Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 1
Eiríkur Finnur og Guðlaug Bæjarins besta Miðvikudagur 26. nóvember 1997 • 47 . tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Ísafjarðarbær Mun sprengja meirihlutann „Ég er bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, en ég greiði atkvæði samkvæmt minni sannfæringu og læt ekki skipa mér fyrir verkum,“ sagði Sigurður R. Ólafsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, þegar BB bar undir hann þá spurningu hvort einhugur ríkti meðal alþýðuflokksmanna um húsnæðismál Grunnskóla Ísafjarðar. Sigurður sagði að meðal al- þýðuflokksmanna væru sjálf- sagt mismunandi sjónarmið til húsnæðismálanna, eins og hjá flokksmönnum annarra flokka. Það breytti þó ekki hans afstöðu. „Ég mun sprengja meiri- hlutann að gefnum ákveðnum forsendum. Ég veit ekkert hvað aðrir gera og legg þeim ekki til leikreglur,“ sagði Sig- urður, sem sagðist ekki liggja á liði sínu ef til myndunar nýs meirihluta kæmi. „Það er ver- ið að vinna í fjárhagsáætlun og því nauðsynlegt að hafa starfhæfan meirihluta.“ Aðspurður hvaða leið hann vildi fara í húsnæðismálum GÍ sagði Sigurður: „Ég hef ekki mótað mér afstöðu um það. Við þurfum að taka á þessum málum og mér sýnist á öllu að í framtíðinni ættum við að stefna á nýbyggingu. Ég vil allt annað en að börnin verði sett þarna niður í fjör- una." Sigurður segist sann- færður um að andstaða við „Norðurtangalausnina“ hafi aukist meðal bæjarbúa frekar en hitt. „Ég vona að sem flestir mæti á borgarafundinn og að menn sjái þá hvað andstaðan er mikil,“ sagði Sigurður m.a. í samtali við BB. Bolungarvík Hagnaður hjá Þorbirni hf Rúmlega 58 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Þor- bjarnar hf., fyrstu átta mánuði þessa árs eftir að tekið hefur verið tillit til söluhagnaðar fyrirtækisins. Velta fyrirtækisins á tíma- bilinu nam rúmum 1,2 millj- örðum króna og nam tap af reglulegri starfsemi fyrir skatta röskum 80 milljónum króna. Uppgjörið nær til reksturs Þorbjarnar til ágúst- loka og og rekstur Bakka inni í þeim tölum frá maí til ágúst- loka. Tapið sem var á rekstri hins sameinaða félags skýrist fyrst og fremst af miklu tapi á rækjuvinnslu á Vestfjörðum vegna verkfalls. Á móti kemur hins vegar 112 milljóna króna söluhagnaður og því var tæp- lega 60 milljóna króna hagn- aður af rekstrinum. Hlutafjárútboð fyrirtækis- ins hófst á mánudag, þar sem seld verða bréf fyrir 30 millj- ónir króna á genginu 7,57. Íslandsbanki annast útboðið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.