum fækka um 25% og verða um 6500, ber deilur í fjórðungnum hæst. Í Vesturbyggð deila menn um staðsetn- ingu minnismerkis, í Ísafjarðarbæ um hús undir grunnskóla. Framkoma bæjarstjórnar Vesturbyggðar í garð Egils Ólafssonar á Hnjóti er dæmigerð um viðbrögð sveitarstjórna í hnignandi héraði. Auk þess er hún til skammar. Á Ísafirði eru tök bæjarstjórnar á húsnæðismálum grunnskólans að verða þvílíkur farsi, að annað eins er vandfundið. Hér skal ekki lagt mat á gagnsemi þess að breyta frystihúsi Norðurtangans í grunnskóla. En hjá því verður ekki litið, að Norðurtanginn rann saman við Básafell og Básafell seldi Þróunarsjóði sjávarútvegsins húsið á sama tíma og forsvarsmenn bæjarstjórnar ákváðu að kaupa það. Á sama tíma var einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er meðal æðstu stjórnenda Básafells, með uppsteyt, en gekk í sig. Almenningur dregur sínar álykt-anir. Vissulega var skynsamlegt af bæjarstjórn að fá skýrslu um húsnæðiskosti. En því miður var það bæði of seint og byrjað á öfugum enda. Og nú er skýrslan lögð fram og bent á tölur. Það vekur undrun, en skýrir um leið brottflutning fólks, að ekki var leitað til fyrirtækja í héraði um skýrslugerð, heldur suður. Á Ísafirði starfrækir ein stærsta og virtasta verkfræðistofa landsins, kennd við Sigurð Thoroddsen, útibú. Nú ef hún var ekki nógu góð, þá er einnig starfandi Tækniþjónusta Vestfjarða. Enn dregur almenningur, kjósendur, ályktanir, sem ekki auka traustið á bæjarstjórn. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem er margklofin í málinu, bendir á nauðsyn hraðra vinnubragða. Það er rétt, en ríkir ekki lýðræði í Ísafjarðarbæ? Mættum við fá betra að heyra næst. Bjóða Kryddpíur klofið? En það er fleira klofið nú um stundir. Kvennalistinn, þetta sérstæða og jafnframt undarlega og um leið heimsfræga fyrirbæri, hefur nú klofnað. Á Úlfljótsvatni, þar sem skátar hafa gjarnan stillt saman strengi sína, klofnaði Kvennalistinn á landsþingi sínu. Um hvað varð þessi heiftarlegi ágreiningur? Hann varð um afstöðu til sameiningar vinstri manna. Sannast sagna kom hið rétta eðli þessara samtaka í ljós. Þær sem alla tíð hafa blekkt sjálfar sig og aðra, kjósendur þar á meðal, sýndu nú sitt rétta andlit. Það er ekkert ljótt við að vera vinstri sinnaður frekar en hægri sinnaður. Um er að ræða skoðanir. Það sem kynni að vera ljótt er að leyna því, sigla undir fölsku flaggi. Svo sannarlega hafa kvennalistakonur kryddað daglegt líf með landsþingi sínu. Þær eru sannkallaðar kryddpíur, þótt ekki hafi þær sömu framgöngu og hinar bresku, sem heilla ungdóminn. Heldur eru þó örlög Kvennalistans dapurleg. Þær sem telja sig hafa getað haldið í og hangið á pólitískum völdum á vegum Reykjavíkurlistans gera það óspart. Hinar sem trúðu á samtök kvenna óháð hægri og vinstri í stjórnmálum eru ósáttar og hætta. Hver telst barnakryddið og hver óþekka kryddið skal ósagt látið. En einhvers staðar leynist sannleikskrydd og fyrir það þakka margir nú. Enn einu dulargervi vinstri manna hefur verið kollvarpað. Kvennalistinn er genginn sér til húðar. En í upphafi var hugmyndin góð. Hún entist bara ekki. Og úlfurinn skríður undan sauðargærunni þótt í pilsi sé. Blessuð sé minning Kvennalistans, hinna íslensku kryddpía. Bjóða þær fram klofið næst? Allt klofið? Eitt hið jákvæðasta við sameiningu sveitarfélaga kynni að vera að flokksbönd bresti. Nútíma flokkakerfi, að Kvennalistanum frátöldum, er í meginatriðum nærri 80 ára gamalt. Eina sam- einingin sem hefur heppnast var 1929, þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman í eitt. En vaxtaverkir Sjálfstæðisflokksins eru enn að brjótast fram nærri 70 árum síðar. Nægir að taka dæmi af Hafnarfirði fyrir tveimur árum, Ísafirði fyrir 7 árum og Borgaraflokkinn fyrir sléttum áratug. Sögu vinstri manna þarf heila bók til að rekja. Undir aldarlok er greinilega ákveðin gerjun í gangi. Landsbyggðin þarf að stilla saman krafta sína og Íslendingar allir, ætli þeir ekki að verða útundan í Evrópu. Er kannski allt klofið í íslensku stjórnmálalífi? Ekki skal það fullyrt og þess er alls ekki óskað. En í sveitarstjórnarmálum er greinilega þörf nýrrar sýnar. Sem fyrr segir verða Íslendingar að takast á við stöðu sína í nýjum heimi nú, að minnsta kosti nýrri Evrópu. Vopnið er aðeins eitt. Samstaða. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess. -Stakkur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.