Börn og menning - 01.09.1999, Síða 37

Börn og menning - 01.09.1999, Síða 37
BÖRN OG mENN|NG er það einmitt okkar Akkilesarhæll. Við hugsum bara allt heima í stofu. Aöalsteinn: Við höfum svosem gert veikburða tilraunir til að markaðssetja okkur á Norðurlöndum og gengið vel en vandamálið er fjarlægðin og hve dýrt er að ferðast á milli. Anna Pálína: Við höfiim í raun og veru aldrei farið út í það að markaðssetja okkur af heilum hug. Kannski af því þið hafið í svo mörgu öðru að snúast? Er ekki krefjandi að vera hjón og vinna svona mikið saman? Aðalsteinn og Anna Pálína: Alveg rosalega — segja þau og skella upp úr. Aðalsteinn: Ég hef komist að því að ef samvera okkar er reiknuð út stærðffæðilega þá erum við búin að eyða jafn miklum tíma saman og hjón sem hafa verið gift í um 30 ár. Við eyðum auðvitað ótrúlega miklum tíma saman. Við höfum gert tilraunir til að vinna í sitt hvoru lagi og gerum það en „þvælumst“ þó yfirleitt svolítið inn í verkefni hvort annars. Anna Pálína: Já og svo erum við náttúrlega bara hjón á Laufásveginum með þrjú börn og erum að reka heimili. „Þvælist“þú inn í bækur Aðalsteins? Ég heyri að þið eruð ekki á leiðinni til Hollywood! Aðalsteinn: Það var hins vegar sagt við okkur í fyrra í barnamenningarhúsi í Danmörku að Berrössuð á tánum myndi örugglega slá í gegn í Ameríku. Svo hver veit... En auðvitað er það næst hjarta okkar að gera eitthvað sem skiptir máli í heimalandinu. Mér finnst það númer eitt aðblómgast hér svo má senda afleggjara hingað og þangað ef vill. Anna Pálína: í svona skapandi störfum kemur alltaf að því að maður er búinn að fylgja einhverju úr hlaði og nú erum við til dæmis að hugsa um nýja barnaplötu. Má nokkuð segja frá henni? Aðalsteinn: Ég er mjög lítið fyrir að tala um eitthvað sem er ekki tilbúið því þetta getur allt breyst í meðforum... Anna Pálína:Við getum kannski sagt að hugmyndin heiti „Það var einu sinni kerling“. Mér dettur strax í hug teskeiðakerlingin... Aöalsteinn og Anna Pálína: Þá ertu á villigötum! Margir halda að það sé einfaldara að semja fyrir börn en í raun og veru er það kannski miklu flóknara. Það einfalda er nefnilega svo flókið. Anna Pálína: Já, ég les handritin að barnabókunum hans yfir og segi mitt álit og hann gefur mér oft ráð með útvarpsdagskrárgerðina. Aðalsteinn: Þannig erum við í rauninni alltaf að „spila saman“. Það er sjaldgæft að við gerum eitthvað sem annað okkar á ekki einhvern þátt í. Gætuð þið hugsað ykkar að búa til poppað efni fyrir unglinga? „Það var einu sinnipottþétt kerling“? Anna Pálína: Viðmyndum aldrei setjast niður og ákveða að við ætluðum að búa til popp. En hins vegar gæti sú staða alveg komið upp að poppið hæfði einfaldlega því efni sem við erum með í það skiptið. Textinn er alltaf í fyrsta sæti og síðan eru tónlistarstefnurnar í bakgrunninum eins og kryddhilla. Við höfum svolítið notað djasskryddbaukinn en það er fullt af öðrum áhugaverðum baukum til. Við eigum kannski von á poppi þegar krakkarnir ykkar eldast? Aðalsteinn: Kannski förum við bara að syngja á ensku... Aðalsteinn: Við horfum fram á veginn og meiningin hjá okkur er að smíða nýja dagskrá og nýja plötu. Við viljum helst ekki endurtaka okkur. Anna Pálína: Annars hefur öll okkar samvinna gerst einhvern veginn óvart. Aðalsteinn: Við spilum bara og spinnum okkur áfram. Anna Pálína: Það er óumdeilanlegt að börnin okkar hafa haft mikil áhrif á það sem við erum að gera og það er spennandi að vita hvað gerist núna því við erum með einn tveggja ára og þannig gætum við endurtekið leikinn fyrir leikskólana og svo erum við með einn sem er að sigla inn í unglingaskeiðið — kannski gerum við hvort tveggja í senn. 35

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.