Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 Eiríkur Finnu Að Grundarstíg 2 á Flateyri búa hjónin Eiríkur Finnur Greipsson og Guðlaug Auðunsdóttir ásamt tveimur yngri sonum sínum, þeim Grétari Erni sem er 16 ára og Smára Snæ sem er 9 ára. Elsti sonurinn er Auðunn Gunnar, liðlega tvítugur, og stundar nám í Reykjavík. Eiríkur Finnur stjórnar Sparisjóði Önundarfjarðar en Guðlaug vinnur á Pósthúsinu á Flateyri. Rúmt ár er frá því að Eiríkur tók við starfi sparisjóðsstjóra á Flateyri en áður var hann framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga í eitt og hálft ár. Undirritaður heimsótti þau Guðlaugu og Eirík Finn og syni þeirra á sunnudaginn um fyrri helgi. Þau eru nú að mestu búin að koma sér fyrir í húsinu niðri á eyrinni sem var æskuheimili Eiríks Finns, en í snjóflóðinu mikla á Flateyri fyrir tveimur árum misstu þau heimili sitt og húsbúnað og persónulega muni en björguðust sjálf heil á húfi úr rústunum með þeim hætti að nefna má kraftaverk. Eins og grónir Vestfirðingar vita er Eiríkur Finnur fæddur og uppalinn á Flateyri og foreldrar hans líka og ættir hans eru úr Önundarfirði og Súgandafirði. Faðir hans lést í fyrra en móðir hans er á lífi. Guðlaug er hins vegar Reykvíkingur. Faðir hennar er frá Vestmannaeyjum en foreldrar hennar kynntust í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap, fyrst á Klapparstígnum en síðan inni í Hlíðum. Móðir Guðlaugar er að hálfu leyti Þjóðverji. Afi hennar hét Walter Kratsch og var einn þeirra Þjóðverja á Íslandi sem Bretar tóku til fanga á hernámsárunum og fluttu til eyjarinnar Manar. Þar var hann í haldi í nokkur ár en síðan fluttur til Þýskalands í fangaskiptum. Eftir stríð tókst honum að smygla sér aftur til Íslands með togara og bjó hérlendis til æviloka. En hvort ætli Guðlaug hafi náð í Eirík Finn eða Eiríkur Finnur í Guðlaugu? Eiríkur: „Það er alveg á tæru. Hún náði í mig og ég er mjög stoltur af því. Það var kunningsskapur milli bróður míns og fjölskyldu hennar og ég kynntist henni þegar hún var barnapía hjá bróður mín- um. Upp úr því skapaðist sam- band sem leiddi til þess að við trúlofuðum okkur 1976 og eignuðumst strák. Við gift- um okkur svo tveimur árum seinna og eigum nú þrjá stráka.“ Teklúbburinn og fleiri félög Boðið er upp á kaffi og undirritaður getur ekki á sér setið að segja við Eirík Finn: – Nú ert þú að drekka kaffi. Við sérstakar aðstæður drekk- ur þú stundum te... Eiríkur: „Reyndar drekkum við hjónin yfirleitt te í hádeg- inu, en þar fyrir utan á ég einskonar helgistundir við te- drykkju. Það sem þú átt við er mjög merkilegur og skemmti- legur félagsskapur sem heitir Teklúbburinn, stofnaður árið 1995 þegar ég var hjá Fjórð- ungssambandinu. Stundum var nauðsynlegt að skapa sér dálitla frístund frá símanum og þá var gott að fara á fund í Teklúbbnum á miðjum degi. Í honum eru þrír félagar og til þess að fá inngöngu í klúbbinn verða menn að vera einhver af þessum þremur. Hinir tveir eru Kristján Haraldsson orku- bússtjóri og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður. Við hittumst óreglulega á Hótel Ísafirði og förum yfir stöðu mála í samfélaginu, svo og persónuleg vandamál okkar sjálfra og annarra. Raunar er okkur ekkert mannlegt óvið- komandi og ekkert sem ekki má taka fyrir á fundum. Ég má að vísu ekki segja mikið frá þessum klúbbi því að þetta er hálfgerður leynifélags- skapur. Ekki eru ritaðar fund- argerðir og fullur trúnaður um það sem þar fer fram. Þó má geta þess, að á fundum má ekki drekka neitt annað en te. Ekki eru haldnar árshátíðir. Félagsgjöld eru engin en sá sem er fyrstur til að taka upp budduna hverju sinni borgar teið fyrir alla fundarmenn.“ – Kannski alltaf sá sami? Eru menn ekki misfljótir að bregða buddum líkt og skammbyssum? „Ja, það er nú einn sem er yfirleitt fljótastur. En við segjum ekkert hver það er.“ – Einhverjir helgisiðir í klúbbnum aðrir en tedrykkj- an? „Vissulega eru helgisiðir í Teklúbbnum, en þeir eru svo leynilegir að ég má ekkert greina frá þeim. Þetta er góður félagsskapur.“ – En í hvaða félagsskap ert þú, Guðlaug, formlegum eða óformlegum, leynilegum eða opinberum? „Ég er í Kiwanisklúbbnum Þorfinni hérna á Flateyri, Slysavarnafélaginu og stjórn íþróttafélagsins. Ekki í neinu leynifélagi.“ Eiríkur: „Það er enginn skortur á félögum hérna. Erfiðara að verjast því að vera í félögum heldur en hitt.“ Vagninn magnaður – Hvað voruð þið að gera í gærkvöldi? Eiríkur: „Við fjölmenntum ásamt ýmsum vinum okkar á styrktarkvöld fyrir Hallbjörn Hjartarson kántríkóng, sem haldið var hérna í Vagninum. Hann var þar sjálfur og söng nokkur lög. Vagninn er lítill staður og þar næst alltaf upp magnað fjör. Í árdaga Vagns- ins undir stjórn Guðbjarts Jónssonar fóru þar af stað ýmsir merkir tónlistarmenn, þar á meðal KK, og þangað hafa hann og fleiri komið til að halda útgáfutónleika. Ég hef aldrei komið í Vagninn án þess að þar hafi verið verulega gott fjör og skemmtileg fólk, og hef ég þó komið þar oft!“ Ekki fýlugjarn maður – Er ekki bara málið að þér sjálfum fylgir alltaf fjör? Þú ert að vísu hávirðulegur mað- ur, sparisjóðsstjóri og áður oddviti á Flateyri og fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bandsins, en oft líturðu miklu frekar út eins og prakkari... „Þakka þér fyrir. Ég vildi gjarna að mér væri lýst svona! Ég er fremur glaðsinna og hef gaman af því að skemmta mér. Þó að ég segi sjálfur frá, þá á ég fremur auðvelt með að hafa gaman af hlutunum.“ – Varstu uppátektasamur krakki? „Nei, ég held að ég hafi verið mikill mömmustrákur, ef ég mætti nota það orð. Vissulega tók ég þátt í prakk- arastrikum, en ég var áhrifa- gjarn krakki og átti yfirleitt ekki sjálfur hugmyndirnar að prakkarastrikunum.“ – En er hann kannski prakk- ari á seinni árum? Guðlaug: „Nei, hann er ekki neinn prakkari, en hann er sannarlega ekki fýlugjarn maður!“ Áskrifandi að Neistanum og Stéttabaráttunni – Nú ert þú hættur í póli- tísku vafstri, eftir að þú réðst til Fjórðungssambandsins og síðan að sparisjóðnum.... „Ég hætti í sjálfri sveitar- stjórnarpólitíkinni, en ég hætti örugglega seint í pólitík. Ég er einfaldlega sú manngerð, að ég á erfitt með að taka ekki afstöðu til mála. Ég hef lengi fylgt Sjálfstæðisflokknum og sé ekki fram á að breyta því mikið á næstunni. Á mennta- skólaárum í Reykjavík var ég hins vegar mjög vinstrisinn- aður. Jafnvel svo vinstrisinn- aður að ég rakst hvergi í neinum hefðbundnum stjórn- málaflokki. Ég var áskrifandi að bæði Neistanum og Stétta- baráttunni. En það er dálítið merkileg saga hvernig ég gerðist sjálfstæðismaður. Eftir að við Gulla komum hingað vestur á sínum tíma, þá var Einar Oddur orðinn leiður á því að vera formaður Sjál- fstæðisfélags Önundarfjarðar, en hann hafði gegnt því embætti mjög lengi. Það var útlit fyrir að við hjónin mynd- um setjast að hér á Flateyri, og Einar kallaði mig á sinn fund þar sem hann og Kristján J. Jóhannesson þáverandi sveitarstjóri tilkynntu mér að ég ætti að koma á aðalfund Sjálfstæðisfélagsins þá um kvöldið og þar yrði ég kjörinn formaður...“ – Lýðræðislegri kosningu væntanlega... „Já, þetta var allt ákaflega lýðræðislegt, að sjálfsögðu!“ Talinn öruggur flokksmaður – Varstu kannski ekki neitt við Sjálfstæðisflokkinn riðinn fyrir þann tíma? „Jú, ég hafði áður verið skrifaður inn í Félag ungra sjálfstæðismanna, en reyndar án þess að óska eftir því sjálfur, eins og kannski var algengt á þeim árum...“ – Og er kannski enn... „...og menn álitu mig nokk- uð öruggan flokksmann þegar þarna var komið sögu. Faðir minn var mikill sjálfstæðis- maður og menn töldu að ég myndi enda í sömu gröf og hann í pólitíkinni. Ég var svo formaður félagsins ein sextán ár og hætti fyrir tveimur árum. Þá var ég búinn að fá fyllilega minn skammt, líkt og Einar Oddur á undan mér.“ – Hvern léstu þá kjósa „lýðræðislegri kosningu“ í þinn stað? „Það bar nú ekki að á sama hátt og þegar ég tók við. Núverandi formaður er Hinrik Kristjánsson. Annars er þetta ekki mjög íþyngjandi starf að vera formaður Sjálfstæðis- félags Önundarfjarðar. Samt hafði það eitt fram yfir mörg önnur pólitísk félög hér á svæðinu: Það hélt þó fundi og fjallaði reglulega um sveitar- stjórnarmálin og ég held að styrkur sjálfstæðismanna hér á Flateyri hafi að talsverðu leyti byggst á því hversu öflugt starfið var innan félags- ins, þrátt fyrir allt. Þar var unnið fyrir opnum tjöldum og fólk átti möguleika á því að hafa áhrif á framgang mála innan félagsins. Í fyrstu sveit- arstjórnarkosningunum sem ég tók þátt í, árið 1982, þá sameinuðust vinstri menn á móti okkur. Ég held að ég hafi aldrei lifað eins æsispennandi augnablik eins og við talning- una í þeim kosningum. Þegar talningu var að ljúka og aðeins eitt utankjörfundaratkvæði ótalið vorum við með 137 at- kvæði en vinstri menn með 136. Þeir höfðu stöðugt sótt á meðan utankjörfundarat- kvæðin voru talin. En við áttum síðasta atkvæðið og höfðum því sigur með tveggja atkvæða mun. Það var ólýsan- leg tilfinning þegar síðasta atkvæðið var í höfn, eins konar spennufall, rétt eins og einhver gæsahúðarstraumur færi um líkamann. Við töpuð- um svo kosningunum fjórum árum seinna en unnum síðan tvennar næstu kosningar þar á eftir.“ Oddvitastarfið, Magnea og Ægir Hafberg – Hvað varstu lengi oddviti hér á Flateyri? „Samtals var ég oddviti í níu ár. Ég hætti þegar ég fór til Fjórðungssambandsins sum- arið 1995 en Magnea Guð- mundsdóttir tók við. Ég held að margir hafi ekki gert sér grein fyrir því, að þegar snjóflóðið féll í október var Magnea einungis búin að gegna starfi oddvita frá lokum júlí, eða tæpa þrjá mánuði. Í ljósi þess finnst mér ennþá merkilegra hvað hún stóð sig óskaplega vel í þeim hörm- ungum öllum og því sem á eftir fylgdi og allri þeirri vinnu sem var í kringum það. Hún stóð sig vissulega með mikl- um glæsibrag. En það var sannarlega ekki vegna þess að hún væri með svo mikla reynslu í sveitarstjórnarmál- um. Í fjögur ár var ég í stjórnarandstöðu hér í hrepps- nefndinni, á meðan Ægir Hafberg fyrrverandi spari- sjóðsstjóri var oddviti. – Forveri þinn í starfi... „Já. Samstarf okkar Ægis gekk alla tíð ákaflega vel. Við vorum saman í hreppsnefnd í átta ár. Við áttum til að rífast alveg heiftarlega, börðum í borðið og tókum miklar snerr- ur, en við fórum aldrei af fundi öðruvísi en vinir og það held ég að hafi verið mikill styrkur fyrir starfið í sveitarstjórninni. Og svo fór að lokum að hann valdi mig sem eftirmann sinn í sparisjóðnum.“ „Heldurðu það, Gulla?“ – Áttu annars nokkra óvini? „Ég held bara ekki. Held- urðu það, Gulla? Ég á mjög gott með að lynda við fólk og starfa með öðrum og ég held að það sé ein af sterkari hliðum mínum. Enda hef ég ofboðslega gaman af því að vinna með fólki. Félagsstarf er svo gefandi, vegna þess að þú kynnist svo mörgum. Fólk- ið mitt tekur eftir því, þegar við erum á labbi í Reykjavík eða í rauninni hvar sem er, hvað ég þekki feykilega mar- ga. Konunni minni finnst það stundum dálítið óþægilegt, vegna þess að henni finnst að hún eigi þá að þekkja alla líka...“ Guðlaug: „Ég er svo ómannglögg.“ Eiríkur: „Ég hef kynnst mjög mörgum í gegnum sveit- arstjórnarmálin og orkumálin og margt fleira. Það sem eftir situr er kunningsskapurinn og vináttan.“ – Ert þú pólitísk? Guðlaug: „Ég er nú ekki stórlega pólitísk.“ „Hver er þessi Guðlaug Auðunsdóttir?“ Eiríkur: „Ég skal segja þér eitt, Hlynur minn, að Gulla vissi ekki einu sinni að hún

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.