Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 33

Börn og menning - 01.09.1999, Qupperneq 33
BÖRN 06 MENN|N6 hugsum svo míkíð ígegnum eyrun Hjónin Aðalsteinn Asberg Sigurðsson ogAnna Pálína Árnadóttir eru landsmönnum vel kunn fyrir tónlist sína í gegnum árin. Börn og bækur íslandsdeild IBBY veitti þeim viðurkenningu á sumardaginn jyrsta fyrir barnaplötuna Berrössuð á tánum. Sönghefti fylgir diskinum, ríku- lega myndskreytt afSigrúnu Eldjárn. Auk tónlistarinnar er Aðalsteinn velþekktur barnabóka- höfundur og formaður Rithöfundasambands Islands. Anna Pálína er dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og hefur séð um útvarpsþáttinn Saltfiskur með sultu síðastliðin ár. Hún er ásamt Önnu Melsteð hugmyndasmiður að Vitanum sem er útvarpsþáttur og tölvuvefur fyrir börn. Ég heimsótti Aðalstein og Önnu Pálínu eitt kvöldið og við spjölluðum yfir jurtatei og súkkulaðikonfekti. Skemmtileg blanda afhollu og óhollu sem segir sitthvað um viðhorfþeirra hjóna til barnamenningar. Eftir að við höfðum fundið besta súkkulaðibitann spurði ég þau með fiullan munninn afhverju og hvernigplatan Berrössuð á tánum hefði orðið til. Anna Pálína: Allt sem við vinnum er svo persónubundið, kannski kom barnaplata að þessu sinni því við vorum með börn á réttum aldri. Aðalsteinn: Kannski ekki bara það, við rákum okkur stundum á að við höfðum ekkert barnaefni á tónleikum okkar og þegar fjölskyldur komu þá vantaði eitthvað fyrir börnin. Ég sem meginefnið á plötunni, bæði ljóð og lög en reyndar höfðu orðið til hjá mér lög sem voru eins konar bamalög fyrir fullorðna. Eins og til dæmis Drekavísur af plötunni Fjall ogjjara sem ég hef stundum sagt að sé barnalag en er upphaflega fyrir gamla geðstirða karla svo þeir geti rifjað upp hvernig er að vera barn. En við stefhdum semsé ekki markvisst að því að vinna barnaefni. 31

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.