Börn og menning - 01.09.1999, Síða 30

Börn og menning - 01.09.1999, Síða 30
BÖRN 06 /v\ENN|N6 Tíðíndí Veganes+i - /\)is+e pa veien. 7. nóvember síðastliðinn var opnuð í Stavanger í Noregi farandsýning á íslenskum barna- og unglinga- bókum. Þessi sýning er sett upp að tilstuðlan norska menntamálaráðuneytisins en svipuð sýning kom hingað frá Noregi fyrir ijórum árum. Sýningin hefur að geyma 57 barna- og unglingabækur eftir 34 rit- höfunda. Henni fylgir einnig ítarlegur bæklingur um höfundana . sem væntanlega er hægt að nota sem heimildarrit næstu sex til sjö árin. Við opnun sýningarinnar í almenningsbókasafni Stav- anger fylgdu henni nokkrir höfundar og listamenn og héldu uppi merki fjölbreyttra og metnaðarfullra bókmennta á íslandi. Aðalsteinn Asberg og Anna Pálína Árnadóttir spiluðu og sungu af plötu sinni Beirössuð á tánum, Aðalsteinn las upp úr bókinni Dvergasteinn og Þórarinn Eldjárn las upp úr ljóðabókum sínum. Gunnhildur Hrólfsdóttir las upp úr bókinni Það sem enginn sér og Kristín Steinsdóttir úr bókinni Fjólubláir dagar. Iðunn Steinsdóttir hélt erindi um starf sitt á íslandi sem rithöfundur og Þuríður Jóhannsdóttir bókmennta- fræðingur talaði um ýmis áhrif skjámiðla sem sjást í íslenskum barna- og unglingabókmenntum. Sýningunni er ætlað að birta á táknrænan hátt þær bókmenntir sem börn leggja upp með, auk þess að taka tillit til efiiis bókanna: ferðalög, tímaflakk, fjársjóðsleitir og þroskf Veganesti mun flytjast á milli bókasafna í Noregi næstu þrjú árin og verður vonandi einhverjum hvatning til að þýða íslenskar bókmenntir og kynnast landi og þjóð. Umsjónarmaður sýningarinnar og ritstjóri bæklings- ins er Kristín Birgisdóttir. Vrinsessudagar1 í ÁJorreena kúsinu í haustdagskrá Norræna hússins segir að þar verði einkum lögð áhersla á mikilvægi sagna, leiks og hugmyndaflugs. Prinsessan, hið eilífa ævintýri, ber þetta allt í sér og meira til. Prinsessa í einn dag er engin hefðbundin listasýning, heldur er búinn til sannkallaður ævintýraheimur þar sem börn kynnast spennu og hugmyndaauðgi og þau verða sjálf beinir þátttakendur í ævintýrinu. Stelpur gátu komið og klætt sig upp sem prinsessur og drengirnir gleymast ekki, því þeir gátu dubbað sig upp sem prinsa. Rússneska listafólkið Alexander Reichstein og Vera Hlebnikova útbjuggu þessa sýningu í samstarfi við Listamiðstöð barna og unglinga í Finnlandi. Verkefni var styrkt af „Styringsgruppen för nordisk börne- och ungdomskultur“ (BUK) og verkefnisstjóri er Anna Þóra Steinþórsdóttir. Hans Petersen og Samskip hafa einnig stutt verkefnið. E/if|c>mg um öawðrúrvu 'klelgadóf+ir fór fram í Gerðubergi 25. september sl. Stjórnandi þess var Illugi Jökulsson en spyrlar Hildur Hermóðs- dóttir og Eyþór Arnalds. Undir bráðskemmtilegri skyggnusýningu með ljósmyndum af höfundinum og fjölskyldu, sagði Guðrún frá uppvexti sínum, ræddi verk sín og svaraði spurningum auk þess sem lesið var úr verkum hennar. Pqh s+ór+íSindi gerðusf eimrig 2 5. sep+ember að blásió var +il lis+aKó+íðar Karua í dýjamar'bíói og var frumkvæði og framkvæmd alfarið í höndum barnanna sjálfra. Þrjár tólf ára stúlkur, Gunnur, Helga og Guðrún Sóley báru hitann og þungan af fjáröflun, skipulagningu og æfingu atriða. Þær stöllur vildu gefa 28

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.