Börn og menning - 01.09.1999, Síða 7

Börn og menning - 01.09.1999, Síða 7
BÖRN OG /aENN|N6 sem hópurinn á sameiginlegt, meðal annars ákveðið gildismat, hefðir og venjur, trúarbrögð, leikir og listir, matur og drykkur, tákn og merkingar, táknrænt landslag, saga, pólitík, stofnanir eins og ríki og skóli, og síðast en ekki síst fjölskyldutengsl. Menning felst frekar í virkni þessara hluta en innihaldi þeirra, eins og Lauri Honko bendir á: „Menning er ekki í hlutum, heldur í því hvernig fólk sér, notar, og hugsar um hluti.“ 1 Honko segir að við gætum að sama skapi talað um valbundnar hefðir, hefðakerfi, sameiginlegar hefðir, o.s.frv., og allt hefði það nokkurn veginn sömu merkingu og orðið menning. Menningarvitund er, samkvæmt Lauri Honko, þrengri merking menningar. Einhver tiltekinn hluti sameiginlegra hefða ákveðins hóps er einangraður og látinn standa sem táknrænn fyrir hópinn í menningarsamskiptum. Hér getur til dæmis verið um að ræða tungumál, tónlist, dans, arkitektúr eða sögu. Einnig gætu það verið tákn, til að mynda fáni, ákveðinn litur, staður eða nafn. Hvað sem það er þá hefur það táknræna merkingu fyrir hópinn. Merkingin að baki þessari tilteknu hefð og tilfinningin sem hún vekur heldur hópnum saman og styrkir hann. Honko bendir á að oft er þessi hefð eða þessi tákn hulin eins konar blæju heilagleika.2 Ekki er hægt að búast við að sérhver íslenskur einstaklingur þekki alla aðra íslendinga en hann þekkir þann kjarna, þær sérstöku hefðir og venjur og þau tákn sem hjálpa okkur að viðhalda samkenndinni. Hann borðar kæsta skötu á Þorláksmessu — þótt honum finnist hún full bragðsterk — og fagnar sumri á sama degi í apríl og aðrir íslendingar — þótt enn falli snjór. Þessar hefðir eru jafn ómissandi hluti af menningar- vitund hans og virðingin fyrir íslenska fánanum og þekkingin á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Hann deilir sameiginlegum minningum um fortíð þjóðarinnar með öðrum íslendingum og telur sig eiga sömu sögu og þeir, þó svo að þeir þekkist ekki persónulega. Þessi kvartmilljón manna á norðurhveli jarðar fær sömu tilfinningu fyrir brjóstið þegar myndin á skjánum sýnir fegurð ijallahringsins eða titrandi smáblóm á heiði undir mögnuðu tónaflóði íslenska þjóðsöngsins. Og við fyllumst sömu réttlætiskennd þegar við heyrum orðin „vjer mótmælum allir.“ Hvernig er hægt að mæla þessar sameiginlegu tilfinningar sem bærast innra með okkur? Það er erfiðleikum bundið að setja einhvers konar mælikvarða á menningar- eða þjóðernisvitund. Reyndar er hægt að taka fyrir einstaka þætti, eða hefðir, og sja hvernig þær endurspeglast í orði, ræðu, umhverfi og athöfnum nokkurra einstaklinga, bera síðan niðurstöðurnar saman og sjá hvað endurtekur sig hjá flestum. Með því má að vissu marki meta hvað þessi einstaklingur á sameiginlegt með öðrum í sama menningarhópi. Enginn vafi leikur á því hversu mikilvægt það er fyrir sérhvern einstakling að finna tengslin við aðra í þeim hópi sem hann tilheyrir (eða telur sig tilheyra), svo að sjálfsvitund hans mótist heilsteypt. Brian Graham segir um sjálfsvitund í kynningarkafla bókarinnar Modern Europe: Place, Culture, Identity: í stuttu máli sagt felur hún í sér gildismat, skoðanir og langanir, sem við notum til að byggja einfaldan ramma eða form fyrir samkennd, sem tengir sjálfið við annað fólk sem hugsar á svipaðan hátt. Sjálfsvitund er margbrotið fyrirbæri sem felur í sér ýrniss konar mannlega eiginleika, þ.á.m. tungumál, trúarbrögð, kynþátt, þjóðerni og sameiginlega túlkun á fortíðinni.3 Sjálfsvitundin er í stöðugri rnótun og þróun frá barnsaldri til fúllorðinsára. Flest það sem við upplifum daglega á lífsleiðinni í samskiptum við umhverfið hefur áhrif á sjálfsvitund okkar og samkennd með öðru fólki. Viðkvæmasta mótunarskeið sjálfsvitundar er þó á barnsaldri þegar hinn ungi einstaklingur er að leita að festu í lífinu. Smám saman áttar hann sig á sérkennum þess samfélags sem hann býr í, hvaða hlutverki hann gegnir í því, hvernig hann tengist öðrum þegnum þess og hvaða hefðum hann deilir með þeim. Menningar- vitund hóps á þess vegna stóran þátt í mótun sjálfsvitundar hvers einstaklings innan hans. Menningarvitund er ekki fastmótað hugtak, ekki frekar en sjálfsvitund, heldur er hún stöðugum breytingum undirorpin. Henni er viðhaldið með þátttöku einstaklinga í sameiginlegum helgisiðum eða venju- bundnum athöfnum. Mike Featherstone segir: Þar er m.a. átt við brúðkaup, jarðarfarir, jól, nýár, og þátttöku eða virkt áhorf á sérstakar athafnir, staðbundnar, héraðsbundnar eða á landsvísu (t.d. konungleg brúðkaup, þjóðhátíðahöld, o.s.frv.) Á þessar athafnir má líta sem eins konar rafhlöður 1 Lauri Honko, „Studies on tradition and cultural identity: an introduction,“ ARV- Nordic Yearbook of Folklore (42; 1986), bls. 11. 2 Ibid, bls. 11. 3 Brian Graham, „Introduction: Modern Europe: Fractures and Faults,“ í Modern Europe: Place, Culture, Identity , Brian Graham, ritstj. (London: Arnold, 1998), bls. 1. 5

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.