Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 11
BÖRN 06 AAENN|N6
menning er ekki óbreytanlegt hugtak og íslenskt
þjóðfélag er ekki lengur eins og það var í Nonna-
bókunum. Þjóðin er ekki lengur einsleit og við getum
ekki útilokað nýja íslendinga frá því að deila menningu
okkar. Þó svo að við reynum að ríghalda í okkar gömlu
hefðir verðum við að opna leiðir fyrir straumum frá
öðrum menningarheimum. Glöggt dæmi um góða
aðlögun menningar er að finna í hinni margverðlaunuðu
bók, Benjamín Dúfu eftir Friðrik Erlingsson.19
Drengurinn Róland flytur til íslands frá Skotlandi með
skoskan menningararf í farteskinu, málverk af pils-
klæddum hetjum og sögur um skikkjuklædda riddara
sem skylmast með sverðum og spjótum. I dag fyrirfinnst
varla það íslenska ungmenni sem ekki hefur lesið þessa
sögu eða séð kvikmyndina sem byggð var á henni og
dreymt um að berjast með réttlæti gegn ranglæti.
Þannig koma molar úr framandi menningu inn í þá
íslensku, taka á sig sérkenni hennar og úr verður
endurbyggð íslensk menning. Nýbúar bera hingað með
sér framandi siði og erlend menning verður smárn
saman meiri hluti af barnamenningu Islendinga með
sjónvarpi og Interneti. Menningarstraumar hvaðanæva
úr heiminum hafa því einhver áhrif á menningu okkar
— hvort sem okkur líkar betur eða verr — og auðga
hana, án þess að draga úr gildi okkar íslenska
menningararfs. Það þjóðfélag og þá menningu munum
við sjá endurspeglast í íslenskum barnabókum á nýrri
öld.
19 Friðrik Erlingsson. Benjamín Dúfa (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1992).
Börn og bœkur - Islandsdeild IBBY
Ef þið viljið gerast meðlimir í Börnum og bókum, eða fáið góðar hugmyndir og viljið leggja eitthvað af
mörkum til starfseminnar eða tímaritsins, þá hafið samband!
Þið getið sent okkur línu:
Börn og bœkur - íslandsdeild IBBY
Pósthólf 7191, Reykjavík
Einnig getið þið hringt í
formanninn, Iðunni Steinsdóttur, í síma
553 2804, eða
ritstjórann, Kristínu Birgisdóttur
í síma 566 7264.
9