Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 8

Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 8
BÖRN oc /aENN|N6 sem hlaða tilfinningaböndin milli fólks og endur- nýja yfirbragð heilagleikans. 4 5 Sú athöfn t.d. að horfa á landsleik milli íslands og Frakklands getur átt mikinn þátt í að binda Islendinga saman og styrkja ósýnileg bönd milli fólks sem annars ekki þekkist. Bókmenntir og sameiginlegur sagnaarfur eiga einnig mjög stóran þátt í að viðhalda menningar- vitund þjóðarinnar. Að dómi Fred Inglis er menning „samansafn af sögum sem við segjum hvert öðru um okkur sjálf.“ Með því að segja hvert öðru sögur af íslendingum og lesa sögur um Islendinga að fornu og nýju höldum við stöðugt á lofiti íslenskri menningu. Við eigum okkar munnmælasögur, þjóðsögur, Islendinga- sögur, bókmenntir, nýjar og gamlar, Jónas Hallgrímsson og Halldór Kiljan Laxness. Ásamt mörgu öðru eru þessar bókmenntir hluti af menningarvitund okkar og þær endurspegla hana jafnframt svo að úr verður stöðug hringrás sem byggir á fornum minnum en byrgir sig ekki gegn innrás ferskra vinda. Barnabækur eiga sérstaklega stóran þátt í þessari hringrás menningarvitundar þjóðarinnar. Ef til vill er ástæðan sú að lesendur þeirra eru á mótunarskeiði og hugur þeirra er opnari en hinna eldri, sem fyllast gjarnan meiri efahyggju með árunum. I formála bókinnar Literature for Children: Contemporary Criticism bendir Peter Hunt til dæmis á það hversu stóran hlut breskar barnabókmenntir eiga í bresku þjóðarsálinni: Söguhetjurnar Öskubuska, Bangsímon, Galdra- karlinn frá Oz, Mowgli, Biggles, hin fimm fræknu og Pétur kanína eru hluti af huga okkar flestra [þ.e. Breta] og þær tengja okkur ekki aðeins við barnæskuna og sögusagnir, heldur einnig við goðsagnir og erkitýpur. 6 Að sama skapi má segja að Gunnar á Hlíðarenda, Nonni og Manni, Búkolla og Djákninn á Myrká séu hluti af huga flestra íslendinga. íslenska þjóðarsálin er samansett úr Eddukvæðum, Islendingasögum, norrænni goðaffæði, þjóðsögum og ef við erum ekki mjög gömul, Jóni Oddi og Jóni Bjarna, Emil og Skunda, eða jafnvel dagbókum Berts. Islenskar þýðingar á erlendum barnabókum hafa sannarlega einnig átt sinn þátt í að móta þjóðarsálina á síðastliðnum áratugum. Bækur Enid Blyton hafa ekki einungis haft áhrif á breskar barnssálir, heldur líka á okkar ungu sálir. Uppástunga Alla, vinar Emils í Emil og Skunda eftir Guðmund Ólafsson, þarfnast engrar útskýringar við: „Kannski gætum við líka komið upp um glæpamenn og svoleiðis, eins og í fimmbókunum.“7 Islenskir lesendur sögunnar vita við hvað er átt með tilvísun í hin fimm fræknu. Hringrás menningarvitundar getur haldið áfram frá einni bók til annarrar og síðan koll af kolli. Eitt nærtækt dæmi sýnir hvernig íslensk verðlaunabók og samnefnd kvikmynd er orðin hluti af menningarvitund ungra íslendinga og um leið hluti af þessari hringrás bók- menntanna. Barnið sem hefur lesið Emil og Skunda (og flest íslensk börn hafa annaðhvort lesið bókina eða séð myndina) veit hverju Breki, söguhetja Þóreyjar Friðbjörnsdóttur í Eplasneplum, er að kvarta yfir við afa sinn þegar hann segir honum frá sunnudagaskólanum: En presturinn er nú aðallega að segja okkur söguna um Emil og Skunda og mér finnst það ekkert mjög spennandi, því ég á myndina um þá á spólu og kann söguna afturábak.8 Breki er auðvitað ekki að kvarta yfir bókinni eða myndinni sem slíkri, enda er um einstaklega góða sögu að ræða, sögu drengs sem flest íslensk samtímabörn eiga auðvelt með að finna samkennd með. í augum hans er hún hins vegar orðin nokkuð margtuggin og þar er ekki höfundi um að kenna. Barnabókahöfundur getur höfðað til menningar- vitundar lesandans á margvíslegan hátt og oft er það ómeðvitað. íslenskur höfundur sem skrifar fyrir börn reiknar ekki aðeins með því að lesandinn hafi lesið sömu bækur og hann, heldur einnig að hann deili þekkingu hans á íslensku þjóðfélagi, landslagi og menningararfi, og að lesandinn hafi borðað sama mat, séð sömu bíómyndir og komið á sömu staði og hann sjálfur. Peter Hollingdale segir: Stór hluti hverrar bókar er ekki ritaður af höfundinum heldur þeim heimi sem höfundurinn dvelst í. Barnabókahöfundar eru ekki aðeins að 4 Mike Featherstone, „Global and local cultures,“ í Mapping the Futures: Local Cultures, Global Change, ritstj. Jon Bird, Barry Curtis, Tim Putnam, George Robertson og Lisa Tickner (London: Routledge, 1993), bls. 177. 5 Fred Inglis, Cultural Studies (Oxford: Blackwell, 1993), bls. 181. 6 Peter Hunt, ritstj. „Introduction“ í Literaturefor Children: Contemporary Criticism (London: Routledge, 1992), bls. 1. 7 Guðmundur Ólafsson, Emil ogSkundi (Reykjavík: Vaka, 1986), bls. 10. 8 Þórey Friðbjörnsdóttir, Eplasneplar (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1995), bls. 25. 6

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.