Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 26.11.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 5 ÍSAFJARÐARBÆR AUGLÝSING UM DEILISKIPULAG Á TUNGUSKEIÐI Í SKUTULSFIRÐI Samkvæmt ákvæðum í gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985, er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi á Tunguskeiði í Skutulsfirði. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á Tunguskeiði í landi Neðri-Tungu við verslunarmiðstöðina Ljónið. Skipu- lagstillagan er til sýnis í Stjórnsýslu- húsinu á Ísafirði frá og með 27. nóv. nk., til 25. des. nk. Á sama tíma er til sýnis breyting á aðalskipulagi sama svæðis. Athugasemdum skal skila skriflega til tæknideildar Ísafjarðar- bæjar fyrir 8. jan. nk. Bæjarverkfræðingur. Húsafriðunarsjóður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum nr. 88/1989, sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsafriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostn- aðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlana- gerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til fram- kvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menn- ingarsögulegt og listrænt gildi. - byggingasögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. feb- rúar 1998 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10:30 og 12:00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins. Húsafriðunarnefnd ríkisins Tilboð óskast í neðangreinda eign 10935 Urðarvegur 78, Ísafirði, 2ja herbergja íbúð á 3ju hæð fyrir miðju. Stærð íbúðar er 73,2m². Bruna- bótamat er kr. 6.283.000.- og fasteignamat er kr. 3.614.000. Íbúðin verður til sýnis í samráði við Margréti Högnadóttur hjá Vegagerðinni á Ísafirði í síma 456 3911. Nánari upplýsingar um ofangreinda eign eru gefnar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík og hjá ofan- greindum aðila. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sömu stöðum. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11:00 þann 10. desember 1997 þar sem þau verða opnuð í við- urvist bjóðenda er þess óska. Fjölmenni var viðstatt formlega opnun fyrsta áfanga Edinborgarhússins, þeirra á meðal Guðrún Á. Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, eiginmaður hennar Tryggvi Sigtryggsson, Páll Loftsson, stjórnarmaður í Edinboargarhúsinu og Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. í notkun nokkur lög. Þá skemmti Villi Valli og nokkrir viðstaddra með leik og söng. ,,Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust fyrir þremur árum og eftir eru þrír áfangar. Næsti áfangi er salurinn stóri sem kemur til með að geyma fjölnota sal undir leiklistar- og tónlistarstarfsemi og raun- ar hvað sem er. Framkvæmdir við það verk hefjast á næsta ári en hvenær því lýkur ræðst af fjármagninu sem við komum til með að hafa milli handanna. Okkar vonir standa til að hægt verði að ljúka verk- inu á tveimur árum og að hús- ið verði fullbúið innan fimm ára,” sagði Jón Sigurpálsson í Gestir á mannfagnaðinum skemmtu sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. samtali við blaðið. Hann sagði að vel hefði gengið að fá fjár- magn til verksins sem og starfskrafta í sjálfboðavinnu og vonaðist hann til að svo yrði áfram. Forsvarsmenn Flugfélags Íslands voru viðstaddir opn- unina á föstudag, en þeir hafa að undanförnu átt í viðræðum við stjórn Edinborgarhússins um að fá leigða aðstöðu í hús- inu undir söluskrifstofu fé- lagsins á Ísafirði. ,,Við von- umst til að niðurstaða í þessu máli liggi fyrir í þessari viku. Ef af þessu verður mun félagið opna skrifstofu í húsinu fyrir næsta sumar. Þá um leið verður söluskrifstofa Flug- leiða á Ísafirði lög niður, að sögn Jóns. Meðfylgjandi myndir voru teknar á mann- fagnaðinum á föstudag. Húsnæðismál Grunnskóla Ísafjarðar Boðað hefur verið til al- menns borgarafundar í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði í kvöld um húnæðismál Grunnskóla Ísafjarðar. Á fundinum verður skýrsla VSÓ ráðgjafar um húsnæðismálin kynnt og væntanlega verður ágreining- ur bæjarfulltrúa um leiðir til lausnar húsnæðisvandanum til umræðu. Áætluðum auka bæjar- stjórnarfundi sem halda átti á morgun hefur verið aflýst, en á honum átti að taka húsnæð- ismálin til afgreiðslu. Sam- kvæmt óskum frá bæjarfull- trúum sem vilja fá meira svig- rúm til að kynna sér skýrslu VSÓ, kemur málið til af- greiðslu á bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður á fimmtu- dag í næstu viku. Borgarafundur í í kvöld Villi Valli og Hallfreð Engilbertsson skemmtu gestum með hressu spili. Hressir Vonarbræður tóku lagið og skemmtu sér og gestum jafnmikið. Þær Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Jónína Einarsdóttir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta við opnunina.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.