Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 24

Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 24
BÖRN OG aaEN|N|N6 upplýsingar eru hraðsoðnar, myndavélin á stöðugu flakki og tónlist hljómar undir öllu tali. Þetta virðist stefnan í efnistökum ungs fólks sem vinnur efni fyrir jafnaldra sína. Við sjáum þetta nefnilega líka í dagblöðum og tímaritum, litmyndir á skakk og skjön og textinn á víð og dreif um síðuna, allt gengur út á að vera smart. Menningarumhverfi unga fólksins er eins og tónlistarmyndband en bækurnar kyrrar og jarðbundnar. Hugsanlega er þetta allt í lagi. Þetta birtingarform hentar nefnilega sumum. Sjálfsagt eru bækur ekki fyrir alla. Ef til vill er það alltaf og á öllum tímum sama hlutfall læsra barna sem les bækur sér til skemmtunar eftir að hinu eiginlega lestrarnámi er lokið. En hvernig hópur er það? Líklega ekki mikið æsingafólk því maður þarf að vera ótrúlega kjur þegar maður les. Að öllum líkindum er þetta fólk líka alætur á bækur. Það ertilbúið til að lesa bækur af hvaða tegund sem er en gerir til þeirra kröfur sem bókmenntaverks. En er þeim boðið upp á íjölbreytta bókaflóru? Er úrval af nýjum leikritum og ljóðum ætluðum börnum til aflestrar? Fjalla bækurnar um alls konar fólk af því að alls konar fólk er til? Eg er afskaplega hrædd um að algengara sé að bókunum sé ætlað að keitita víðsýni. Um sé að ræða nokkurs konar kennslubækur í lífsleikni ætlaðar þeim hópi barna sem sjaldnast taka sér bók í hönd. Bækurnar eru sem sé ekki skrifaðar íýrir börnin sem eru víðsýn og ætla að víkka sjóndeildarhringinn með lestri góðrar sögu heldur skrifaðar fýrir börn sem ekki hafa tileinkað sér víðsýni og réttan hugsunarhátt og þurfa kennslu í hugarfari. Nemandi minn hafði líklega rétt fyrir sér. Bókin sem fjallar um dag í lífi hans væri hugsanlega býsna ffóðleg fyrir munsturbarnið sem les bækur. Þetta barn veit sjálfsagt að þeir sem drekka of mikið geta leitað sér hjálpar eins og margir aðrir sem eiga erfitt út af einu eða öðru. Það þarf ekki að tyggja slíkan ffóðleik ofan í það. Hugsanlega mega barnabókahöfundar sem skrifa fyrir læsa lesendur sleppa fram af sér beislinu, sprengja skólana eins og í Persival Keene, gera uppreisn á barnaheimilinu, skilja málin eftir óleyst fyrir lesendur að glíma við. Söguhetjan má alveg eiga i vanda; hún getur lent í ævintýrum jafnvel þótt vandinn leysist ekki í lokin. Kannski væri það einmitt hin mikla nýlunda í barnabókum ffamtíðarinnar að þær hættu að láta eins og til séu svör við öllum spurningum og allir hnútar séu leysanlegir. I Gerðubergi var lesið upp úr eftirtöldum bókum, máli mínu til stuðnings. Bergljót Hreinsdóttir. 1998. Engin venjuleg Valdís. Reykjavík, Mál og menning. Bls. 6-7. Guðmundur Olafssoon. 1998. Heljarstökk aftur á bak. Reykjavík, Vaka-Helgafell. Bls. 116. Gunnhildur Hrólfsdóttir. 1998. Það sem enginn sér. Reykjavík, Mál og menning. Bls. 127. Kristín Helga Gunnarsdóttir. 1998. Bíttu á jaxlinn Binna mín. Reykjavík, Mál og menning. Bls. 176. Þórður Helgason. 1998. Tilbúinn undir tréverk. Reykjavík, Mál og menning. Bls. 6 og 46. Greinarhöfundur er kennari í Vesturbœjar- skóla. x lesa það var u flr ég lærði að ’bessa oflöngu rúmstokkofe f ð vjð síðan. Eg g ð stafrófskven föður mins. og Þvl seffl lærði ég *»”f '*itI að ^ ,g elskaði þessa lttlo1)0 • fyrir vitið'* MáltmEi»°rsdom'- ctt,ð í tilverunm ejw (jr Samastaðiu 22

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.