Börn og menning - 01.09.1999, Side 36

Börn og menning - 01.09.1999, Side 36
BÖRN OC mENN|N6 En eru lögin ekki of keimlík til að vera kynning? Aðalsteinn: Kannski er stefnan svolítið einsleit. Það hefiir auðvitað alltaf verið vandamál með þessa svokölluðu jaðartónlist sem á erfiðara uppdráttar. En er kannski lífsseigari en dægurflugurnar. Nú syngið þið alltaf á íslensku en á Pottþétt safndiskunum er mest sungið á ensku og mér heyrast börn í dag syngja meira á ensku en íslensku. Aðalsteinn: Það er auðvitað dálítið neikvætt. Anna Pálína: Nei. Aðalsteinn: Jú, að vissu leyti. Ég hefði gjarnan viljað að það væri meira sungið á íslensku. Á mínum mótunarárum var ensk tónlist ráðandi og þegar ég byrjaði að semja lög, samdi ég textana á ensku. Það er kannski lýsandi þar sem maður hlustaði mikið á enska texta. Þú tengdir tónlistina við enska tungu? Aðalsteinn: Já, tvímælalaust til að byrja með, þá fannst mér það einhvern veginn eðlilegra. En svo breyttist það sem betur fer. En hvað segirþú,Anna Pálína? sent les minnst. Poppið er oftast með enskum texta og kannski finnst þeim jafnvel óeðlilegt að lesa á íslensku eins og að hlusta á íslenska söngtexta. Getur verió aó mikil enskuhlustun sé dragbítur á að þessi aldurshópur lesi bœkur? Anna Pálína: Það er auðvitað ekki eins mikil gróska í íslenskri popptextasmíð eins og var. En þetta gengur alltaf í bylgjum; við erum í ákveðinni lægð núna en heijumst örugglega i hæð bráðlega. Aðalsteinn: Það verður auðvitað að vekja krakkana til umhugsunar um á hvað þeir eru að hlusta; textinn skiptir máli þótt hann sé á ensku. Svo er auðvitað skiljanlegt að þeir sem eru að hasla sér völl erlendis hugsi um annað tungumál, við erum auðvitað svo fá hérlendis. Á íslandi höfum við okkar lag og allir syngja hér saman. Það veltur á ýmsu hvem virkan dag að verði nú framvegis gaman. Berrössuð á tánum af samnefndri plötu. Nú komuð þið fram við opnun íslensku farandbarnabókasýningarinnar Veganestis sem var opnuð í Stavanger á dögunum. Þar sunguð þið og lékuð á norsku og stemningin var frábær. Hafið þið ekkert hugsað til Norðurlanda meö tónlistina ykkar? Það verður auðvitað að vekja krakkana tíl umhugsunar um á hvað þeir eru að hlusta; textinn skiptir máli þótt hann sé á ensku. Anna Pálína: Hræðsla við enskuna er allt of mikil. Mér finnst til dæmis jákvætt þegar ég heyri strákinn okkar hlusta á enskt lag og hann er að beijast við að skilja textann. Þannig lærir hann málið í gegnum tónlistina og mér finnst það fínt. Ef góðu íslensku máli er haldið að krökkum heima hjá þeim, lesið fyrir þá, talað við þá og þvíumlíkt þá er þetta bara hið besta mál. Svona hefur þetta alltaf verið. Síðan koma upp hljómsveitir eins og Sigurrós sem gerir það gott erlendis og syngur allt á íslensku!! En nú virðast leikskólarnir meðvitað kenna krökkum íslettsk lög og ntargir textanna eru verulega þungir. Þegar krakkarnir komast á unglingsaldurinn hella þeir sér margir út í tónlistina, mjög oft poppið, en þetta er einmitt hópurinn Aðalsteinn: Við höfum mikið verið hvött til þess. Vissulega höfum við áhuga en það er tímafrekt að finna út bestu leiðina. Við höfum hreinlega ekki gefið okkur tíma til þess. Anna Pálína: Mann þarf að langa rosalega mikið til að nenna að standa í því að finna sér umboðsmann, dreifingaraðila og hvaðeina. Sœjuð þið fyrir ykkur að fylgja plötunni eftir úti eða útbúa myndbönd eða hvað? Aðalsteinn: Við höfum nú ekki hugsað svona langt... Þið hugsió ekki nógu stórt! Anna Pálína: Okkur hefur einmitt verið sagt það nokkrum sinnum og kannski 34

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.