Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 15
BÖRN OC mENN|N6
gefa út sína fyrstu ljóðabók. Hún sagði að ef ekki hefði
notið við bóka Astrid Lindgren, þá hefði hún ekki lifaó
æsku sína af. Þar fann hún þá gleði og þann styrk sem
hún hafði ekki annars staðar frá.
Margir jafnaldrar þínir og jafnvel þeir sem yngri
eru hafa sömu sögu að segja. Hvað með þá miðla,
sem nú ráða ríkjum, sjónvarp, myndbönd og
tölvuleiki? Þetta eru eðlisólík fyrirbœri - geta þau
miðlað sömu fræðslu og lífsfyllingu og bœkur?
Á mínum tíma þurftu börn að hafa ofan af fyrir sér
sjálf, það gerðu engir aðrir. Ég vil ekki amast við
tækninni eða nýjum miðlurn en mér finnst fólk ekki
hafa gert sér nægilega grein fyrir að þeim verður að
stýra. Það er vel hægt að nota sjónvarp, tölvur og
myndbönd til þess að þjóna sama tilgangi og bækur ef
vel er að staðið. Ég var lengi vel á móti því að bækur
mínar færu á markað sem hljóðbækur og fannst það
mikil niðurlæging fyrir bókina. Ég er búin að skipta um
skoðun á þessu og sé ekki að það dragi á nokkurn hátt úr
áhuga barna á bókum að hlusta á þær af snældu.
Aðalatriðið er að vel sé gert. Því miður er framleitt
hræðilegt drasl bæði í bókaformi og öðrum myndum og
það efni bjargar ekki nokkru barni.
Þú varst ung farin að lesa en fórst ekki að skrifa
fyrr er nokkuð seint. Hvaðkom til?
Það var áreiðanlega engin tilviljun. Ég var þrjátíu og
átta ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Ég hafði aldrei
hugsað mikið út í það en svo hitti ég minn fræga
kollega Astrid Lindgren sumarið 1990 og þá kom í
ljós að hún hafði líka verið þrjátíu og átta ára þegar
hún skrifaði sína fyrstu bók. Ég fór eitthvað að
undrast þetta og þá sagði hún: „Þetta er ekkert
sérstakt, við erum allar þrjátíu og átta þegar við
byijum!“ Og skýringin er auðvitað sú að konur
eru bundnar yfir börnum og búi fram eftir /
aldri og hafa hvorki næði né afgangsást til að
sjá önnur ljós! Ég var að vísu svo sein til að
ég var með lítil börn þá. Þetta hefur líka
eitthvað með sjálfstraust að gera, ég held 1
að karlmenn hafi miklu minni áhyggjur
af því hvort þeir hafi eitthvað að segja
strax barnungir. Konur eru ekki eins
öruggar um eigið ágæti og ekki eins
firrtar allri dómgreind um gildi lífsreynslu, sem
umhyggja og ábyrgð gefa manneskjunni. Umhyggja
fyrir börnum, öldruðum og sjúkum sem meira mæðir á
konum. Lífsreynsla karla er öðruvísi, ég þori varla
að segja yfirborðslegri!
Flestir myndu trúlega skilgreina þig sem
skemmtilegan rithöfund fyrst og fremst þótt í
bókum þínum sé oft alvarlegur undirtónn. Þú
fjullar með hressilegu orðbragði um skoplegar
hliðar hversdagsins, litríkar persónur og smá-
skondinn breyskleika fullorðinna, létt galnar
ömmur og þvíumlíkt. Ertu svonaglaðvær eða ertu
að lýsa þeim anda sem ríkti í þinni stóru
fjölskyldu?
Ég virka sjálfsagt hress og kát útávið og hef líklega
alltaf gert það. Auðvitað segir það ekki alla söguna.
Heima vorum við íjórtán í heimili í næstum engu
húsnæði, ætli það hafi ekki verið svona sextíu fermetrar
á tveimur hæðum. Maður skilur ekki í dag hvernig í
ósköpunum þetta var hægt, enda var það ekkert hægt.
Hvaða leið á maður þá út úr því? Maður reynir að bera
sig mannalega, forðast alvarlega árekstra, grípur til þess
að gera gott úr öllu og vera hress og kátur á hverju sem
gengur. Að ýmsu leyti erum við samheldið og úrræðagott
fólk sem leysir þau vandamál sem upp koma og
styðjum hvert annað ef á bjátar.
Ertu að skrifa um þetta skemmtilega kompaní til
að geta verið áfram með eða er þetta mynd af
íslenskum raunveruleika sem þú vilt styrkja?
Ég er vissulega mikil íjölskyldumanneskja. Mér
finnst einfaldlega að uppeldi barna sé ekki og eigi
ekki að vera einkamál tveggja manneskja,
þaðan af síður einnar, heldur
þurfi stuðningur fleiri að
koma til. Við syst-
kinin erum kannski
óvenju náin að því
leyti að við umgöng-
umst furðu mikið,
komum saman og töl-
um saman í síma, erum
óttalegt „klan“ án þess þó
að við séum mikið að ræða
viðkvæm einkamál. Við
erum öll fremur hress og kát
og ef við vitum að eitthvað er
að hjá einhverju okkar er
ekkert endilega verið að blanda
sér í það. Það eru bara allt í einu
allir komnir. Allir eiga sínar erfiðu
stundir en við erum ekki mikið fyrir
að skeggræða þær, bítum frekar í
koddann okkar. Seiglan er kannski
sterkur þáttur í okkur öllum; að láta
ekkert berja okkur niður, heldur rísa galvösk upp aftur.
Þess vegna er það nokkuð áberandi í bókum mínum,
sem ég reyndar tók ekki eftir fyrr en ég var búin að
skrifa margar, semsagt þessi árátta að „taka til
13