Börn og menning - 01.09.1999, Side 22

Börn og menning - 01.09.1999, Side 22
BöRN OC ^aENNiNC lesenda hefur alltaf verið krafist í barnabókum. Heimur Blíðfinns er ævintýraheimur bernskunnar, þaðan sem börn hverfa þegar þau fullorðnast, eins og Barnið útskýrir fyrir Blíðfinni. En þessi heimur er ekki bara þægileg vagga ævintýra og veruleikaflótta, heldur býr hann yfir eigin tilveru sem er ekki síður hættuleg en veruleikinn utan hans, eins og ferðalag Blíðfinns sýnir. Þemu sem þessi eru kunn úr öðrum barnabókum sem einnig höfða til eldri lesenda. Bækur Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta og Elsku Míó minn, takast að sama skapi á við veruleika barnsins á mun þroskaðri hátt en flestir fullorðnir þora. Einnig má minna á Söguna endalausu eftir Michael Ende en líkt og Blíðfinnur krefst sú bók þátttöku lesandans. Hún segir frá ævintýraheimi barnanna sem er í útrýmingarhættu vegna þess að öll fantasía er að deyja út meðal barna og ævintýralandið því bókstaflega að hverfa í ginnungagap óljósrar ógnar. Að akademónskum hætti er nauðsynlegt að minnast á að það er hægt að sjá Söguna endalausu sem beint andsvar við ofgnótt realískra barnabóka á áttunda áratugnum þarsem félagslegur veruleiki reið húsum og gelti að börnum. Þorvaldur er greinilega ofurmeðvitaður um marg- röddun sögu sinnar eins og berlega kemur í ljós í fótnótum eða tölumerkingum sem skýra frekar ýmis fýrirbæri og atburði sögunnar en er fremur beint til akademóna en barna. Og hann fellur heldur ekki í þá gryfju að gera söguna of allegóríska eða táknræna, þannig að hvert fyrirbæri eigi sér mótvægi í mannheimum. Blíðfinnur er því langtí frá að vera eins gagnsær og vængimir hans fínlegu, hann er margræður líkt og kortið óræða sem hann og lesandinn fylgja í leit að Barninu. Þessi pistill birtist hér í örlítið breyttum búningi en hann var frumfluttur í RÚV í janúar 1999. Greinarhöfundur er bókmenntafræðingur og stundakennari við Háskóla íslands. 20

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.