Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 4

Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 4
BÖRN 06 mENN|N6 Kæri lesandi. Undanfarin ár hefur verið mikil gróska í námskeiðum ýmiss konar fyrir börn og unglinga, til dæmis í leiklist, dansi, myndlist og söng. Bókmenntanámskeið eða leshringir fyrir þennan aldurshóp eru hins vegar ekki algeng ef þau hafa nokkurn tíma verið haldin hér. Hvcrnig er þetta með okkur bókaþjóðina? Er það ekki á ábyrgð hinna fullorðnu að aðstoða unga fólkið við að verða virkir lesendur á fleira en atburðarásina? Kannski hafa sumir tíu ára krakkar gaman af að átta sig á baksviði textans, málnotkun og fleiru í því sem þeir lesa. Kannski sjá unglingar annan flöt á ljóði eða sögu en vantar orð og beinlínis þjálfun til að tjá sig um textann. Mér virðist stundum að orð eins og stíll, ljóðræna, andstæður, þversagnir og margræðni séu einkaeign bókmenntafræðinga en ekki hugtök sem auka við túlkunarmöguleika þeirra sem lesa mikið. Fæstir rithöfúndar framleiða einungis atburðarás í bókarformi; bækurnar bera oft vitni um góðan skáldskap sem ætti að blómstra í margbreytileika sínum. Börn og menning er að þessu sinni sérstaklega tileinkað barna- og unglingabókmenntum á Islandi og leggja margir hönd á plóginn. Bókmenntafræðingar, rithöfundar og kennarar gagnrýna, greina og velta ýmsu fyrir sér varðandi barna- og unglingabókmenntir. Auk þess er talað við þrjá af viðurkenningarhöfum Barna og bóka sumardaginn fýrsta síðastliðinn, Guðrúnu Helga- dóttur sem var heiðruð fyrir rithöfundaferil sinn og hjónin Aðalstein Ásberg og Önnu Pálínu sem hlutu viðurkenningu fyrir barnablötuna Berrössuð á tánum. Talað var við íjórða viðurkenningarhafann, Helgu Arnalds brúðuleikhúskonu, í síðasta tölublaði. En Börn og menning lætur sér ekki nægja að birta efni um bama- og unglingabókmenntir þar sem þær em greindar eftir bestu getu. Tilvera í fílabeinstumi er ekki eftirsóknarverð ef menning á að lifa, umbreytast og vera sýnileg. Ritstjórn Barna og menningar hefur því ákveðið að fá til liðs við sig sex til sjö ungmenni og gefa út með þeim blaðið Suttung, sem verður vettvangur ungs fólks á aldrinum fimmtán til tuttugu ára til að birta eftir sig skáldskap eða umfjöllun um skáldskap. Þetta blað verður eins konar framlag Barna og menningar til að styðja við bókmenntasköpun í landinu og víkka út umræðugrundvöll um bókmenntir fyrir ungt fólk. Ritstjórn Barna og menningar og Suttungs mun velja úr innsendu efni af metnaði og undirrituð tekur að sér að vera ábyrgðarmaður. Blaðið kemur út tvisvar á ári til áskrifenda með Börnum og menningu. Suttungar munu einnig sjá um dreifingu blaðsins á kaffihús og víðar. Sumir kynnu að spyrja hvers vegna þessi aldurshópur er valinn til að eiga samleið með blaðinu frekar en annar. Síðustu tvö ár hafa almenningsbókasöfn í samvinnu við bókaforlög, nú síðast Mál og menningu, haldið mjög vel heppnaða ljóðasamkeppni fyrir krakka á aldrinum níu til fimmtán ára og gefið út á bók úrval af ljóðum þeirra. Keppnin heitir Ljóð unga fólksins og hafa verðlaun verið afhent á árlegri samkomu Barna og bóka. Ætlunin er að halda þessu starfi áfram því þátttakan hefur verið gífurlega góð. Fimmtán til tuttugu ára ungmenni eru oftar en ekki tilbúin til að spreyta sig á ýmsum tjáningarformum og þá eru skólablöð oft eini vettvangurinn til að birta efni. Með metnaðarfullu bókmenntablaði fyrir ungt fólk er Börn og menning aðkoma til móts við sköpunarþörf þeirra sem eiga eftir að skapa stefnur og strauma í íslenskum bókmenntum næstu áratugina. Suttungar munu sjá um útlit blaðsins og umbrot verður í höndum ungs fólks frá Hinu húsinu. Fyrsta tölublað Suttungs mun birtast með vorblaði Barna og menningar árið 2000. Við vonum að lesendur njóti þess að lesa skáldskap eftir unga fólkið okkar. Markmið IBBY samtakanna er einmitt að brúa bil milli ungs fólks með góðum bókmenntum og því finnst okkur að rödd þeirra sjálfra þurfi að heyrast; rödd vaxandi kynslóðar sem mun hlúa að og endurskapa skáldskap á okkar litla skeri úti í Atlantshafi. Kristín Birgisdóttir 2

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.