Börn og menning - 01.09.1999, Page 27
BÖRN 06 aaENN|N6
Kristín Steinsdóttir:
A f norslcum bókum og
íslenskum
Það má segja að það hafi verið forréttindi að fá að búa inni í miðjum
Þrándheimi og hafa tœkifœri til að kynnast norskri menningu að
einhverju marki eins og ég gerði allt síðastliðið ár. Kynni mín af henni voru svo takmörkuð að
ég hafði aldrei náð neinni fótfestu eða tekist að mynda mér skoðanir á því sem er að gerast í
menningu þessara nágranna okkar.
Ekki ber að skilja orð mín sem svo að mér hafi tekist
að gleypa sólina því þegar ég var búin að vera
heimilisföst á borgarbókasafninu í Þrándheimi í ár
komst ég fyrst að því hve mikið ég átti eftir ólesið! En
einhverja innsýn hafði ég óhjákvæmilega öðlast við
starfann. Fór mér þá sem flestum; mig langaði að taka
með heim allt það góða en skilja hitt eftir.
Af eðlilegum ástæðum beindist áhugi minn helst að
norskum barna- og unglingabókum þótt ein og ein
sænsk eða dönsk flytu með. Og þarna var af mörgu að
taka.
Það er almennt álitið að norskar barna- og unglinga-
bækur hafi átt sitt blómaskeið upp úr 1970. Þá verður
nýja raunsæisstefnan allsráðandi í bókaskrifum þar í
landi og athyglin beinist að barna- og unglingabókum í
ríkum mæli. Núna segja Norðmenn að þetta raunsæi
hafi komið frá Svíum og álíta að það hafi aldrei náð sér
viðlíka á strik í Noregi sem í Svíþjóð. Og stundum
fannst mér reyndar sem þeir vildu sem minnst við það
kannast!
Raunsæið er óþarft að kynna fyrir íslenskum
lesendum. Mörgum er í minni þegar verið var að kenna
börnum á bók að fara til tannlæknis, ganga með lykil
um hálsinn, þvo sér um hendurnar og jafnvel missa
föður sinn eða móður. Hér skal ósagt látið hvort þessi
sveifla varð jafn stór á íslandi og í Noregi en afleiðingar
þessa tímabils hefðu betur orðið svipaðar hér og þar.
Öflugar raddir þeirra sem skrifuðu fyrir þessa hópa í
Noregi urðu til þess að farið var að beina athyglinni að
bókum þeirra ekki síður en bókum sem skrifaðar voru
fyrir fúllorðna. Bókmenntafræðingar og gagnrýnendur
beindu sjónum sínum að þessari bókmenntagrein sem
varð gróskumikil á næstu árum. Bókum fyrir börn og
unglinga fjölgaði og þær voru ekki bara lesnar heima
fyrir heldur fylgdu þýðingar á erlend tungumál. Enn er
svo að ein af hverjum þremur bókum sem eru keyptar
samkvæmt innkaupaskyldu bókasafna eru þýddar og
seljast vel á erlendum markaði. Til samanburðar má
nefna að á síðustu tíu árum er tala íslenskra barna- og
unglingabóka sem þýddar hafa verið og komið út
erlendis í allt innan við fimmtán titlar.
1965 hafði verið tekin upp innkaupaskylda bóka-
safna, skyldu keypt eitt þúsund eintök valinna
fúllorðinsbóka en fimm hundruð eintök valinna barna-
bóka sem skiptust á milli safna. En barnabækur voru í
öruggri sókn. 1978 var hætt að gera upp á milli þessara
tveggja hópa í innkaupum og nú er staðan sú að barna-
og unglingabækur eru komnar fram úr fullorðinsbókum
með fimmtán hundruð og fimmtíu eintök af hverjum
titli á móti eitt þúsund fullorðinstitlum.
Annað sem vakti athygli mína voru verðlauna-
veitingar. Gott dæmi eru Gagnrýnendaverðlaunin sem
eru árlega veitt annars vegar höfundi barna- og
unglingabókar og hins vegar höfundi sem skrifar fyrir
fúllorðna. Og nokkrum sinnum hafa þau verið veitt fyrir
léttlestrabækur sem segir okkur hvaða sess þær skipa
þar í landi.
í fyrra voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í Þrándheimi
sem eiga hér eftir að fara til rithöfunda í Þrændalögum
og vera árviss viðburður. Verðlaunaféð voru tvö hundruð
þúsund íslenskar krónur og fóru til Torvald Sund sem er
vinsæll höfundur og búinn að skrifa árum saman fyrir
börn og unglinga. Þegar ég spurði forsvarsmann
verðlaunaveitingarinnar hvers vegna þeir hefðu byijað á
25
I_____________________