Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 21

Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 21
BÖRN 06 aaENN|N6 Úlfhildur Dagsdóttir: I (fJA4*ÍA4*í' Hefðbundnar skilgreiningar á bókmenntaformum, skáldsögu, ferðasögu, smásögu eða náttúrufrœði, er nokkuð sem bóka- útgáfan Bjartur hefur stundum haft að vettugi. Barnabókin Eg heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó ergott dœmi um það. Þorvaldur Þorsteinsson Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó Bjartur 1998 Hún sprengir af sér fjötra viðtekinna afmarkana hvað varðar bamaefni því Blíðfinnur sem kalla má Bóbó er ekki síður skemmtileg lesning fyrir fullorðna: til dæmis las amma min hana einum tvisvar sinnum og var mjög hrifin. Það hefur verið mjög greinileg tilhneiging í kvik- myndum á undanförnum árum að gera barnamyndir sem höfða ekki síður til fullorðinna en barna. Til þess að börn komist í bíó verða fullorðnir að fylgja þeim. Svo rammt kvað við að sumar barna- myndir síðasta árs voru lítt við hæfi barna, eins og til dæmis maura- myndin Antz. Þannig eru enn ein mörkin að raskast undir aldalokin og nú er ráðist að sjálfúm tímanum, aldurs- mörkum fullorðinna og barna. Margir gætu sjálfsagt séð ógn í þessu nýjasta fyrirtíðaspennu-syndrómi póstmódern- ismans, þarsem hugleysið og dugleysið er orðið svo algert að menn flýja firrtan veruleikann á vit furðusagna og ævintýra, inn í ljúfan heim talandi leikfanga og sjálfstæðra skordýra. Bjartsýnismanneskjan ég gleðst hins vegar yfir þessari þróun og tel fólki ákaflega hollt að komast í snertingu við barnið innan í sér á þennan hátt. Blíðfinnur Þorvaldar fellur í flokk barnaefnis sem hentar ekki síður fullorðnum, enda íjallar bókin að hluta til beinlínis um þær hættur og þá sorg sem er samfara því að missa ímyndunarafl barnsins. Það er að segja, slíkur er ytri rammi bókarinnar í minni akademónsku túlkun. Sagan segir frá vængjuðu smáverunni Blíðfinni sem einn daginn finnur Barn í bakgarði sínum. Blíðfinnur og Barnið verða vinir og leika sér saman í mörg ár með þriðja félaganum, Smælkinu, þangað til einn daginn að Barnið hverfur óvænt. Blíðfinnur er óhuggandi og leggur af stað í mikla hættuför til að finna vin sinn. Á leið sinni um heiminn rekst hann á pytt sem étur öll hljóð, loðna Gúbba sem hugsa bara um mat, Klóbíta sem klóra og bíta og loks Akademóna sem þrífast helst á hugmyndum annarra og elska rykugar bækur. Af öllum skrímslum skógarins eru Akademónarnir verstir. Þeir eru einskonar vampýrur sem ganga af Smælkinu dauðu og þeir eru greinilega skyldir mér og öðrum þeim sem um bækur íjalla. Og ég er ekkert sár, Þorvaldur. Þegar Blíðfinnur hefur gengið heiminn endilangan án þess að finna Barnið örvæntir hann og ætlar að fyrirfara sér en þá tekur hinn akademónski texti við og bjargar honum með hjálp barnslegra lesenda sem höfundur ákallar sér til hjálpar. Blíðfinnur heyrir barnsrödd kalla og snýr aftur heim. Þar finnur hann barnið, nú háaldrað, sem hefúr loks tekist að rata inn í bernsku- heim ímyndunaraflsins og deyr þar ánægt. Þannig gerir Þorvaldur lesandann að þátttakanda að póstmódernískum hætti, sem er, þegar betur er að gáð, kannski ekki svo framúrstefnulegt eftir allt því þátttöku 19

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.