Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 34

Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 34
BÖRN OG AAENN|N6 Er platan þá úrvinnsla á uppeldi barnanna ykkar? Anna Pálína: Já, til dæmis varð Argintæta eingöngu til af því dóttir okkar er svo hársár. Aðalsteinn: Sumt af efninu á þó uppruna í hugmynd minni að ljóðabók sem mig langaði til að semja fyrir börn. Mér fannst hún síðan ekki ganga upp og samdi söngtexta úr ljóðunum í staðinn. Er Ijóðið um snigilinn kannskiþaðan? Aðalsteinn: Já, en ég er auðvitað búinn að breyta því heilmikið. Hvernig vinniðþið saman úr efninu? Aðalsteinn: Stundum spila ég einhverja laglínu fyrir Önnu Pálínu og hún segir nei, við skulum frekar hafa það svona ... (skemmtilegt, botnar Anna Pálína stríðnislega.) Þegar við ákváðum að útbúa dagskrá með söngvum og sögum, þá tókum við mið af verkum hvors annars og samræmdum. Síðan bættum við inn í dagskrána jafnóðum þar sem okkur fannst vanta. Hvort kemur textinn eða lagið fyrst? Aðalsteinn: Oftast nær kemur textinn fyrst. Anna Pálína: Þessi plata er eins og ferðalag en er upphaflega unnin úr dagskránni sem við fórum með á leikskólana í þrjú ár. Við lögðum upp með litla vísu sem er spjall um veðrið. Svo vorum við komin út í vindinn og þá fauk strákur einn út í veður og vind en honum er bjargað af snigli. Þá spjöllum við um dýrin, hvað þau eru ólík, þar á meðal Krúsilíus sem er eins og aðrir kettir, mjög snyrtilegur og síðan komum við að Argintætu sem vill ekki láta greiða á sér hárið. Og ekki nennir hann að elta mýs því alla daga vill hann rjómaís. Hann er alltaf að stækka en enginn það sér því Krúsilíus býr í kollinum á mér. Krúsilíus. Krúsilíus af Berrössuð á tánum Ég get hvorki skrifað þessar sögur níður né vil ég syngja þær; ég verð að segja þær. Finnst ykkur þiö ganga út frá 'óðrum forsendum þegarþið semjið tónlistfyrir börn? Aðalsteinn: Ég held að ég setji mig ekki í neinar stellingar, ég nota alveg sömu aðferðir, þetta byggist auðvitað heilmikið á útsetningum. Okkur fannst við eiga að halda í þann stíl sem við höfum verið að þróa undanfarin ár og er nokkuð djasskenndur. Anna Pálína: Við fundum líka út að mörgum krökkum þóttu fyrri plöturnar okkar skemmtilegar þótt þær væru ekki kallaðar barnaplötur. Anna Pálína andar djúpt og bætir svo við: Ég er svosem búin að tuða yfir þessu í mörg ár, en mér leiðist þessi aldursaðgreining alveg rosalega. Það er alltaf verið að búa til sérhópa í þjóðfélaginu og ákveða fyrirfram að það sem fullorðnir hafi gaman af, geti börn ekki notið og svo öfúgt. Nú er búið að finna upp eldri borgara, fatlaða, samkynhneigða og svona er hægt að halda áfram niður í smæstu einingar. Fullorðnir hljóta að muna eftir því sem börn að hafa haft gaman af ýmsu sem var sagt vera fyrir fullorðna og margir fullorðnir hafa gaman af því sem myndi teljast barnaefni. Þeir hafa bara ekki hátt um það. Ég held að við höfum helst haft það að leiðarljósi að höfða bæði til barna og fullorðinna. Mér finnst skipta svo miklu máli að allt þjóðfélagið harmoneri saman, að allir aldurshópar upplifi lífið saman. Börn fá alveg jafn mikla leið á smábarnalegu efni og fullorðnir. En platan okkar átti sér langa meðgöngu og við veltum því mikið fyrir okkur hvernig hún yrði á endanum. Á tímabili fannst okkur við þurfa að gera sjónvarpsmynd því við vorum svo háð áhorfendunum okkar ungu. Svo vorum við líka að hugsa um mjög einfaldar útsetningar en ég er mjög fegin að við fórum út í djass- útsetningar ég held að við höfum grætt á því. Platan lifir örugglega lengur fyrir vikið? Aðalsteinn: Við spurðum okkur sjálf hvernig tónlist okkur þætti skemmtileg og jafnframt hæfa þessu efni. Hún verður nefnilega líka að ná til foreldranna.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.