Börn og menning - 01.09.1999, Síða 42

Börn og menning - 01.09.1999, Síða 42
BÖRN OG MENN|NG Úthlutanír dimamenmngmjóðs 1999 Barnamenningarsjóður var stofnaður árið 1994. Styrki úr sjóðnum geta hlotið einstaklingar og félagasamtök sem standa að verkefnum á sviði lista og menningar sem unnin er fyrir börn eða með virkri þátttöku barna. Menntamálaráðherra skipar fimm manna stjórn sjóðsins til tveggja ára í senn. Einn er fulltrúi Bandalags íslenskra listamanna, annar tilnefndur af Kennararsambandi Islands, þriðji af Æskulýðsráði ríkisins, en tveir skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Til að gefa hugmynd um þau verkefni sem fengið hafa styrk úr sjóðnum birtum við listayfir úthlutanir árið 1999. Anna Pálína Árnadóttir undirbúningsstyrkur til þjóðlaga- og sagnadagskrárinnar „Það var einu sinni kerling" 70.000 kr. Barnakór Grensáskirkju til útgáfu geisladisks og útgáfutónleika í Hallgrímskirkju í tilefni tíu ára afmælis kórsins, 80.000 kr. Bryndís Gunnarsdóttir til gerðar bókar um börnin í Vigur í ísaljarðardjúpi, 90.000 kr. Drengjakór Laugarneskirkju / Sigurbjörn Magnússon til útgáfu geisladisks með 19 lögum bæði trúarlegs og veraldlegs eðlis, 80.000 kr. Erla Sigurðardóttir, myndlistarmaður og Guðjón Sveinsson rithöfundur til gerðar myndskreyttrar barnabókar (ævintýris), 80.000 kr. Félag þjóðfræðinga á íslandi / Rakel Pálsdóttir ritari til að standa að málþingi um rannsóknir á barnamenningu í hug- og félagsvísindum, 100.000 kr. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir til undirbúnings handrits að bók fyrir börn um gæludýr, 90.000 kr. Guðmundur Pálsson, Tónlistarskóla Árnesinga til útsetningar á íslenskum þjóðlögum fyrir strengjasveit, 45.000 kr. HallveigThorlacius til uppsetnignar leiksýningarinnar „Ert þú mamma mín?“, 70.000 kr. Hljóðsetning ehf. til dagskrárgerðar fyrir morgunsjónvarp barnanna hjá RÚV, 100.000 kr. Kramhúsið ehf. til undirbúnings verkefnisins „200 börn í Reykjavík 2000“, 100.000 kr. Krass ehf. / Hrafnhildur Valgarðsdóttir vegna verkefnabókarinnar Ponsu og blaðsins Hrafnasparks, 100.000 kr. Kvikmyndafélagið Nýja Bíó til gerða sjónvarpsþátta og myndbanda um tónlistarkennslu bama, 150.000 kr. Leikhúsið 10 fingur til uppsetningar á brúðuleiksýningu fyrir börn byggðri á Þumalínu H. C. Andersen, 70.000 kr. Möguleikhúsið til uppsetningar leiksýningar byggðri á norrænni goðafræði, 100.000 kr. Sögusmiðjan / Jón Jónsson þjóðfræðingur til útgáfu á myndskreyttri alfræðibók um íslenska þjóðtrú, 130.000 kr. Tónmenntaskóli Reykjavíkur til undirbúnings óperu fyrir börn byggðri á sögu Jónasar Hallgrímssonar „Stúlkan í turninum", 230.000 kr. Bjarki Bjarnason, kennari til gerðar kennsluefnis fyrir leiklistarkennslu í leikskólum og grunnskólum, 75.000 kr. Tröllabörnin / Ólöf Ingólfsdóttir til þátttöku í alþjóðlegri barnaleiklistarhátíð, 40.000 kr. 40

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.