Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.12.1997, Side 16

Bæjarins besta - 03.12.1997, Side 16
Úrval jólagjafa! Komdu og skoðaðuBæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Slökkvilið Bolungarvíkur Tekur í notkun nýtt húsnæði Slökkviliðsstjórar og varslökkviliðsstjórar í Bolungarvík, fyrrverandi og núverandi. F.v. Ólafur Benediktsson, Ketill Elíasson, Benedikt Bjarnason, Egill Benediktsson, Jón Sveinsson og Jón Guðbjartsson. Á föstudaginn tók slökkvi- lið Bolungarvíkur í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði og var boðið til víglsuhófs af því tilefni. Nýja húsnæðið er í hluta áhaldahúss Bolungar- víkurkaupstaðar og mun það gjörbreyta allri vinnuaðstöðu slökkviliðsins, að sögn Ólafs Benediktssonar, slökkviliðs- stjóra. „Slökkviliðið er að fara úr 100 fermetra húsnæði í þenn- an 250 fermetra sal, en vinnu- aðstaðan á gamla staðnum var orðin gjörsamlega óviðun- andi. Hér munum við hafa gott rými til að sinna viðhaldi tækjabúnaðar, auk þess sem við samnýtum kaffistofu og hreinlætisaðstöðu með starfs- mönnum áhaldahússins. Fræðsla og námskeiðahald er sífellt að aukast og aðstaða til þess er nú orðin allt önnur en var,“ sagði Ólafur í samtali við blaðið. Slökkvibúnaður í Bolung- arvík er nánast allur gamall, en þar á meðal er Bedford dælubíll frá árinu 1962 og Benz dælubíll frá árinu 1966. Nýlega var þó keyptur nýr vatnsbíll sem gjörbreytir að- stæðum, því gamli bíllinn var nánast ónýtur að sögn Ólafs. Hann segir tímabært að endur- nýja annan búnað, en það sé dýrt og óvíst hvenær svigrúm skapaðist til þess. Útköll hjá Slökkviliði Bol- ungarvíkur voru 18 á síðasta ári, en þar af voru alútköll vegna elds í fjórum tilfellum. Skipaðir slökkviliðsmenn eru 19 talsins, auk slökkvilið- stjóra og tveggja varaslökkvi- liðsstjóra. Árið 1994 var tekin upp boðun með símboðum og segir Ólafur það hafa breytt miklu um boðun slökkviliðs- manna í útköll og hafa marg- sannað gildi sitt. Slökkviliðið hefur farið í tvö útköll frá nýja staðnum sem stendur aðeins fyrir utan bæinn, og segir Ólafur allt hafa gengið samkvæmt áætl- un og að viðbragðstími hafi verið góður. Óprúttnir veltu bif- reið niður í fjöru Ökumaður bifreiðarinnar á myndinni hér til hliðar ók útaf við Brúarnesti um kl. 02 aðfaranótt laugardags. Lögregla kom á staðinn og var ökumaðurinn færður á lögreglustöð, grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin valt ekki við óhappið, en þegar lögreglumaður sem var á heimleið af vakt, átti leið framhjá slysstað um kl. 06 á laugardagmorgun, höfðu einhverjir óprúttnir tekið sig til og velt bifreiðinni út fyrir veginn. Úrval jólagjafa! Komdu og skoðaðu Internetþjónustufyrirtæki sameinast Snerpa á Ísafirði yfirtek- ur Smartnet í Hveragerði Internetþjónustan Smartnet í Hveragerði hefur sameinast internetþjónustunni Snerpu á Ísafirði, undir merkju Snerpu. Með sameiningunni eykst notendafjöldi Snerpu að Inter- netinu um rúmlega hundrað. Notendur í Hveragerði geta nú skráð sig undir svæðis- netfanginu snerpa.is og not- endur á Vestfjörðum undir svæðisnetfanginu smart.is. „Í kjölfar sameiningarinnar munum við efla tengingarnar verulega. Á föstudaginn tvö- földuðum við samband okkar við Internetið upp í 256 kílóbit og á mánudaginn var bætt við 10 mótöldum, sem í rauninni er bráðabirgðalausn, vegna þess að Póstur og sími hefur ekki getað afgreitt allt það sem við höfum pantað. Stefnan er sú að þegar stækkunum á kerfinu verður lokið, verði hefðbundnar innhringirásir 38-40 og samnetsrásir 16,“ sagði Björn Davíðsson, hjá Snerpu, í samtali við BB. Notendur að Internetinu í gegnum Snerpu eru í dag um 470. Aðspurður um hvort rétt væri að stóru aðilarnir í sölu Internetþjónustu hefðu borið víurnar í Snerpu sagði Björn, að nokkrir þeirra hefðu nefnt ýmsa hluti undir rós. „Við teljum að við séum sjálfir okkur nógir í þessum efnum og höfum ekki hug á að selja á meðan rekstrargrundvöllur er fyrir hendi.“ Bolungarvík Aðventuhátíð í Hólskirkju Sunnudaginn 7. desem- ber kl. 20:30 verður að- ventukvöld í Hólskirkju í Bolungarvík. Þar munu koma fram kirkjukór Bolungarvíkur, kór Suðureyrarkirkju og Kvennakórinn í Bolung- arvík. Stjórnendur og undir- leikarar eru þær Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Á aðventuhátíðinni mun Sigrún Sigurðardóttir flytja hugvekju og ungmenni verða með helgileik undir stjórn sr. Agnesar Sigurð- ardóttur. Aðventukvöldin eru orð- in fastur liður í jólaundir- búningi í Bolungarvík og er þetta í 32. skipti og ávallt á öðrum sunnudegi í að- ventu. Allir eru velkomnir.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.