Börn og menning - 01.09.1999, Síða 16
BÖRN 06 mENNiNG
hendinni“. Ég hef afgreitt ýmsar raunir með því að taka
til í kjallarageymslunni og garðurinn minn hefur létt
mér marga sorg. Það kemur nefnilega enginn og vinnur
úr hlutunum fyrir mann og það þýðir ekkert að bíða eftir
að einhver geri mann hamingjusaman. Hamingjan á
heima í manni sjálfum.
En hinu er ekki að leyna að það var dýrmæt reynsla
að hafa afa og ömmu á heimilinu, mömmu sem alltaf
var heima og fjölmarga gesti og gangandi alla tíð.
Maður lærði mikið af þessu fólki, meira til dæmis í
íslensku máli heldur en krakkar nú til dags fá tækifæri
til. Mikið var talað um menn og málefni, ég held að börn
í dag fari of mikið á mis við slíka umræðu og þekki lítið
til þjóðmála miðað við það sem áður var. Ábyrgð fjölmiðla
og þeirra sem gefa út bækur er því mun meiri nú en
áður. Almenn upplýsing þyrfiti að koma þaðan þegar
heimilin hafa hætt að vera miðstöð ffæðslu og þekkingar.
Hvað gerir frásögn að skáldskap - gefur henni
listrænt gildi?
Sá sem bara vissi það. Ég held að þetta sé bæði
spurning um kunnáttu og eitthvert útstreymi sem ekki
er öllum gefið. Sumar manneskjur eru einfaldlega
frjórri en aðrar. Sjálf veit ég ekki hvort ég er mjög
meðvituð um að klæða sögur mínar í „listrænan búning“.
Þegar ég fer að skrifa gerist það nokkuð af sjálfu sér.
Ég get aldrei skrifað bók nema í fyrsta lagi að vera
búin að fá einhverja hugmynd. Þegar hún er fædd þarf
að átta sig á frásagnarmátanum og forminu og fram-
vindu sögunnar þarf að þaulhugsa. Stundum hef ég
meira að segja teiknað svona „graf‘ yfir hvernig
sveiflan er í henni. Þegar þetta er búið get ég farið að
skrifa. En þá verð ég að skrifa í belg og biðu. Annars
missi ég alla þræði út og suður. Stundum ef ég er ánægð
með setningu og setningu hugsa ég kannski „skrambi er
þetta gott hjá mér“ og það er eitthvað sem kemur af
sjálfu sér. Stundum þarf að leita að orðum og þá eru
orðabækur auðvitað ansi hjálplegar. En ég held að það sé
erfitt að kenna fólki eitthvað sem heitir skáldskapur. Það
er hægt að kenna fólki að skrifa, setja saman skýran
texta og vel uppbyggðan. En svo er það eitthvað
óskilgreinanlegt sem skiptir sköpum um það hvort
textinn nær til næsta hjarta. Líklega meira eða minna
meðfætt. Börn spyrja mig oft „hvernig dettur þér þetta í
hug?“ og manni verður svarafátt. Um þetta hafa verið
skrifaðar margar bækur; einhvern tíma las ég mikla
bók um „the process of creativity“ en varð ekki miklu
nær. Kannski er þetta spurning um eitthvert
aukamóttökutæki sem ekki allir hafa.
Finnur þú til skyldleika með einhverjum barna-
bókahöfundi?
Sjálfsagt hef ég lært eitthvað af öllu sem ég hef lesið.
En það er auðvitað misjafnlega minnisstætt. Ég las ung
Lísu í Undralandi, mér fannst það óskaplega sniðug bók
og ég man efitir því að ég skildi að höfúndurinn var ekki
bara að skrifa fyrir börn, heldur væri hægt að yfirfæra
ýmislegt í ævintýrum Lísu á líf ftdlorðinna. Og það
fannst mér óskaplega merkilegt. Ég man hvað ég var
þakklát höfúndinum. Það er ekki að ófyrirsynju að ég
hef ofit vitnað til þeirrar bókar í pólitískum ræðum!
Hvað viltu segja um íslenskar barnabækur á
síðustu árunt?
Mér finnst hafa orðið mikil og góð breyting á útgáfu
barnabóka á tuttugu og fimm árum. Auðvitað áttum við
ágæta höfunda hér áður en þeir voru of fáir og allur
frágangur á barnabókum var til háborinnar skammar
um árabil. Sem var nú ein ástæðan fyrir því að ég fór að
segja krökkunum mínum sögur, mér ofbauð það sem
borið var á borð fyrir blessuð börnin. Á þessu hefur orðið
gjörbreyting. En mér finnst erfitt að tjá mig um einstaka
höfunda sem eru að vinna á sama sviði og ég sjálf. Það
sem mér finnst skipta öllu máli er að börnin lesi
bækurnar og hafi gaman af. Barnabók sem börn nenna
ekki að lesa er ekki mikils virði. Þá er það bara bók um
börn fyrir fullorðna. Galdurinn er að ná til beggja aðila,
það er mjög mikilvægt að börn finni að hinum fúllorðnu
finnist líka dálítið gaman að bókinni. Þeim þykir í fyrsta
lagi óskaplega gaman þegar fólk gleðst með þeim, ég
tala nú ekki um ef það er af sama tilefni.
14