Börn og menning - 01.09.1999, Page 32

Börn og menning - 01.09.1999, Page 32
BÖRN 06 MENN|N6 Xíma^it þýðenday 6?ón frá Baegisáy kom út í sumar í ijórða sinn. Ritnefnd ákvað að þessu sinni að tileinka heftið þýðingum er snerta börn og unglinga með einum eða öðrum hætti. Meðal efiiis er þar að finna grein um fyrstu þýddu barnabókina á íslensku, grein um fyrstu vestur- íslensku barnabókina í íslenskri þýðingu, spjall við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund um þýðingar bóka hennar, umijöllun um þýðingar á sjónvarpstextum og hringborðsumræður nokkurra höfunda um þýðingar á barnabókum. I^jóðtrú og bcmn Um þessar mundir stendur Sögusmiðjan, fyrirtæki á sviði sögu og þjóðffæða, fyrir viðamiklu verkefni um barnamenningu og þjóðtrú. Verkefnið miðar annars vegar að því að kynna íslenskan þjóðtrúarheim fyrr og nú fyrir börnum og unglingum með margvíslegri miðlun og hefur sá hluti verkefnisins fengið styrki frá Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar og Lýðveldis- stjóði. Hins vegar er um að ræða ffæðilega rannsókn á barnamenningu og þjóðtrú, þróun hennar og þeim breytingum sem orðið hafa á síðustu árum og áratugum. í sumar hafa sjö manns tekið þátt í verkefninu með einum eða öðrum hætti, þjóðfræðingar, bókmennta- ffæðingar og háskólanemar, en hugmyndin er að nokkrir listamenn og grunnskólakennarar sláist í hópinn áður en langt um líður. Jón Jónsson þjóðffæðingur og framkvæmdastjóri Sögusmiðjunnar hefur yfirumsjón með verkefninu. Hluti af verkefhinu sem ffam fór síðastliðið sumar er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem leitast er við að nálgast sjónarhorn barnanna sjálfra. í því skyni hafa verið tekin viðtöl við fjölmörg börn á aldrinum 6-12 ára. Sú rannsókn er styrkt af Nýsköpunarsjóði náms- manna og hafa háskólanemarnir Elsa Herjólfsdóttir og Bergrós Kjartansdóttir unni að henni. Úrvinnsla gagnanna er enn skammt á veg komin en þó má eiga von á einhverri kynningu á niðurstöðum í vetur. Vefsíða Sögusmiðjunnar er á slóðinni http://www.akademia.is/sogusmidjan Úr mynd eftir Halldór Pétursson. 30

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.