Börn og menning - 01.09.1999, Síða 39

Börn og menning - 01.09.1999, Síða 39
BÖRN OG /v\ENN[N6 Úlfhildur Dagsdóttir: Atkuga-verð auga-brög^: sjóri, saga og ríkídæmí Fyrir tæpum tveimur áratugum voru gefnar lit hjá bókaútgáfunni Iðunni þýddar myndasögur byggðar á norrænni goðafræði. Yfirskrift sagnanna var Goðheimar ogfyrsta bókin nefndist Úlfurinn bundinn. Þessar sögur eru sérlega gott dæmi um þá möguleika sem myndasöguformið hefur til að koma flókinni heimsmynd til skila, auk þess sem norrœnar goðsögur eru hér endursagðar fyrir nýjar kynslóðir. í Úlfurinn bundinn eru tengdir saman bútar úr nokkrum sögum en þungamiðjan er saga Fenrisúlfs. Fenrisúlfur er ógnarstór úlfur, sonur Loka, sem jafnframt því að vera fóstbróðir Óðins er varmenni norrænna goða. Loka var falið að koma þessu afkvæmi sínu í bönd og til þess fékk hann dverga til að smíða töfrafjötur, spunninn úr skeggi konunnar, fótataki kattarins, rótum fjallsins og fleiri illfáanlegum efnum. Samkvæmt goðafræðinni gekk þetta verkefni upp og böndurn var komið á úlfinn en í Úlfurinn bundinn reynist íjöturinn gallaður svo vargurinn gengur laus. Nú eru góð ráð dýr og goðin deila um úrræði. Inn í málið blandast svo hluti af sögunni um ferð Þórs til Útgarðaloka en hún hefst á því að Þór tekur tvö mennsk börn í fóstur, Þjálfa og Röskvu. I Snorra Eddu fær Þjálfi hlutverk í keppninni milli Þórs og Útgarðaloka en Röskva ekki. í myndasögunni Úlfurinn bundinn fær Röskva hins vegar mun meira vægi. Þjálfi reynist huglítill en hún hugdjörf og á endanum fer það svo að hún vingast við Fenrisúlf og bindur hann á ný. í bókinni er stöðug umræða um kynin í máli og myndum, bæði með tilliti til systkinanna tveggja sem falla illa inn í hefðbundin kynhlutverk og í tengslum við hefðbundna hlutverkaskiptingu milli Þórs og Sifjar konu hans. Hún sér um heimilið meðan hann, hetjan, fer og ber á tröllum. Goðin deila um hver eigi að gæta barnanna en það verður iðulega hlutskipti Heimdallar og Loka sem eru óglaðir enda finnst þeim barnapössun vera kvennaverk. Þannig er búið í haginn fyrir þann umsnúning á kynhlutverkum sem verður þegar stúlkubarnið Röskva getur það sem karlmannlegum hetjum hefur mistekist; að hemja úlfinn. Hið nýja form myndasögunnar er opið og sveigjan- legt og leyfir meiri leik með hefðbundin minni. Sagan verður aldrei þvinguð eða áróðurskennd og sama gildir um framsetningu á goðafræðinni. Þarna er heill heimur byggður upp áreynslulaust og helstu persónur og atburðir kynnt til sögunnar, auk þess sem dregið er upp handhægt kort af norrænni heimsmynd sem löngum hefur þótt illhöndlanleg. Það má segja að sá ævintýraheimur sem goðafræðin er henti einstaklega vel formi teiknimyndasögunnar. Myndasagan er miðill sem stillir saman orði og mynd, án þess að annað hafi sterkari stöðu en hitt. Þannig miðlar myndasagan ekki aðeins sjálfri sögunni heldur veitir einnig innsýn í umhverfi hennar og sjálfa heimsmyndina. Ein yfirlitsmynd af helstu goðunum gefur strax skýra hugmynd um hlutverk þeirra og stöðu og allsstaðar eru smáatriði sem styrkja enn ffekar ímynd goðafræðinnar sem ævintýraheims. Jafnframt er hann gerður nálægur með því að spegla hann í hinum ofurvenjulegu mennsku börnum. Börnin eru að sjálfsögðu staðgenglar barnsins sem les, líkt og gerist og gengur í hefðbundnum barnabókum. Myndasagan hefur verið að festa sig í sessi og undanfarinn áratug hefur borið á mikilli uppsveiflu 37

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.