Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 38

Börn og menning - 01.09.1999, Blaðsíða 38
BÖRN 06 /aENN|N6 Verða sögur á nœstuplötu? Anna Pálína: Já, en ekki endilega mínar. Aðalsteinn: Kannski mínar og kannski ekki... Hvað finnst ykkur almennt utn tónlist fyrir börn hérlendis? Anna Pálína: Mér finnst sorglegt þegar gerðar eru minni kröfur til þess sem er ætlað börnum. Oft er börnum boðið upp á eitthvað sem fullorðnir myndu aldrei láta bjóða sér. Stundum er skemmtarinn settur í gang og svo er bara eitthvað spilað. Sumir virðast halda að börnin vilji sífellt stuð en það er auðvitað mesti misskilningur. Aðalsteinn: Margir halda að það sé einfaldara að semja fyrir börn en í raun og veru er það kannski miklu flóknara. Það einfalda er nefnilega svo flókið. Anna Pálína: Stundum virðist mér allt fyrir börn eiga að vera svo dæmalaust krúttlegt og sætt. Aðalsteinn: Það sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að semja barnaefni af heilum hug — og ekkert bara fyrir framan. Glitrar dögg, glóir á grund og mó, sundin blá. Andartak, örstutt skref inn í lönd sem þú sérð. Þannig er þessi ferð. Oskastund af Berrössuð á tánum. Kristín Birgisdóttir 36

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.